Of stórar nærbuxur komu skíðastökkvurum í vandræði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2023 10:00 Skíðastökkvarar geta vissulega grætt á því að vera í of stórum keppnisbúningi. Samsett/Getty Það erfitt að finna strangari reglur um keppnisbúninga en í skíðastökkinu enda þurfa búningar keppenda að vera eins aðskornir og mögulegt er. Alþjóða skíðasambandið leitar ýmissa leiða til að passa upp á það að stökkvararnir séu ekki að nýta sér keppnisbúninginn til að svífa aðeins lengra. Keppendur þurfa að því að gangast undir próf og mælingar fyrir tímabilið. Þegar á hólminn var komið kom hins vegar í ljóst að mælingarnar voru ónákvæmar. Þrír af tíu stökkvurum þurfa því að breyta um búning á miðju tímabili. „Meðal þess sem var í ólagi voru nærbuxurnar. Við komust að því að sumir voru í of stórum nærbuxum, sagði Christian Kathol, eftirlitsmaður FIS, við norska ríkisútvarpið. Í fréttinni hjá NRK var mynd af nýju stöðluðu nærbuxunum.nrk.no Í sumar þurftu allir keppendur í skíðastökki að fara í 3D skanna en með því fengu eftirlitsmennirnir nákvæma vitneskju um vöxt viðkomandi. Keppendurnir þurftu að vera á nærbuxunum og engu öðru í skannanum. Hæð og líkamsgerð réðu því síðan hversu stór keppnisbúningur hvers og eins mátti vera. Sé búningurinn of stór þá eykur hann mögulega svif keppenda og gefur þeim forskot. Skihopp har blitt en svært marginal idrett, for ikke å si marginalisert. https://t.co/rvJvAXmbjm— Jørgen Sivertsen (@JorgenPorgen) December 4, 2023 Mælingamenn FIS áttuðu sig ekki á því að of stórar nærbuxur földu aftur á móti vöxt keppanda og gáfu þeim tækifæri til að vera með aðeins stærri búning en þeir máttu í raun. Við erum ekki að tala um marga sentimetra mun en þetta var samt nóg til að endurskoða allt. Þegar þetta uppgötvaðist þá kallaði það einnig á endurmat á vexti keppenda. Lausnin við þessu var að láta alla keppendur klæðast sömu gerð af nærbuxum í skannanum og mæla alla keppendurna aftur. En hversu mikið var forskot þeirra sem mættu í of stórum nærbuxum? Kathol telur það vera minniháttar og segir að sentimetri til eða frá skipti ekki máli þegar keppendur eru í góðu formi. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem nærbuxur koma íþróttamönnum í vandræði. Skíðaíþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Alþjóða skíðasambandið leitar ýmissa leiða til að passa upp á það að stökkvararnir séu ekki að nýta sér keppnisbúninginn til að svífa aðeins lengra. Keppendur þurfa að því að gangast undir próf og mælingar fyrir tímabilið. Þegar á hólminn var komið kom hins vegar í ljóst að mælingarnar voru ónákvæmar. Þrír af tíu stökkvurum þurfa því að breyta um búning á miðju tímabili. „Meðal þess sem var í ólagi voru nærbuxurnar. Við komust að því að sumir voru í of stórum nærbuxum, sagði Christian Kathol, eftirlitsmaður FIS, við norska ríkisútvarpið. Í fréttinni hjá NRK var mynd af nýju stöðluðu nærbuxunum.nrk.no Í sumar þurftu allir keppendur í skíðastökki að fara í 3D skanna en með því fengu eftirlitsmennirnir nákvæma vitneskju um vöxt viðkomandi. Keppendurnir þurftu að vera á nærbuxunum og engu öðru í skannanum. Hæð og líkamsgerð réðu því síðan hversu stór keppnisbúningur hvers og eins mátti vera. Sé búningurinn of stór þá eykur hann mögulega svif keppenda og gefur þeim forskot. Skihopp har blitt en svært marginal idrett, for ikke å si marginalisert. https://t.co/rvJvAXmbjm— Jørgen Sivertsen (@JorgenPorgen) December 4, 2023 Mælingamenn FIS áttuðu sig ekki á því að of stórar nærbuxur földu aftur á móti vöxt keppanda og gáfu þeim tækifæri til að vera með aðeins stærri búning en þeir máttu í raun. Við erum ekki að tala um marga sentimetra mun en þetta var samt nóg til að endurskoða allt. Þegar þetta uppgötvaðist þá kallaði það einnig á endurmat á vexti keppenda. Lausnin við þessu var að láta alla keppendur klæðast sömu gerð af nærbuxum í skannanum og mæla alla keppendurna aftur. En hversu mikið var forskot þeirra sem mættu í of stórum nærbuxum? Kathol telur það vera minniháttar og segir að sentimetri til eða frá skipti ekki máli þegar keppendur eru í góðu formi. Það er hins vegar ekki á hverjum degi sem nærbuxur koma íþróttamönnum í vandræði.
Skíðaíþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira