Dæmdir fyrir kannabisræktun: Skilorð vegna gríðarlegs dráttar Árni Sæberg skrifar 6. desember 2023 13:54 Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýndi drátt á rannsókn málsins og útgáfu ákæru. Vísir/Vilhelm Fjórir karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir að hafa staðið að umfangsmikilli kannabisræktun sem upp komst um árið 2017. Mennirnir hlutu allir skilorðsbundna dóma vegna mikils dráttar á rannsókn málsins og enn meiri dráttar á útgáfu ákæru. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi í fyrsta lagi verið ákærðir fyrir að hafa í júlí árið 2017, í iðnaðarhúsnæði að Köllunarklettsvegi í Reykjavík, í félagi haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni tæp fimm kíló af kannabisstönglum, tæp 2,2 kíló af maríhúana og 301 kannabisplöntu, og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Tveir þeirra voru einnig ákærðir fyrir að hafa á sama tíma haft vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 199 kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði að Hafnarbraut í Kópavogi. Þá var sá þriðji ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 513,36 grömm af maríhúana. Klipptu bara plönturnar Í fyrsta ákærulið játaði einn mannanna sök og var sakfelldur fyrir fíkniefnabrot. Tveir mannanna neituðu sök í málinu en játuðu þó að hafa aðstoðað við að klippa plöntur í ræktuninni að Köllunarklettsvegi. Þeir upplýstu hver hefði beðið þá um það. Í dóminum segir að þeim hefði ekki getað dulist að í húsinu hafi farið fram fíkniefnaframleiðsla í sölu- og dreifingarskyni. Aðkoma þeirra hafi samt sem áður verið svo lítið að hún teldist aðeins til hlutdeildar í broti aðalmannsins. Fjórði maðurinn neitaði alfarið sök en dómurinn taldi sannað að hann hefði vanið komur sínar í húsið og klippt þar plöntur. Hann var því einnig dæmdur fyrir hlutdeild. Lagði til húsnæðið Hvað varðar plönturnar í Kópavogi játaði aðalamaðurinn í framangreindu broti sök og var sakfelldur. Hinn maðurinn, sem neitaði alfarið sök í fyrri ákærulið, gerði það sömuleiðis hvað varðar hina ræktunina. Dómurinn taldi hins vegar hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi lagt umrætt húsnæði til ræktunarinnar. Þá taldi dómurinn sannað að hann hafi hlotið að hafa vitað af ræktuninni þar innan dyra og tekið þátt í henni ásamt hinum manninum. Því var hann sakfelldur fyrir brotið. Loks var þriðji maðurinn sakfelldur fyrir að hafa haft rúmt hálft kíló af marihúana, ætluðu til sölu og dreigingar, í fórum sínum. Rannsókn dróst og útgáfa ákæru enn meira Í dóminum segir að brotin sem ákært var fyrir hafi verið framin í júlí árið 2017. Rannsókn málsins hafi dregist nokkuð en þó verið lokið í maí árið 2019. Ákæra hafi hins vegar ekki verið gefin út fyrr en í maí þessa árs, eða nærri sex árum eftir að umrædd brot voru framin og fjórum árum eftir að rannsókn var að fullu lokið. Ákærandi málsins hefði enga skýringu gefið á þessum mikla drætti á því að ákæra yrði gefin út, en um væri að ræða tiltölulega einfalt og afmarkað mál. „Er óhjákvæmilegt annað en að tekið verði tillit til þessa við ákvörðun refsinga ákærðu í málinu þannig að þær verði bæði vægari en ella og að öllu leyti skilorðsbundnar þar sem ella hefði verið dæmd óskilorðsbundin refsing.“ Mennirnir hlutu níu mánaða, sex mánaða og tveggja mánaða skilorðsbundna refsingu. Ákvörðun refsingar þess sem aðeins var sakfelldur fyrir hlutdeild í broti samkvæmt fyrsta ákærulið var frestað. Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Kópavogur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að mennirnir hafi í fyrsta lagi verið ákærðir fyrir að hafa í júlí árið 2017, í iðnaðarhúsnæði að Köllunarklettsvegi í Reykjavík, í félagi haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni tæp fimm kíló af kannabisstönglum, tæp 2,2 kíló af maríhúana og 301 kannabisplöntu, og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Tveir þeirra voru einnig ákærðir fyrir að hafa á sama tíma haft vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 199 kannabisplöntur í iðnaðarhúsnæði að Hafnarbraut í Kópavogi. Þá var sá þriðji ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 513,36 grömm af maríhúana. Klipptu bara plönturnar Í fyrsta ákærulið játaði einn mannanna sök og var sakfelldur fyrir fíkniefnabrot. Tveir mannanna neituðu sök í málinu en játuðu þó að hafa aðstoðað við að klippa plöntur í ræktuninni að Köllunarklettsvegi. Þeir upplýstu hver hefði beðið þá um það. Í dóminum segir að þeim hefði ekki getað dulist að í húsinu hafi farið fram fíkniefnaframleiðsla í sölu- og dreifingarskyni. Aðkoma þeirra hafi samt sem áður verið svo lítið að hún teldist aðeins til hlutdeildar í broti aðalmannsins. Fjórði maðurinn neitaði alfarið sök en dómurinn taldi sannað að hann hefði vanið komur sínar í húsið og klippt þar plöntur. Hann var því einnig dæmdur fyrir hlutdeild. Lagði til húsnæðið Hvað varðar plönturnar í Kópavogi játaði aðalamaðurinn í framangreindu broti sök og var sakfelldur. Hinn maðurinn, sem neitaði alfarið sök í fyrri ákærulið, gerði það sömuleiðis hvað varðar hina ræktunina. Dómurinn taldi hins vegar hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hafi lagt umrætt húsnæði til ræktunarinnar. Þá taldi dómurinn sannað að hann hafi hlotið að hafa vitað af ræktuninni þar innan dyra og tekið þátt í henni ásamt hinum manninum. Því var hann sakfelldur fyrir brotið. Loks var þriðji maðurinn sakfelldur fyrir að hafa haft rúmt hálft kíló af marihúana, ætluðu til sölu og dreigingar, í fórum sínum. Rannsókn dróst og útgáfa ákæru enn meira Í dóminum segir að brotin sem ákært var fyrir hafi verið framin í júlí árið 2017. Rannsókn málsins hafi dregist nokkuð en þó verið lokið í maí árið 2019. Ákæra hafi hins vegar ekki verið gefin út fyrr en í maí þessa árs, eða nærri sex árum eftir að umrædd brot voru framin og fjórum árum eftir að rannsókn var að fullu lokið. Ákærandi málsins hefði enga skýringu gefið á þessum mikla drætti á því að ákæra yrði gefin út, en um væri að ræða tiltölulega einfalt og afmarkað mál. „Er óhjákvæmilegt annað en að tekið verði tillit til þessa við ákvörðun refsinga ákærðu í málinu þannig að þær verði bæði vægari en ella og að öllu leyti skilorðsbundnar þar sem ella hefði verið dæmd óskilorðsbundin refsing.“ Mennirnir hlutu níu mánaða, sex mánaða og tveggja mánaða skilorðsbundna refsingu. Ákvörðun refsingar þess sem aðeins var sakfelldur fyrir hlutdeild í broti samkvæmt fyrsta ákærulið var frestað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Reykjavík Kópavogur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira