Ríki og sveitarfélög næra verðbólguna Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 7. desember 2023 14:31 Hagsmunavarsla verkalýðshreyfingarinnar fyrir umbjóðendur sína nær til fleiri þátta en kjarasamninga og réttinda launafólks í landinu. Sem sterkasta afl breytinga og umbóta þarf verkalýðshreyfingin ekki síður að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart ríki og sveitarfélögum; „hinu opinbera”. Sú varðstaða þarf ekki síst að beinast að stjórnmálamönnum sem á stundum virðast hvorki hafa skilning né áhuga á afleiðingum eigin ákvarðana. Hækkun skatta og gjalda Dýrtíðin sem landsmenn upplifa þessi misserin hefur valdið verulegri kaupmáttarskerðingu og alþekkt er hvernig verðbólgan eykur lánakostnað heimilanna í formi verðtryggingar og hærri vaxta. Senn líður að áramótum og þá mun hið opinbera enn á ný seilast í vasa launafólks eftir meiri fjármunum með hækkunum á gjöldum og sköttum af ýmsum toga. Þær hækkanir munu ekki aðeins auka bein útgjöld heimilanna; þær munu keyra upp verðbólguna og þar með verðtryggð lán landsmanna. Um síðustu áramót hækkuðu krónutöluskattar ríkisins um 7,7%. Þessi galna hagstjórn olli beinni hækkun verðbólgu upp á 1% í janúar og jók þannig verðtryggðar skuldir landsmanna um milljarða króna. Nú stendur til að hækka þessa skatta minna en með sömu, alþekktu afleiðingum. Sveitarfélögin ætla hvergi að gefa eftir sinn hlut og boða mikla hækkun á gjaldskrám sínum. Barnafólk mun þurfa að reiða fram meira fé vegna leik- og grunnskóla. Sorphirðan verður allt að 40% dýrari, fasteignagjöldin hækka, fráveitugjöldin, vatnið, orkan og þannig mætti lengi áfram telja. Fyrir utan að skerða enn frekar kaupmátt launafólks eru gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga tvíeggja sverð. Flest eru þau skuldum vafin og með því að kynda undir verðbólgu auka þau beinlínis vandann sem þau eiga við að glíma þar sem lán þeirra munu hækka sem því nemur. Leiða má að því líkur að ávinningurinn sé minni en hækkun skuldastabbans. Álögur sem stjórnmálamenn ákveða munu keyra kaupmáttinn enn frekar niður eftir fjórar vikur eða svo. Lán landsmanna munu hækka, eignamyndun minnka, afkoman verða erfiðari. Háir vextir, þyngri greiðslubyrði og minni kaupmáttur hrekur sífellt fleiri aftur yfir í verðtryggðu Íslandslánin með tilheyrandi eignaleysi og skuldafjötrum. Opinberar hækkanir munu auðvelda versluninni að fylgja í kjölfarið. Almenningur varnarlaus Almenningur í þessu landi er varnarlaus með öllu þegar kemur að sköttum og gjöldum. Íslenskt launafólk greiðir mjög háa skatta og fær fyrir þá sífellt minna m.a. sökum fjölgunar sérgjalda og tekjustofna hins opinbera. Almenningur í landinu getur ekki lengur staðið undir endalausum hækkunum opinberra gjalda og skatta. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við sköttum og hækkunum gjalda að ekki sé minnst á fjármagnseigendur sem njóta sérstakrar verndar. Lengi hefur blasað við að þessi stefna fær ekki staðist. Nú segir launafólk stopp og krefst þess að skatta- og gjaldabyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og að þeir sem græða á tá og fingri verði loks krafðir um eðlileg framlög í sameiginlega sjóði. Verkalýðshreyfingin búin undir harða baráttu Samningar verða lausir i lok janúarmánaðar. Hækkanir skatta og gjalda um ármót munu augljóslega hafa neikvæð áhrif á komandi kjaraviðræður. Hyggist stjórnvöld ekki hverfa frá þeirri stefnu að sækja sífellt fleiri aura í launaumslög landsmanna er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf að búa sig undir harða kjarabaráttu. Launafólk mun ekki taka því þegjandi að stjórnvöld keyri eina ferðina enn upp verðlag í landinu, rýri kaupmáttinn, næri verðbólguna og hækki lánin. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Hagsmunavarsla verkalýðshreyfingarinnar fyrir umbjóðendur sína nær til fleiri þátta en kjarasamninga og réttinda launafólks í landinu. Sem sterkasta afl breytinga og umbóta þarf verkalýðshreyfingin ekki síður að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart ríki og sveitarfélögum; „hinu opinbera”. Sú varðstaða þarf ekki síst að beinast að stjórnmálamönnum sem á stundum virðast hvorki hafa skilning né áhuga á afleiðingum eigin ákvarðana. Hækkun skatta og gjalda Dýrtíðin sem landsmenn upplifa þessi misserin hefur valdið verulegri kaupmáttarskerðingu og alþekkt er hvernig verðbólgan eykur lánakostnað heimilanna í formi verðtryggingar og hærri vaxta. Senn líður að áramótum og þá mun hið opinbera enn á ný seilast í vasa launafólks eftir meiri fjármunum með hækkunum á gjöldum og sköttum af ýmsum toga. Þær hækkanir munu ekki aðeins auka bein útgjöld heimilanna; þær munu keyra upp verðbólguna og þar með verðtryggð lán landsmanna. Um síðustu áramót hækkuðu krónutöluskattar ríkisins um 7,7%. Þessi galna hagstjórn olli beinni hækkun verðbólgu upp á 1% í janúar og jók þannig verðtryggðar skuldir landsmanna um milljarða króna. Nú stendur til að hækka þessa skatta minna en með sömu, alþekktu afleiðingum. Sveitarfélögin ætla hvergi að gefa eftir sinn hlut og boða mikla hækkun á gjaldskrám sínum. Barnafólk mun þurfa að reiða fram meira fé vegna leik- og grunnskóla. Sorphirðan verður allt að 40% dýrari, fasteignagjöldin hækka, fráveitugjöldin, vatnið, orkan og þannig mætti lengi áfram telja. Fyrir utan að skerða enn frekar kaupmátt launafólks eru gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga tvíeggja sverð. Flest eru þau skuldum vafin og með því að kynda undir verðbólgu auka þau beinlínis vandann sem þau eiga við að glíma þar sem lán þeirra munu hækka sem því nemur. Leiða má að því líkur að ávinningurinn sé minni en hækkun skuldastabbans. Álögur sem stjórnmálamenn ákveða munu keyra kaupmáttinn enn frekar niður eftir fjórar vikur eða svo. Lán landsmanna munu hækka, eignamyndun minnka, afkoman verða erfiðari. Háir vextir, þyngri greiðslubyrði og minni kaupmáttur hrekur sífellt fleiri aftur yfir í verðtryggðu Íslandslánin með tilheyrandi eignaleysi og skuldafjötrum. Opinberar hækkanir munu auðvelda versluninni að fylgja í kjölfarið. Almenningur varnarlaus Almenningur í þessu landi er varnarlaus með öllu þegar kemur að sköttum og gjöldum. Íslenskt launafólk greiðir mjög háa skatta og fær fyrir þá sífellt minna m.a. sökum fjölgunar sérgjalda og tekjustofna hins opinbera. Almenningur í landinu getur ekki lengur staðið undir endalausum hækkunum opinberra gjalda og skatta. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við sköttum og hækkunum gjalda að ekki sé minnst á fjármagnseigendur sem njóta sérstakrar verndar. Lengi hefur blasað við að þessi stefna fær ekki staðist. Nú segir launafólk stopp og krefst þess að skatta- og gjaldabyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og að þeir sem græða á tá og fingri verði loks krafðir um eðlileg framlög í sameiginlega sjóði. Verkalýðshreyfingin búin undir harða baráttu Samningar verða lausir i lok janúarmánaðar. Hækkanir skatta og gjalda um ármót munu augljóslega hafa neikvæð áhrif á komandi kjaraviðræður. Hyggist stjórnvöld ekki hverfa frá þeirri stefnu að sækja sífellt fleiri aura í launaumslög landsmanna er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf að búa sig undir harða kjarabaráttu. Launafólk mun ekki taka því þegjandi að stjórnvöld keyri eina ferðina enn upp verðlag í landinu, rýri kaupmáttinn, næri verðbólguna og hækki lánin. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun