Hendurnar byrja að skjálfa óstjórnanlega Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. desember 2023 09:00 Ragnhildur bendir á að snemmbúinn fósturmissir sé ekki litinn eins alvarlegum augum og vera ætti. Það sé oft lítið gert úr áhrifum áfallsins. Gleym mér ei styrktarfélag „Það er einhvern veginn ekki augljóst að maður megi tala um að þetta hafi verið barnið manns, eða að maður hafi upplifað þetta sem fæðingu, sem ég gerði klárlega. Það er mjög margt sem maður tekur inn sem fær mann til að gera lítið úr reynslunni sinni.“ Þetta segir Ragnhildur Helga Hannesdóttir. Hún og eiginmaður hennar hafa tvisvar gengið í gegnum þá sársaukafullu reynslu að missa barn snemma á meðgöngu. Ragnhildur bendir á að snemmbúinn fósturmissir sé ekki litinn eins alvarlegum augum og vera ætti. Það sé oft lítið gert úr áhrifum áfallsins. Ragnhildur er á meðal þeirra foreldra sem deila reynslusögu sinni í röð myndskeiða á vegum Gleym mér ei – styrktarfélags til stuðnings foreldrum sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Klippa: Gley mér ei: Saga Ragnhildar Helgu Föst í sorginni Fyrir tæpum tveimur árum hófu Ragnhildur og eiginmaður hennar það ferli að verða foreldrar, þegar Ragnhildur varð ófrísk í fyrra skiptið. „Ég var svolítið að upplifa kraftaverk lífsins í fyrsta skipti. Mér fannst það svo sérstakt og ótrúlegt að fá að vera þessi manneskja sem varð ólétt. Þegar við fengum síðan að heyra hjartsláttinn þá varð þetta svo raunverulegt. Mér leið einhvern veginn eins og ég væri búin að uppgötva tilgang lífsins; að vera að ganga um með auka hjartslátt innan í mér. Ég upplifði mjög sterka tengingu við barnið.“ Nákvæmlega ári síðar var Ragnhildur ófrísk á ný. Hún byrjaði fljótlega að finna fyrir miklum kvíða. Hún var að eigin sögn svolítið „föst“ í sorginni eftir að hafa gengið í gegnum missi á fyrri meðgöngunni. „Ég var meðvituð um að ef ég myndi missa aftur, sem hluti af mér var sannfærður um, þá vissi ég að ég myndi sjá eftir því að hafa ekkert upplifað meðgönguna, og upplifað tengingu við þetta barn.“ Ragnhildur bætir við að það hafi engu að síður komið góðir kaflar inn á milli og hún hafi náð að finna fyrir þeim mögnuðu tilfinningum sem koma upp á meðgöngu. Þar að auki höfðu þau hjónin fengið að heyra hjartslátt barnsins tvisvar og allt virtist vera á réttri leið. Þegar Ragnhildur varð ófrísk í seinna skiptið var hún enn að syrgja missinn frá fyrri meðgöngunni.Gleym mér ei styrktarfélag Það var því áfall þegar þau fóru í sónar og fengu að vita að það væri enginn hjartsláttur lengur. „Út frá fyrri reynslu þá var hluti af manni sannfærður um að þetta myndi ekki verða barn sem við myndum fá í hendurnar. En svo var annar hluti sem var virkilega búinn að taka inn það sem allir voru búnir að segja: „Það er mjög ólíklegt að þetta gerist aftur“ og „Þetta verður bara flott“, segir Ragnhildur jafnframt. „Það tóku við mjög óraunverulegir dagar, þar sem ég gekk um með dáið barnið mitt í maganum“ Um það leyti sem Ragnhildur og maður hennar fengu fréttirnar voru þau á leið í ferð til Ítalíu ásamt tengdafjölskyldu Ragnhildar. Þau ákváðu að halda sínu striki og fara í ferðina. „Það var mjög skrítin, en undarlega góð upplifun. Mér þótti líka vænt um að eiga þessa síðustu daga með barninu, síðustu dagana að vera ólétt.“ Fékk að sjá barnið Ragnhildur segir að þegar hún varð ófrísk í fyrra skiptið hafi hún lesið sér svolítið til um fæðingar, og meðal annars kynnt sér svokallaða valdeflandi fæðingu. Það var til þess að þegar hún gekk í gegnum seinni missinn þá upplifði hún að hún hefði aðeins meira vald á aðstæðunum í kringum sig heldur en í fyrra skiptið. Þegar Ragnhildur gekk í gegnum fósturmissi í fyrra skiptið voru samdrættirnir mjög miklir og þar af leiðandi urðu líkamlegu verkirnir óbærilegir. Síðan kom í ljós að fóstursekkurinn hafði setið fastur í leghálsinum. „Það sem ég áttaði mig á eftir á var að fóstursekkurinn var tekinn án þess að ég var í raun spurð. Þannig að ég hafði ekki færi á að sjá barnið, eða ákveða hvernig ætti að jarðsetja það,“ segir Ragnhildur en hún telur mikilvægt að fólk hafi val í þessum aðstæðum. Hún segir að þegar seinni fósturmissirinn var að ganga yfir þá hafi ferlið hins vegar verið mjög friðsælt. „Við vorum í þessu ítalska húsi sem við vorum að leigja með fjölskyldu mannsins míns og vorum með okkar eigin svítu, af því að það var herbergið sem var með sérbaðherbergi. Þegar það fór af stað þá náði ég að anda mig í gegnum það, og þegar verstu samdrættirnir voru búnir, þegar fylgjan og fóstrið voru að koma í gegnum leghálsinn, þá sá ég barnið. Það var mjög mikilvægt, það er minning sem ég hugsa oft um.“ Rgnhildur bendir á að hugtakið snemmbúinn fósturmissir geti verið dálítið villandi.Gleym mér ei styrktarfélag Gífurlegt líkamlegt áfall „Í hvert skipti sem ég byrja ósjálfrátt að gera lítið úr reynslunni, út af samfélagslegum skilaboðum sem ég fæ, þá hugsa ég um barnið mitt sem ég sá. Það er nóg til þess að ég nái einhverskonar jarðtenging við þetta, og við barnið,“ segir Ragnhildur og bætir við að að það hafi skipt mjög miklu máli í þessu ferli að hafa getað ráðið hvernig barnið hennar var jarðsett. Það er svo áþreifanlegt í þessum missi hvað maður hefur einhvern veginn ekkert vald. Ég tala nú ekki um þegar fóstrið er bara tekið, rétt eins og það sé bara einhvern botnlangi. Það gerir mann mjög reiðan, af því að líkamlega áfallið er gríðarlega mikið. „Þetta er svo mikið ofbeldi sem kemur fyrir líkamann þinn. Ofan á það kemur síðan sorgin, og að þurfa að fúnkera í samfélagi sem kannast ekki á nokkurn hátt við að þú hafir verið að missa eitthvað, af því að þetta gerist á fyrsta þriðjungi,“ segir Ragnhildur jafnframt. „Ég hugsa oft með sjálfri mér að ég sé að gera of mikið úr þessu. Þá koma skilaboð frá líkamanum sem segja manni svo skýrt að það er bara ekki þannig. Í hvert skipti sem ég fer að tala um þetta við einhvern þá byrja hendurnar á mér að skjálfa óstjórnanlega. Og þótt ég hafi oft efast um sjálfa mig þá hef ég getað litið á það og hugsað að þetta er í alvöru rosalega stór lífsviðburður. Það hefur gert mig mjög reiða hvað það er lítið gert úr honum, og gefið lítið rými.“ Með hendur, fætur og augu Hún bendir á að hugtakið snemmbúinn fósturmissir geti verið dálítið villandi. „Af því að það er rosalega mikið búið að gerast í líkamanum þínum. Maður er búin að ganga í gegnum morgunógleði og allt það. Í seinni fósturmissinum fæddi ég til dæmis fylgjuna í heilu lagi, hún var frekar stór. Ég var búin að búa til heilt líffæri og heilt pínulítið barn, ef maður má telja það með sem barn, og það var með hendur og fætur og augu.“ Það er einhvern veginn eins og þetta séu börn sem verða til – en samt ekki alveg. Af því að það er ekki samfélagslega viðurkennt. Hún segist hafa fundið fyrir ómetanlegum stuðning og skilningi hjá Gleym mér ei, og hjá öðrum sem hafa gengið í gegnum sömu reynslu og hún. „Manni líður eins og maður mæti alltaf skilningi. Það eru svo fáir staðir þar sem maður fær að upplifa að maður var foreldri, eða er. Þannig að það er alltaf mjög gott. Allt sem maður getur gert til að muna eftir þessum krílum, og upplifa að maður hafi eitthvað smávegis hlutverk gagnvart þeim.“ Mikil hjálp í reynslusögum annarra Í ár fagnar Gleym mér ei styrktarfélag tíu ára afmæli og hefur margt verið að gerast innan félagsins í tilefni þess. Félagið var stofnað árið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Reynsla af missi á meðgöngu leiddi þær saman með það að markmiði að styðja fjölskyldur sem standa í þessum erfiðu sporum. Á liðnu ári stóð félagið fyrir ráðstefnu um missi í barneignarferlinu. Ráðstefnan var ætluð heilbrigðisstarfsfólki og haldin í samstarfi við Háskóla Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala og Ljósmæðrafélag Íslands. Ráðstefnan gekk vonum framar og félagið uppskar mikið lof fyrir hana. Á árinu stóð félagið einnig fyrir þematengdum samverustundum sem tileinkaðar voru ákveðnum hópi foreldra sem misst hafa á meðgöngu eða fljótlega eftir fæðingu. Þar var fólki með svipaða reynslu boðið að koma saman og fá stuðning hvort frá öðru í öruggu umhverfi. Árlegir viðburðir félagsins hafa einnig spilað stóran sess á árinu og má þar nefna Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem hefur verið ein helsta fjáröflun félagsins. Minningarstundin sem haldin er 15. október ár hvert var á sínum stað og hana sótti mikill fjöldi fólks alls staðar að. Svo hefur verið handavinnukvöld, pakkað saman í minningarkassa og fleira. Myndskeiðin þar sem foreldrar og fagaðilar deila sögum sínum voru tekin upp í sumar en birt nú á dögunum. Að sögn Ingunnar Sifjar Höskuldsdóttur formanns félagsins er tilgangur myndskeiðanna tvíþættur. „Í fyrsta lagi hefur það sýnt sig að reynslusögur annarra foreldra hjálpa hvað mest þegar fólk stendur frammi fyrir því verkefni að læra að lifa með missi barns. Það gefur von og styrk að spegla sig í tilfinningum annarra og eignast fyrirmyndir í því sem framundan er. Þessar sögur hjálpa að auki oft foreldrum af fyrri kynslóðum sem fengu ekki að vinna úr missinum á sínum tíma. Í öðru lagi er mikilvægt að félagið vinni að því að auka rýmið í samfélaginu fyrir sorgina sem fylgir missi eins og þessum. Skilningur þeirra sem ekki hafa staðið í þessum sporum er mikilvægur og dýrmætur. Við trúum því að sorg sem fær það pláss sem hún þarf fái miklu frekar heilbrigða úrvinnslu.“ Ingunn segir Gleym mér ei hafa notið mikils stuðnings og velvildar alveg frá fyrsta degi. „Það hefur alltaf gengið vel að fá fólkið okkar til þess að deila reynslu sinni og við gerð myndbandanna var engin undantekning þar á. Flestum foreldrum er afar mikilvægt að minning barna þeirra lifi og það að deila sögunum þeirra á þennan hátt er einn þáttur í því." Með aukinni vitundarvakningu hefur orðið mikill vöxtur í félaginu síðustu árin. Verkefnin eru fjölþætt og umfangið stórt, enda gefur félagið 150-200 Minningarkassa á ári og stendur að fræðslu og ýmis konar þjónustu við syrgjandi foreldra. Til þess að geta stutt sem best við syrgjendur hefur Gleym mér ei ákveðið að fara af stað með söfnunarátak. Fólki gefst nú tækifæri á að styðja verkefni Gleym mér ei með mánaðarlegum framlögum eða eingreiðslu hér. Heimasíða Gleym mér ei. Facebooksíða Gleym mér ei. Instagramsíða Gleym mér ei. Börn og uppeldi Ástin og lífið Sorg Tengdar fréttir „Það kemur ekki sá dagur að við hugsum ekki til hennar“ „Í þessu ferli er ég oft búin að vera við þolmörk, við það að gefast upp og geta ekki meira. Þá hugsa ég til hennar, hvað hefði gert hana stolta af mér. Ég minni mig á að ég er að gera þetta fyrir hana. Ég ætla að halda áfram fyrir hana,“ segir Viðar Pétur Styrkársson. 1. desember 2023 06:30 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Þetta segir Ragnhildur Helga Hannesdóttir. Hún og eiginmaður hennar hafa tvisvar gengið í gegnum þá sársaukafullu reynslu að missa barn snemma á meðgöngu. Ragnhildur bendir á að snemmbúinn fósturmissir sé ekki litinn eins alvarlegum augum og vera ætti. Það sé oft lítið gert úr áhrifum áfallsins. Ragnhildur er á meðal þeirra foreldra sem deila reynslusögu sinni í röð myndskeiða á vegum Gleym mér ei – styrktarfélags til stuðnings foreldrum sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Klippa: Gley mér ei: Saga Ragnhildar Helgu Föst í sorginni Fyrir tæpum tveimur árum hófu Ragnhildur og eiginmaður hennar það ferli að verða foreldrar, þegar Ragnhildur varð ófrísk í fyrra skiptið. „Ég var svolítið að upplifa kraftaverk lífsins í fyrsta skipti. Mér fannst það svo sérstakt og ótrúlegt að fá að vera þessi manneskja sem varð ólétt. Þegar við fengum síðan að heyra hjartsláttinn þá varð þetta svo raunverulegt. Mér leið einhvern veginn eins og ég væri búin að uppgötva tilgang lífsins; að vera að ganga um með auka hjartslátt innan í mér. Ég upplifði mjög sterka tengingu við barnið.“ Nákvæmlega ári síðar var Ragnhildur ófrísk á ný. Hún byrjaði fljótlega að finna fyrir miklum kvíða. Hún var að eigin sögn svolítið „föst“ í sorginni eftir að hafa gengið í gegnum missi á fyrri meðgöngunni. „Ég var meðvituð um að ef ég myndi missa aftur, sem hluti af mér var sannfærður um, þá vissi ég að ég myndi sjá eftir því að hafa ekkert upplifað meðgönguna, og upplifað tengingu við þetta barn.“ Ragnhildur bætir við að það hafi engu að síður komið góðir kaflar inn á milli og hún hafi náð að finna fyrir þeim mögnuðu tilfinningum sem koma upp á meðgöngu. Þar að auki höfðu þau hjónin fengið að heyra hjartslátt barnsins tvisvar og allt virtist vera á réttri leið. Þegar Ragnhildur varð ófrísk í seinna skiptið var hún enn að syrgja missinn frá fyrri meðgöngunni.Gleym mér ei styrktarfélag Það var því áfall þegar þau fóru í sónar og fengu að vita að það væri enginn hjartsláttur lengur. „Út frá fyrri reynslu þá var hluti af manni sannfærður um að þetta myndi ekki verða barn sem við myndum fá í hendurnar. En svo var annar hluti sem var virkilega búinn að taka inn það sem allir voru búnir að segja: „Það er mjög ólíklegt að þetta gerist aftur“ og „Þetta verður bara flott“, segir Ragnhildur jafnframt. „Það tóku við mjög óraunverulegir dagar, þar sem ég gekk um með dáið barnið mitt í maganum“ Um það leyti sem Ragnhildur og maður hennar fengu fréttirnar voru þau á leið í ferð til Ítalíu ásamt tengdafjölskyldu Ragnhildar. Þau ákváðu að halda sínu striki og fara í ferðina. „Það var mjög skrítin, en undarlega góð upplifun. Mér þótti líka vænt um að eiga þessa síðustu daga með barninu, síðustu dagana að vera ólétt.“ Fékk að sjá barnið Ragnhildur segir að þegar hún varð ófrísk í fyrra skiptið hafi hún lesið sér svolítið til um fæðingar, og meðal annars kynnt sér svokallaða valdeflandi fæðingu. Það var til þess að þegar hún gekk í gegnum seinni missinn þá upplifði hún að hún hefði aðeins meira vald á aðstæðunum í kringum sig heldur en í fyrra skiptið. Þegar Ragnhildur gekk í gegnum fósturmissi í fyrra skiptið voru samdrættirnir mjög miklir og þar af leiðandi urðu líkamlegu verkirnir óbærilegir. Síðan kom í ljós að fóstursekkurinn hafði setið fastur í leghálsinum. „Það sem ég áttaði mig á eftir á var að fóstursekkurinn var tekinn án þess að ég var í raun spurð. Þannig að ég hafði ekki færi á að sjá barnið, eða ákveða hvernig ætti að jarðsetja það,“ segir Ragnhildur en hún telur mikilvægt að fólk hafi val í þessum aðstæðum. Hún segir að þegar seinni fósturmissirinn var að ganga yfir þá hafi ferlið hins vegar verið mjög friðsælt. „Við vorum í þessu ítalska húsi sem við vorum að leigja með fjölskyldu mannsins míns og vorum með okkar eigin svítu, af því að það var herbergið sem var með sérbaðherbergi. Þegar það fór af stað þá náði ég að anda mig í gegnum það, og þegar verstu samdrættirnir voru búnir, þegar fylgjan og fóstrið voru að koma í gegnum leghálsinn, þá sá ég barnið. Það var mjög mikilvægt, það er minning sem ég hugsa oft um.“ Rgnhildur bendir á að hugtakið snemmbúinn fósturmissir geti verið dálítið villandi.Gleym mér ei styrktarfélag Gífurlegt líkamlegt áfall „Í hvert skipti sem ég byrja ósjálfrátt að gera lítið úr reynslunni, út af samfélagslegum skilaboðum sem ég fæ, þá hugsa ég um barnið mitt sem ég sá. Það er nóg til þess að ég nái einhverskonar jarðtenging við þetta, og við barnið,“ segir Ragnhildur og bætir við að að það hafi skipt mjög miklu máli í þessu ferli að hafa getað ráðið hvernig barnið hennar var jarðsett. Það er svo áþreifanlegt í þessum missi hvað maður hefur einhvern veginn ekkert vald. Ég tala nú ekki um þegar fóstrið er bara tekið, rétt eins og það sé bara einhvern botnlangi. Það gerir mann mjög reiðan, af því að líkamlega áfallið er gríðarlega mikið. „Þetta er svo mikið ofbeldi sem kemur fyrir líkamann þinn. Ofan á það kemur síðan sorgin, og að þurfa að fúnkera í samfélagi sem kannast ekki á nokkurn hátt við að þú hafir verið að missa eitthvað, af því að þetta gerist á fyrsta þriðjungi,“ segir Ragnhildur jafnframt. „Ég hugsa oft með sjálfri mér að ég sé að gera of mikið úr þessu. Þá koma skilaboð frá líkamanum sem segja manni svo skýrt að það er bara ekki þannig. Í hvert skipti sem ég fer að tala um þetta við einhvern þá byrja hendurnar á mér að skjálfa óstjórnanlega. Og þótt ég hafi oft efast um sjálfa mig þá hef ég getað litið á það og hugsað að þetta er í alvöru rosalega stór lífsviðburður. Það hefur gert mig mjög reiða hvað það er lítið gert úr honum, og gefið lítið rými.“ Með hendur, fætur og augu Hún bendir á að hugtakið snemmbúinn fósturmissir geti verið dálítið villandi. „Af því að það er rosalega mikið búið að gerast í líkamanum þínum. Maður er búin að ganga í gegnum morgunógleði og allt það. Í seinni fósturmissinum fæddi ég til dæmis fylgjuna í heilu lagi, hún var frekar stór. Ég var búin að búa til heilt líffæri og heilt pínulítið barn, ef maður má telja það með sem barn, og það var með hendur og fætur og augu.“ Það er einhvern veginn eins og þetta séu börn sem verða til – en samt ekki alveg. Af því að það er ekki samfélagslega viðurkennt. Hún segist hafa fundið fyrir ómetanlegum stuðning og skilningi hjá Gleym mér ei, og hjá öðrum sem hafa gengið í gegnum sömu reynslu og hún. „Manni líður eins og maður mæti alltaf skilningi. Það eru svo fáir staðir þar sem maður fær að upplifa að maður var foreldri, eða er. Þannig að það er alltaf mjög gott. Allt sem maður getur gert til að muna eftir þessum krílum, og upplifa að maður hafi eitthvað smávegis hlutverk gagnvart þeim.“ Mikil hjálp í reynslusögum annarra Í ár fagnar Gleym mér ei styrktarfélag tíu ára afmæli og hefur margt verið að gerast innan félagsins í tilefni þess. Félagið var stofnað árið 2013 af Önnu Lísu Björnsdóttur, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Þórunni Pálsdóttur. Reynsla af missi á meðgöngu leiddi þær saman með það að markmiði að styðja fjölskyldur sem standa í þessum erfiðu sporum. Á liðnu ári stóð félagið fyrir ráðstefnu um missi í barneignarferlinu. Ráðstefnan var ætluð heilbrigðisstarfsfólki og haldin í samstarfi við Háskóla Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala og Ljósmæðrafélag Íslands. Ráðstefnan gekk vonum framar og félagið uppskar mikið lof fyrir hana. Á árinu stóð félagið einnig fyrir þematengdum samverustundum sem tileinkaðar voru ákveðnum hópi foreldra sem misst hafa á meðgöngu eða fljótlega eftir fæðingu. Þar var fólki með svipaða reynslu boðið að koma saman og fá stuðning hvort frá öðru í öruggu umhverfi. Árlegir viðburðir félagsins hafa einnig spilað stóran sess á árinu og má þar nefna Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem hefur verið ein helsta fjáröflun félagsins. Minningarstundin sem haldin er 15. október ár hvert var á sínum stað og hana sótti mikill fjöldi fólks alls staðar að. Svo hefur verið handavinnukvöld, pakkað saman í minningarkassa og fleira. Myndskeiðin þar sem foreldrar og fagaðilar deila sögum sínum voru tekin upp í sumar en birt nú á dögunum. Að sögn Ingunnar Sifjar Höskuldsdóttur formanns félagsins er tilgangur myndskeiðanna tvíþættur. „Í fyrsta lagi hefur það sýnt sig að reynslusögur annarra foreldra hjálpa hvað mest þegar fólk stendur frammi fyrir því verkefni að læra að lifa með missi barns. Það gefur von og styrk að spegla sig í tilfinningum annarra og eignast fyrirmyndir í því sem framundan er. Þessar sögur hjálpa að auki oft foreldrum af fyrri kynslóðum sem fengu ekki að vinna úr missinum á sínum tíma. Í öðru lagi er mikilvægt að félagið vinni að því að auka rýmið í samfélaginu fyrir sorgina sem fylgir missi eins og þessum. Skilningur þeirra sem ekki hafa staðið í þessum sporum er mikilvægur og dýrmætur. Við trúum því að sorg sem fær það pláss sem hún þarf fái miklu frekar heilbrigða úrvinnslu.“ Ingunn segir Gleym mér ei hafa notið mikils stuðnings og velvildar alveg frá fyrsta degi. „Það hefur alltaf gengið vel að fá fólkið okkar til þess að deila reynslu sinni og við gerð myndbandanna var engin undantekning þar á. Flestum foreldrum er afar mikilvægt að minning barna þeirra lifi og það að deila sögunum þeirra á þennan hátt er einn þáttur í því." Með aukinni vitundarvakningu hefur orðið mikill vöxtur í félaginu síðustu árin. Verkefnin eru fjölþætt og umfangið stórt, enda gefur félagið 150-200 Minningarkassa á ári og stendur að fræðslu og ýmis konar þjónustu við syrgjandi foreldra. Til þess að geta stutt sem best við syrgjendur hefur Gleym mér ei ákveðið að fara af stað með söfnunarátak. Fólki gefst nú tækifæri á að styðja verkefni Gleym mér ei með mánaðarlegum framlögum eða eingreiðslu hér. Heimasíða Gleym mér ei. Facebooksíða Gleym mér ei. Instagramsíða Gleym mér ei.
Börn og uppeldi Ástin og lífið Sorg Tengdar fréttir „Það kemur ekki sá dagur að við hugsum ekki til hennar“ „Í þessu ferli er ég oft búin að vera við þolmörk, við það að gefast upp og geta ekki meira. Þá hugsa ég til hennar, hvað hefði gert hana stolta af mér. Ég minni mig á að ég er að gera þetta fyrir hana. Ég ætla að halda áfram fyrir hana,“ segir Viðar Pétur Styrkársson. 1. desember 2023 06:30 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
„Það kemur ekki sá dagur að við hugsum ekki til hennar“ „Í þessu ferli er ég oft búin að vera við þolmörk, við það að gefast upp og geta ekki meira. Þá hugsa ég til hennar, hvað hefði gert hana stolta af mér. Ég minni mig á að ég er að gera þetta fyrir hana. Ég ætla að halda áfram fyrir hana,“ segir Viðar Pétur Styrkársson. 1. desember 2023 06:30