Ferðaþjónustan vill „hóflegan vöxt“ þrátt fyrir metnaðarfull vaxtarplön Icelandair
![Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að líklegt sé að áætlanir Icelandair gangi út á að auka við tengiflug yfir Atlantshafið. Hún bendir á að Íslendingar njóti góðs af slíku leiðarkerfi því það leiði til mun fleiri áfangastaða frá Íslandi. Viðskiptalíkan Play sé byggt upp með sama hætti.](https://www.visir.is/i/DD681D24F959B314B83699CE54B9E6CF674FA234D0B36BF152A382D710FC10D1_713x0.jpg)
Ferðaþjónusta hérlendis vill hóflegan vöxt eins og tíðkast hefur alþjóðlega, þar sem hann hefur verið á bilinu tvo til þrjú prósent á ári, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, aðspurður um hvort horft sé til þess ferðamönnum muni fjölga hratt hérlendis gangi hressileg stækkunaráform flugfélagsins Icelandair eftir.