Leita logandi ljósi að húsnæði fyrir hundrað grindvísk börn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. desember 2023 11:20 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík ræddi stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir/Arnar Um 380 Grindvíkingar, þar á meðal hundrað börn, eru ekki með öruggt húsnæði yfir jólahátíðina. Bæjarstjórinn segir allt gert til að finna húsnæði fyrir fólkið til lengri tíma. Aðventugleði Grindvíkinga fer fram síðdegis. Samkvæmt sérfræðingum á Veðurstofunni hafa líkur á eldgosi yfir kvikuganginum á Reykjanesi minnkað. Gögn bendi til þess að innflæði í kvikuganginn sem myndaðist þann 10. nóvember hafi líklega stöðvast þó að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi. Langi heim fyrir jól Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir marga íbúa langa til að komast heim sem fyrst. „Jú það eru margir sem vilja það helst af öllu að komast heim og ekki síst fyrir jólin. Það er hins vegar enn hættustig vegna jarðhræringa í Grindavík og meðan það er þá er ekki heimilt og alls ekki ráðlagt með tilliti til öryggis íbúa að fara og gista á staðnum, en þetta er vaktað mjög vel og menn tilbúnir til að veita leyfi þegar það er talið nægilega öruggt.“ Fundað sé á hverjum degi um þessi mál og staðan metin. Unnið sé hörðum höndum að því að kortleggja lagnakerfi en miklar skemmdir urðu á fráveitunni í bænum. Húsnæðismál eru þó helsta vandamál bæjarins en unnið er að því að finna húsnæði fyrir þá Grindvíkinga sem hafa ekki í örugg hús að venda á meðan þeir mega ekki snúa heim. „Það eru kannski rúmlega hundrað fjölskyldur sem eru í bráðri þörf fyrir húsnæði og hafa ekki öruggt húsnæði fram yfir hátíðarnar og það er unnið að því að leysa þennan vanda. Þetta eru kannski 380 Grindvíkingar og hátt upp í hundrað börn sem eru ekki með öruggt húsnæði sem er gríðarlegt vandamál og reynt núna að finna leiðir til að bæta þarna úr.“ Bærinn vinni að því að finna lausn ásamt ríkisstjórninni, stéttarfélögum og þeim leigufélögum sem falið var að vinna í þessum málum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þannig það er verið að reyna að vinna úr þessum málum þannig það takist sem allra fyrst að koma þessum fjölskyldum í öruggt húsnæði til lengri tíma.“ Aðventugleði Grindvíkinga fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Hún hefst klukkan 15 og stendur til 17. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Samkvæmt sérfræðingum á Veðurstofunni hafa líkur á eldgosi yfir kvikuganginum á Reykjanesi minnkað. Gögn bendi til þess að innflæði í kvikuganginn sem myndaðist þann 10. nóvember hafi líklega stöðvast þó að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi. Langi heim fyrir jól Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir marga íbúa langa til að komast heim sem fyrst. „Jú það eru margir sem vilja það helst af öllu að komast heim og ekki síst fyrir jólin. Það er hins vegar enn hættustig vegna jarðhræringa í Grindavík og meðan það er þá er ekki heimilt og alls ekki ráðlagt með tilliti til öryggis íbúa að fara og gista á staðnum, en þetta er vaktað mjög vel og menn tilbúnir til að veita leyfi þegar það er talið nægilega öruggt.“ Fundað sé á hverjum degi um þessi mál og staðan metin. Unnið sé hörðum höndum að því að kortleggja lagnakerfi en miklar skemmdir urðu á fráveitunni í bænum. Húsnæðismál eru þó helsta vandamál bæjarins en unnið er að því að finna húsnæði fyrir þá Grindvíkinga sem hafa ekki í örugg hús að venda á meðan þeir mega ekki snúa heim. „Það eru kannski rúmlega hundrað fjölskyldur sem eru í bráðri þörf fyrir húsnæði og hafa ekki öruggt húsnæði fram yfir hátíðarnar og það er unnið að því að leysa þennan vanda. Þetta eru kannski 380 Grindvíkingar og hátt upp í hundrað börn sem eru ekki með öruggt húsnæði sem er gríðarlegt vandamál og reynt núna að finna leiðir til að bæta þarna úr.“ Bærinn vinni að því að finna lausn ásamt ríkisstjórninni, stéttarfélögum og þeim leigufélögum sem falið var að vinna í þessum málum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þannig það er verið að reyna að vinna úr þessum málum þannig það takist sem allra fyrst að koma þessum fjölskyldum í öruggt húsnæði til lengri tíma.“ Aðventugleði Grindvíkinga fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Hún hefst klukkan 15 og stendur til 17.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10