Ulrik Wilbek vill losna við kvennalandsliðið úr Viborg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2023 10:31 Ulrik Wilbek vill ekki fleiri landsleiki í Viborg. vísir/getty/epa Borgarstjórinn í Viborg vill að danska kvennalandsliðið í fótbolta finni sér nýjan heimavöll, utan borgarinnar. Danmörk tapaði fyrir Íslandi, 0-1, í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær. Vegna tapsins misstu Danir af möguleikanum á að spila á Ólympíuleikunum á næsta ári. Leikurinn fór fram á Energi Viborg Arena sem hefur verið heimavöllur danska kvennalandsliðsins undanfarin átta ár. Það gæti þó breyst því borgarstjórinn í Viborg vill að losna við danska liðið úr borginni. Borgarstjórinn í Viborg er Íslendingum að góðu kunnur, handboltaþjálfarinn fyrrverandi Ulrik Wilbek. Hann var þjálfari danska karlalandsliðsins þegar það átti margar eftirminnilegar rimmur við það íslenska fyrir nokkrum árum. Í viðtali við bold.dk sagði Wilbek að það tæki sinn toll að halda landsleiki í borginni og það gæti verið erfitt að fá áhorfendur til að mæta á svona marga leiki á svona mörgum árum. „Þú þarft að passa að markaðurinn verði ekki mettur. Ég held líka að leikmennirnir hugsi með sér að þeir hafi verið lengi hérna. Svo það er líklega rétt fyrir okkur að framlengja ekki samninginn,“ sagði Wilbek og bætti við að danska knattspyrnusambandið skildi afstöðu borgarstjórnar Viborg. Að sögn Wilbek ráða fjármunir ekki för enda kostar það borgina ekki mikið að halda landsleiki. Því fylgi hins vegar talsvert umstang og hann hafi svo heyrt að landsliðskonurnar hafi áhuga á að breyta til og spila annars staðar sem auðveldi ákvörðunina. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Danski boltinn Danmörk Tengdar fréttir Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Danmörk tapaði fyrir Íslandi, 0-1, í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær. Vegna tapsins misstu Danir af möguleikanum á að spila á Ólympíuleikunum á næsta ári. Leikurinn fór fram á Energi Viborg Arena sem hefur verið heimavöllur danska kvennalandsliðsins undanfarin átta ár. Það gæti þó breyst því borgarstjórinn í Viborg vill að losna við danska liðið úr borginni. Borgarstjórinn í Viborg er Íslendingum að góðu kunnur, handboltaþjálfarinn fyrrverandi Ulrik Wilbek. Hann var þjálfari danska karlalandsliðsins þegar það átti margar eftirminnilegar rimmur við það íslenska fyrir nokkrum árum. Í viðtali við bold.dk sagði Wilbek að það tæki sinn toll að halda landsleiki í borginni og það gæti verið erfitt að fá áhorfendur til að mæta á svona marga leiki á svona mörgum árum. „Þú þarft að passa að markaðurinn verði ekki mettur. Ég held líka að leikmennirnir hugsi með sér að þeir hafi verið lengi hérna. Svo það er líklega rétt fyrir okkur að framlengja ekki samninginn,“ sagði Wilbek og bætti við að danska knattspyrnusambandið skildi afstöðu borgarstjórnar Viborg. Að sögn Wilbek ráða fjármunir ekki för enda kostar það borgina ekki mikið að halda landsleiki. Því fylgi hins vegar talsvert umstang og hann hafi svo heyrt að landsliðskonurnar hafi áhuga á að breyta til og spila annars staðar sem auðveldi ákvörðunina.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Danski boltinn Danmörk Tengdar fréttir Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31