Þurfti að læra að synda í djúpu lauginni eftir að allir miðjumennirnir meiddust Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2023 10:00 Andri Már Rúnarsson kom til Leipzig frá Haukum í sumar. Hér lætur hann skot ríða af í þriðja leik Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. vísir/hulda margrét Allt í einu var handboltamaðurinn Andri Már Rúnarsson kominn í risastórt hlutverk hjá Leipzig og þurfti að aðlagast því. Hann gerði það vel því hann fékk nýjan samning hjá þýska félaginu, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann kom til þess. Í síðustu viku skrifaði Andri undir nýjan samning við Leipzig til 2026, þrátt fyrir að hafa komið til félagsins frá Haukum í sumar. Hann hélt upp á framlengingu samningsins með því að skora fimm mörk í sigri Leipzig á Erlangen í fyrradag, 20-19. „Eftir að allir miðjumennirnir sem voru á undan mér meiddust hefur maður þurft að spila mikið. Framkvæmdastjórinn kom svo til mín og sagðist vilja framlengja við mig og taka næstu skref saman,“ sagði Andri í samtali við Vísi í gær. Aðalleikstjórnandi Leipzig, þýski landsliðsmaðurinn Luca Witzke, heltist úr lestinni fyrir nokkrum vikum. Annar leikstjórnandi, Simon Ernst, datt einnig út og þá var ekkert annað í boði fyrir Andra en að taka við keflinu. Fólkið í kring ánægt „Maður hefur spilað á fullu og reynt að nýta það eins vel og maður getur,“ sagði Andri sem er nokkuð ánægður hvernig honum hefur tekist til í stærra hlutverki. „Þetta hefur bara verið fínt. Manni finnst maður alltaf geta gert betur. En fólkið í kring segir að þetta líti vel út og maður sé að bæta sig með hverjum leiknum. Við erum líka að ná stig þannig við erum að gera eitthvað rétt.“ Hjá Leipzig spilar Andri undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtrygssonar.getty/Jan Woitas Andri hefur skorað 23 mörk í fimmtán leikjum með Leipzig á tímabilinu, þar af þrettán í síðustu fjórum leikjum. Hann hefur einnig gefið sautján stoðsendingar. „Maður reiknaði ekki alveg með að byrja hvern einasta leik en sú staða kom upp. Það er aldrei gaman þegar menn meiðast en maður varð þá bara að nýta tækifærið og sýna sig og sanna,“ sagði Andri sem segir engan hægðarleik að spila í þýsku úrvalsdeildinni. „Þetta eru bestu handboltamenn í heimi og maður þarf að hugsa mjög mikið út í smáatriðin til að spila vel. Maður horfir mikið á myndbönd og allt þetta. Svo styrkurinn og líkamleg geta í deildinni mjög mikil. Allir leikmennirnir eru miklu sterkari og fljótari. Maður þarf bara að vera duglegur að æfa og koma sér á þetta stig,“ sagði Andri. Staðan góð Leipzig er í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir góð úrslit að undanförnu. Eftir stórt tap fyrir Flensburg 11. október hefur Leipzig fengið tíu stig í síðustu sjö leikjum. „Þetta lítur vel út. Við erum með fimmtán stig og eigum fimm leiki framundan í desember. Markmiðið er að vinna hvern einasta leik og þá getum við haldið okkur þarna uppi. Þetta er klárlega staður sem við viljum vera á,“ sagði Andri. Auk Hauka lék Andri með Stjörnunni og Fram hér á landi.vísir/hulda margrét Hann lék stórvel með U-21 árs landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM í sumar. Og Andri er einn þeirra 35 sem koma til greina í hóp A-landsliðsins sem fer á EM í næsta mánuði. Í hörkusamkeppni „Ég ætla bara að einbeita mér að spila vel með félagsliðinu en auðvitað dreymir manni um að fara á stórmót með A-landsliðinu. Það er hörkusamkeppni í þessu liði og maður verður bara að spila vel og sjá hvað gerist,“ sagði Andri sem vonast til að vera búinn að leggja eitthvað inn í landsliðsbankann með góðri frammistöðu að undanförnu. „Það er bara þjálfaranna að meta en ég geri mitt besta til að sýna mig og sanna,“ sagði Andri að endingu. Þýski handboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Í síðustu viku skrifaði Andri undir nýjan samning við Leipzig til 2026, þrátt fyrir að hafa komið til félagsins frá Haukum í sumar. Hann hélt upp á framlengingu samningsins með því að skora fimm mörk í sigri Leipzig á Erlangen í fyrradag, 20-19. „Eftir að allir miðjumennirnir sem voru á undan mér meiddust hefur maður þurft að spila mikið. Framkvæmdastjórinn kom svo til mín og sagðist vilja framlengja við mig og taka næstu skref saman,“ sagði Andri í samtali við Vísi í gær. Aðalleikstjórnandi Leipzig, þýski landsliðsmaðurinn Luca Witzke, heltist úr lestinni fyrir nokkrum vikum. Annar leikstjórnandi, Simon Ernst, datt einnig út og þá var ekkert annað í boði fyrir Andra en að taka við keflinu. Fólkið í kring ánægt „Maður hefur spilað á fullu og reynt að nýta það eins vel og maður getur,“ sagði Andri sem er nokkuð ánægður hvernig honum hefur tekist til í stærra hlutverki. „Þetta hefur bara verið fínt. Manni finnst maður alltaf geta gert betur. En fólkið í kring segir að þetta líti vel út og maður sé að bæta sig með hverjum leiknum. Við erum líka að ná stig þannig við erum að gera eitthvað rétt.“ Hjá Leipzig spilar Andri undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtrygssonar.getty/Jan Woitas Andri hefur skorað 23 mörk í fimmtán leikjum með Leipzig á tímabilinu, þar af þrettán í síðustu fjórum leikjum. Hann hefur einnig gefið sautján stoðsendingar. „Maður reiknaði ekki alveg með að byrja hvern einasta leik en sú staða kom upp. Það er aldrei gaman þegar menn meiðast en maður varð þá bara að nýta tækifærið og sýna sig og sanna,“ sagði Andri sem segir engan hægðarleik að spila í þýsku úrvalsdeildinni. „Þetta eru bestu handboltamenn í heimi og maður þarf að hugsa mjög mikið út í smáatriðin til að spila vel. Maður horfir mikið á myndbönd og allt þetta. Svo styrkurinn og líkamleg geta í deildinni mjög mikil. Allir leikmennirnir eru miklu sterkari og fljótari. Maður þarf bara að vera duglegur að æfa og koma sér á þetta stig,“ sagði Andri. Staðan góð Leipzig er í 7. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir góð úrslit að undanförnu. Eftir stórt tap fyrir Flensburg 11. október hefur Leipzig fengið tíu stig í síðustu sjö leikjum. „Þetta lítur vel út. Við erum með fimmtán stig og eigum fimm leiki framundan í desember. Markmiðið er að vinna hvern einasta leik og þá getum við haldið okkur þarna uppi. Þetta er klárlega staður sem við viljum vera á,“ sagði Andri. Auk Hauka lék Andri með Stjörnunni og Fram hér á landi.vísir/hulda margrét Hann lék stórvel með U-21 árs landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM í sumar. Og Andri er einn þeirra 35 sem koma til greina í hóp A-landsliðsins sem fer á EM í næsta mánuði. Í hörkusamkeppni „Ég ætla bara að einbeita mér að spila vel með félagsliðinu en auðvitað dreymir manni um að fara á stórmót með A-landsliðinu. Það er hörkusamkeppni í þessu liði og maður verður bara að spila vel og sjá hvað gerist,“ sagði Andri sem vonast til að vera búinn að leggja eitthvað inn í landsliðsbankann með góðri frammistöðu að undanförnu. „Það er bara þjálfaranna að meta en ég geri mitt besta til að sýna mig og sanna,“ sagði Andri að endingu.
Þýski handboltinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira