„Mín ábyrgð er talsverð“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. desember 2023 23:00 Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. Vísir/Arnar Meiriháttar athugasemdir eru gerðar við íslenskt fullnustukerfi í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Staða húsnæðismála á Litla-Hrauni sé grafalvarleg og ógni heilsu starfsfólks og fanga. Brýnt sé að ráðast í viðhald á meðan framkvæmdir við nýtt fangelsi standi yfir. Fangelsismálastjóri segist lítið geta gert meðan fjármagn skortir. Í skýrslunni kemur fram að töluvert sé einnig um að dómar fyrnist, meðal annars vegna plássleysis, eða alls 275 dómar á tíu ára tímabili. Þá þurfi að bæta heilbrigðisþjónustu við fanga, menntun þeirra og önnur úrræði til að fækka endurkomu. Þá kemur fram í skýrslunni að fangelsismálastofnun standi frammi fyrir miklum áskorunum í mannauðsmálum. Starfsánægjukannanir bendi til lélegrar vinnustaðamenningar og menntun starfsmanna sé brotakennd. Fullnustukerfið sé hvorki rekið með þeirri skilvirkni né árangri sem lög geri ráð fyrir. Sjá einnig: Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Páll Winkel fangelsismálastjóri ræddi stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segist ánægður með skýrsluna. „Þarna er óháður sérfræðingahópur búinn að komast að þeirri niðurstöðu hvað þarf að gera í fangelsiskerfinu. Greina hverjir bera ábyrgð á því og hvers vegna þurfi að gera það.“ Í skýrslunni kemur fram að búið sé að skera niður í fangelsismálum í 21 ár. Á sama tíma hafi refsingar þyngst um 75 prósent og skipulögð glæpastarfsemi hafi aukist með tilurð margra nýrra glæpahópa og áskorana. „Og það blasir við á þessum tímapunkti að það verður að bregðast við,“ sagði Páll. Hver er þín ábyrgð? „Mín ábyrgð er talsverð, bara eins og allra annarra. En það blasir hins vegar alveg við að við höfum ekki haft rétt fjármagn til þess að keyra þetta kerfi af fullum afköstum.“ Páll segir Fangelsismálastofnun heldur ekki getað gert það sem hún vilji fyrir starfsfólk hennar. Ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. „Dómsmálaráðherra er búinn að mæla fyrir ansi miklum breytingum sem eru fram undan en fram til þess tíma verður þetta býsna snúið. Og Litla-Hraun er, eins og hefur komið fram, í mjög slæmu ástandi,“ sagði Páll. Er þetta áfellisdómur yfir þinni stofnun? „Nei, ég myndi segja að þetta væru mjög skýr tilmæli frá eftirlitsaðila til stjórnvalda í heild sinni á Íslandi. Að taka til hendinni, gera fangelsiskerfinu kleift að keyra kerfið á fullum afköstum, alltaf. Leyfa okkur að sinna framþróun í kerfinu og sinna starfsfólki og föngum. Því að mitt starfsfólk er alveg búið að fá nóg fyrir löngu síðan.“ Páll segist lítið geta gert í stöðunni núna. „Við þurfum fjármagn til þess að keyra þetta á hundrað prósent afköstum núna. En það verður að gera heildarstefnumótun í þessum málaflokki sem fangelsismálastofnun gerir ekki ein, ekki dómsmálaráðuneytið heldur.“ Það sé verkefni heilbrigðis-, félagsmála-, menntamála- og fjármálaráðuneytisins að auki. Allir þeir aðilar þurfi að koma saman og klára það verkefni sem nú standi frammi fyrir þeim. Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Í skýrslunni kemur fram að töluvert sé einnig um að dómar fyrnist, meðal annars vegna plássleysis, eða alls 275 dómar á tíu ára tímabili. Þá þurfi að bæta heilbrigðisþjónustu við fanga, menntun þeirra og önnur úrræði til að fækka endurkomu. Þá kemur fram í skýrslunni að fangelsismálastofnun standi frammi fyrir miklum áskorunum í mannauðsmálum. Starfsánægjukannanir bendi til lélegrar vinnustaðamenningar og menntun starfsmanna sé brotakennd. Fullnustukerfið sé hvorki rekið með þeirri skilvirkni né árangri sem lög geri ráð fyrir. Sjá einnig: Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Páll Winkel fangelsismálastjóri ræddi stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segist ánægður með skýrsluna. „Þarna er óháður sérfræðingahópur búinn að komast að þeirri niðurstöðu hvað þarf að gera í fangelsiskerfinu. Greina hverjir bera ábyrgð á því og hvers vegna þurfi að gera það.“ Í skýrslunni kemur fram að búið sé að skera niður í fangelsismálum í 21 ár. Á sama tíma hafi refsingar þyngst um 75 prósent og skipulögð glæpastarfsemi hafi aukist með tilurð margra nýrra glæpahópa og áskorana. „Og það blasir við á þessum tímapunkti að það verður að bregðast við,“ sagði Páll. Hver er þín ábyrgð? „Mín ábyrgð er talsverð, bara eins og allra annarra. En það blasir hins vegar alveg við að við höfum ekki haft rétt fjármagn til þess að keyra þetta kerfi af fullum afköstum.“ Páll segir Fangelsismálastofnun heldur ekki getað gert það sem hún vilji fyrir starfsfólk hennar. Ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. „Dómsmálaráðherra er búinn að mæla fyrir ansi miklum breytingum sem eru fram undan en fram til þess tíma verður þetta býsna snúið. Og Litla-Hraun er, eins og hefur komið fram, í mjög slæmu ástandi,“ sagði Páll. Er þetta áfellisdómur yfir þinni stofnun? „Nei, ég myndi segja að þetta væru mjög skýr tilmæli frá eftirlitsaðila til stjórnvalda í heild sinni á Íslandi. Að taka til hendinni, gera fangelsiskerfinu kleift að keyra kerfið á fullum afköstum, alltaf. Leyfa okkur að sinna framþróun í kerfinu og sinna starfsfólki og föngum. Því að mitt starfsfólk er alveg búið að fá nóg fyrir löngu síðan.“ Páll segist lítið geta gert í stöðunni núna. „Við þurfum fjármagn til þess að keyra þetta á hundrað prósent afköstum núna. En það verður að gera heildarstefnumótun í þessum málaflokki sem fangelsismálastofnun gerir ekki ein, ekki dómsmálaráðuneytið heldur.“ Það sé verkefni heilbrigðis-, félagsmála-, menntamála- og fjármálaráðuneytisins að auki. Allir þeir aðilar þurfi að koma saman og klára það verkefni sem nú standi frammi fyrir þeim.
Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira