Niðurstöður PISA og hvað svo? Helga Sigrún Þórsdóttir og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 6. desember 2023 10:31 Nú liggja fyrir nýjar niðurstöður úr alþjóðlega mælitækinu PISA. Þær kalla nú sem áður fyrr á aðgerðir í íslensku menntakerfi. Aðgerðir sem leiða til framfara og árangurs. Það verður að setja raunhæf markmið og það verða að vera til góð mælitæki sem sýna hvort þeim er náð. Það verður ekki ásættanlegt að pakka í vörn og dæma þá úr leik sem mæla fyrir breytingum. Það þarf að lyfta grettistaki í grunnmenntun þjóðarinnar, gera þann grunn traustan svo hægt verði að byggja ofan á hann með markvissum og árangursríkum hætti. Grunnskólinn er skylda og hann er jöfnunartæki og því er það gríðarlega mikilvægt að þaðan útskrifist allir nemendur beinir í baki og tilbúnir að takast á við framtíðina sem bíður þeirra og það nám sem þá langar til að stunda. Að geta ekki lesið sér til gagns eftir tíu ára skólagöngu er algjörlega óásættanlegt. Það þarf meira til en skólann, foreldrar og forráðamenn skipta svo ekki verður um villst gríðarlega miklu máli. Þátttaka þeirra í menntun barna sinna er lykill að farsælu gengi. Við getum ekki skrifað slakan árangur á að það skorti fjármagn, það þarf eitthvað annað og meira til. Við verðum að kalla fleiri að borðinu, taka mið af alþjóðlegum vísindum og vera óhrædd við að leita út fyrir landsteinana að ráðum. Frakkar hafa til dæmis fengið sinn fremsta sérfræðing á sviði heila, færni og náms, Stanislas Dehaene til að veita ráðgjöf í menntamálum. Við undirritaðar höfum verið svo lánsamar að taka þátt í rannsóknar- og þróunarverkefninu Kveikjum neistann sem Vestmannaeyingar fóstra svo vel. Við sjáum möguleika í að horfa til hugmyndafræði verkefnisins við skipulagningu aðgerða til að bregðast við niðurstöðum PISA. Í verkefninu eru áherslur á læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu, ástríðu og hugarfar nemenda. Verkefnið er leitt af okkar fremsta vísindamanni á sviði náms og færniþróunar Hermundi Sigmundssyni prófessor við Háskóla Íslands og NTNU í Þrándheimi. Verkefnið byggist á aðgerðum sem allar miða að því að bæta líðan og árangur nemenda. Skipulagi skóladagsins er breytt og meiri tími gefinn fyrir þjálfun og endurtekningar til dæmis með sérstökum þjálfunartímum. Hreyfing er aukin sem hentar til dæmis drengjum mjög vel og ástríðutímar eru í lok dags þar sem nemendum gefst kostur á að velja viðfangsefni. Leitast er við að skapa hvetjandi umhverfi þar sem gróskuhugarfar er ríkjandi í öllu starfi og nemendur geta tendrað áhuga sinn og náð árangri með markvissri þjálfun. Byggt er á fremstu vísindum eins og taugavísindum, námi- og færniþróun og áhugahvatarþáttum. Miðað er að því að efla lestrarkennslu þannig að nemendur fái öflugan stuðning þegar í upphafi grunnskólagöngu og eigi auðveldara með að öðlast lestrarfærni. Í verkefninu er árangur mældur með þar til gerðum vörðum og mælitækjum. Við höfum þróað mælitækið LÆS sem metur hvort nemandi telst læs við lok 2. bekkjar. Útkoman var Eyjamönnum í hag en 83% barnanna töldust læs á meðan 52% barna frá öðrum stöðum á landinu töldust læs miðað við sama próf. 50% drengja og 55% stúlkna. Við höfum þróað vörður í stærðfræði og náttúrufræði fyrir 1. - 3ja bekk en það er gríðarlega mikilvægt að vita hvar börnin standa til að skipuleggja kennslu við hæfi. Mat er gert á hreyfifærni barnanna með þar til gerðu prófi. Fylgst er með líðan nemenda og hún mæld með einföldu matstæki. Við höfum verið í nánu samstarfi við bæjarbókasafnið en þar hafa bækur í þúsundatali verið merktar með ákveðnum litum eftir þyngd og innihaldi. Markmiðið er að bókasafnið vaxi með barninu og geti á hverjum tíma rétt hverjum einstaklingi bók og bækur sem henta nákvæmlega þessum einstaklingi á nákvæmlega þessum tíma. Fáum hjörtun til að slá í takt fyrir börnin Eflum leikskólana og vinnum þar mjög markvisst með málþroska/orðaforða, hreyfingu og félagsfærni. Fjölgum leikskólakennurum og vinnum að því öllum árum að íslenskan sé tungumálið. Tölum markvisst við börn, setjum orð á alla hluti og athafnir. Vinnum með orðaforða alla skólagönguna. Leggjum áherslu á að skólarnir eru jöfnunartæki með það i huga að börn þurfa mismikinn og fjölbreyttan stuðning til að ná árangri. Tökum mið af vísindum og notum árangursríkar kennsluaðferðir. Tryggjum góða grunnfærni í námi með markvissri þjálfun, stöðumati og eftirfylgni. Einföldum skipulag skóladagsins fyrstu þrjú árin, eflum hreyfingu og val og vinnum með ástríðu, hugarfar og líðan. Ráðum íslenska barnabókahöfunda til að skrifa lestrarbækur sem höfða bæði til ólíkrar færni og til ólíks áhugasviðs barna. Sköpum þá menningu með fræðslu að foreldrar/forráðamenn og kennarar lesi upphátt úr bók fyrir börnin. Það eflir orðaforðann, ýtir undir lesskilning, styrkir móðurmálið, skapar nánari tengsl og eykur vellíðan. Börnin upplifa nýjan reynsluheim gegnum sögur og ímyndunarafl þeirra eykst. Samveran veitir birtu og yl. Styrkjum skóla- og almenningsbókasöfnin og vinnum að því að þau verði eftirsóttur viðkomustaður fjölskyldna, undraveröld sem bætir og kætir. Flokkum bækur eftir erfiðleikastigi og innihaldi til að auðvelda valið. Gætum að íslenskunni. Eflum kennslu í skapandi skrifum. Eflum gott og uppbyggilegt foreldrasamstarf. Eflum lestrarkennslu og veitum börnum öflugan stuðning til að auðvelda þeim að ná góðri lestrarfærni. Kennum markvisst bókstafi og hljóð og svo tengingar tveggja hljóða og þriggja o.s.frv. Förum frá hinu einfalda til hins flókna. Ekki leggja niður bókstafa- og hljóðakennslu eftir 1. bekk, höldum áfram svo lengi sem þörf er á. Sérkennari/læsisfræðingur sinnir því mikilvæga hlutverki að fylgjast með stöðu allra nemenda í 1.-10.bekk í lestri. Hlusta, greina og býr til þjálfunaráætlun sé þess þörf. Eflum menntun kennaranema, færum þeim verkfæri í hendur til að takast á við ólíka stöðu nemenda þegar á gólfið er komið. Aðgengilegri tækifæri til starfsþróunar fyrir kennara um allt land. Útbúum einföld mælitæki fyrir kennara, kortleggjum stöðu hvers barns til að auðvelda skipulag kennslu þannig að hægt sé að mæta þörfum þeirra í námi. Aukum úrval námsefnis/þjálfunarefnis og höfum það stigskipt. Nemendur geta þá verið á ólíkum stigum í til dæmis stærðfræði í sama árgangi. Vöndum notkun snjalltækja í skólum og forðumst ofnotkun þeirra. Aldrei að bíða og sjá til, bregðumst við áskorunum strax. Ekki gera ekki neitt! Helga Sigrún Þórsdóttir, sérkennari, læsisfræðingur og kennsluráðgjafi á Skólaskrifstofu Vestmannaeyja.Svava Þ. Hjaltalín, sérkennari, læsisfræðingur á Akureyri og verkefnastjóri við Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Svava Þ. Hjaltalín PISA-könnun Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir nýjar niðurstöður úr alþjóðlega mælitækinu PISA. Þær kalla nú sem áður fyrr á aðgerðir í íslensku menntakerfi. Aðgerðir sem leiða til framfara og árangurs. Það verður að setja raunhæf markmið og það verða að vera til góð mælitæki sem sýna hvort þeim er náð. Það verður ekki ásættanlegt að pakka í vörn og dæma þá úr leik sem mæla fyrir breytingum. Það þarf að lyfta grettistaki í grunnmenntun þjóðarinnar, gera þann grunn traustan svo hægt verði að byggja ofan á hann með markvissum og árangursríkum hætti. Grunnskólinn er skylda og hann er jöfnunartæki og því er það gríðarlega mikilvægt að þaðan útskrifist allir nemendur beinir í baki og tilbúnir að takast á við framtíðina sem bíður þeirra og það nám sem þá langar til að stunda. Að geta ekki lesið sér til gagns eftir tíu ára skólagöngu er algjörlega óásættanlegt. Það þarf meira til en skólann, foreldrar og forráðamenn skipta svo ekki verður um villst gríðarlega miklu máli. Þátttaka þeirra í menntun barna sinna er lykill að farsælu gengi. Við getum ekki skrifað slakan árangur á að það skorti fjármagn, það þarf eitthvað annað og meira til. Við verðum að kalla fleiri að borðinu, taka mið af alþjóðlegum vísindum og vera óhrædd við að leita út fyrir landsteinana að ráðum. Frakkar hafa til dæmis fengið sinn fremsta sérfræðing á sviði heila, færni og náms, Stanislas Dehaene til að veita ráðgjöf í menntamálum. Við undirritaðar höfum verið svo lánsamar að taka þátt í rannsóknar- og þróunarverkefninu Kveikjum neistann sem Vestmannaeyingar fóstra svo vel. Við sjáum möguleika í að horfa til hugmyndafræði verkefnisins við skipulagningu aðgerða til að bregðast við niðurstöðum PISA. Í verkefninu eru áherslur á læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu, ástríðu og hugarfar nemenda. Verkefnið er leitt af okkar fremsta vísindamanni á sviði náms og færniþróunar Hermundi Sigmundssyni prófessor við Háskóla Íslands og NTNU í Þrándheimi. Verkefnið byggist á aðgerðum sem allar miða að því að bæta líðan og árangur nemenda. Skipulagi skóladagsins er breytt og meiri tími gefinn fyrir þjálfun og endurtekningar til dæmis með sérstökum þjálfunartímum. Hreyfing er aukin sem hentar til dæmis drengjum mjög vel og ástríðutímar eru í lok dags þar sem nemendum gefst kostur á að velja viðfangsefni. Leitast er við að skapa hvetjandi umhverfi þar sem gróskuhugarfar er ríkjandi í öllu starfi og nemendur geta tendrað áhuga sinn og náð árangri með markvissri þjálfun. Byggt er á fremstu vísindum eins og taugavísindum, námi- og færniþróun og áhugahvatarþáttum. Miðað er að því að efla lestrarkennslu þannig að nemendur fái öflugan stuðning þegar í upphafi grunnskólagöngu og eigi auðveldara með að öðlast lestrarfærni. Í verkefninu er árangur mældur með þar til gerðum vörðum og mælitækjum. Við höfum þróað mælitækið LÆS sem metur hvort nemandi telst læs við lok 2. bekkjar. Útkoman var Eyjamönnum í hag en 83% barnanna töldust læs á meðan 52% barna frá öðrum stöðum á landinu töldust læs miðað við sama próf. 50% drengja og 55% stúlkna. Við höfum þróað vörður í stærðfræði og náttúrufræði fyrir 1. - 3ja bekk en það er gríðarlega mikilvægt að vita hvar börnin standa til að skipuleggja kennslu við hæfi. Mat er gert á hreyfifærni barnanna með þar til gerðu prófi. Fylgst er með líðan nemenda og hún mæld með einföldu matstæki. Við höfum verið í nánu samstarfi við bæjarbókasafnið en þar hafa bækur í þúsundatali verið merktar með ákveðnum litum eftir þyngd og innihaldi. Markmiðið er að bókasafnið vaxi með barninu og geti á hverjum tíma rétt hverjum einstaklingi bók og bækur sem henta nákvæmlega þessum einstaklingi á nákvæmlega þessum tíma. Fáum hjörtun til að slá í takt fyrir börnin Eflum leikskólana og vinnum þar mjög markvisst með málþroska/orðaforða, hreyfingu og félagsfærni. Fjölgum leikskólakennurum og vinnum að því öllum árum að íslenskan sé tungumálið. Tölum markvisst við börn, setjum orð á alla hluti og athafnir. Vinnum með orðaforða alla skólagönguna. Leggjum áherslu á að skólarnir eru jöfnunartæki með það i huga að börn þurfa mismikinn og fjölbreyttan stuðning til að ná árangri. Tökum mið af vísindum og notum árangursríkar kennsluaðferðir. Tryggjum góða grunnfærni í námi með markvissri þjálfun, stöðumati og eftirfylgni. Einföldum skipulag skóladagsins fyrstu þrjú árin, eflum hreyfingu og val og vinnum með ástríðu, hugarfar og líðan. Ráðum íslenska barnabókahöfunda til að skrifa lestrarbækur sem höfða bæði til ólíkrar færni og til ólíks áhugasviðs barna. Sköpum þá menningu með fræðslu að foreldrar/forráðamenn og kennarar lesi upphátt úr bók fyrir börnin. Það eflir orðaforðann, ýtir undir lesskilning, styrkir móðurmálið, skapar nánari tengsl og eykur vellíðan. Börnin upplifa nýjan reynsluheim gegnum sögur og ímyndunarafl þeirra eykst. Samveran veitir birtu og yl. Styrkjum skóla- og almenningsbókasöfnin og vinnum að því að þau verði eftirsóttur viðkomustaður fjölskyldna, undraveröld sem bætir og kætir. Flokkum bækur eftir erfiðleikastigi og innihaldi til að auðvelda valið. Gætum að íslenskunni. Eflum kennslu í skapandi skrifum. Eflum gott og uppbyggilegt foreldrasamstarf. Eflum lestrarkennslu og veitum börnum öflugan stuðning til að auðvelda þeim að ná góðri lestrarfærni. Kennum markvisst bókstafi og hljóð og svo tengingar tveggja hljóða og þriggja o.s.frv. Förum frá hinu einfalda til hins flókna. Ekki leggja niður bókstafa- og hljóðakennslu eftir 1. bekk, höldum áfram svo lengi sem þörf er á. Sérkennari/læsisfræðingur sinnir því mikilvæga hlutverki að fylgjast með stöðu allra nemenda í 1.-10.bekk í lestri. Hlusta, greina og býr til þjálfunaráætlun sé þess þörf. Eflum menntun kennaranema, færum þeim verkfæri í hendur til að takast á við ólíka stöðu nemenda þegar á gólfið er komið. Aðgengilegri tækifæri til starfsþróunar fyrir kennara um allt land. Útbúum einföld mælitæki fyrir kennara, kortleggjum stöðu hvers barns til að auðvelda skipulag kennslu þannig að hægt sé að mæta þörfum þeirra í námi. Aukum úrval námsefnis/þjálfunarefnis og höfum það stigskipt. Nemendur geta þá verið á ólíkum stigum í til dæmis stærðfræði í sama árgangi. Vöndum notkun snjalltækja í skólum og forðumst ofnotkun þeirra. Aldrei að bíða og sjá til, bregðumst við áskorunum strax. Ekki gera ekki neitt! Helga Sigrún Þórsdóttir, sérkennari, læsisfræðingur og kennsluráðgjafi á Skólaskrifstofu Vestmannaeyja.Svava Þ. Hjaltalín, sérkennari, læsisfræðingur á Akureyri og verkefnastjóri við Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar við HÍ.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun