Stingur í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2023 11:09 Guðný Camilla segir að Ikea hafi strax brugðist við vegna málsins. Vísir Starfsfólk Ikea á Íslandi er miður sín vegna máls fjögurra ára gamallar stúlku sem fannst nakin og grátandi inni á klósetti í Småland, leiksvæði í versluninni á laugardag. Verslunarstjóri segir að farið verði yfir verklag. „Okkur finnst þetta ofboðslega leiðinlegt og við viljum ekki að svona geti gerst. Þetta gerðist hins vegar og þá gerum við allt sem við getum til að tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, verslunarstjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Enginn vissi af stúlkunni inni á baði Sigurlaug Alexandra Þórsdóttir, móðir stúlkunnar greindi fyrst frá málinu á Facebook hópnum Mæðratips um helgina. Ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún hafi skilið dóttur sína eftir á leiksvæðinu í klukkutíma. Þegar hún ætlaði svo að ná í hana fannst hún hvergi. Eftir stutta leit tjáði starfsmaður henni að dóttir hennar væri inni á baðherbergi. Þar kom Sigurlaug að henni hágrátandi þar sem hún var búin að klæða sig úr fötunum eftir að hafa pissað á sig. Sigurlaug segir að sér hafi verið afar brugðið, ljóst hafi verið að dóttir hennar hafi verið þarna inni í töluverðan tíma, hún hafi verið útgrátin. Starfsfólkið hafi sagt sér að þau hafi ekki vitað af barninu inni á klósetti. Einungis tveir starfsmenn voru að vinna þegar atvikið átti sér stað. Sextán börn voru á leiksvæðinu og var annar starfsmannanna í afgreiðslu en ekki að sinna börnunum, samkvæmt Sigurlaugu. Hún hefur áhyggjur af því að verði ekkert að gert geti orðið slys á svæðinu. Átta börn á starfsmann Guðný segir að starfsfólk Ikea hafi eytt morgninum í að fara yfir starfsferla í Smålandi. Þeirri vinnu verði haldið áfram. Eitt sem verður endurskoðað er fjöldi barna á hvern starfsmann. „Það eru átta börn á hvern starfsmann, sem er í samræmi við reglugerð um leikskóla. Það eru núverandi viðmið en við bara skoðum hvort við þurfum þá að lækka þá tölu,“ segir Guðný. Hún segir að stundum séu þrír starfsmenn á svæðinu. Þá sé tekið á móti 24 börnum. „En við förum aldrei hærra en það, til að skapa börnunum öruggt og skemmtilegt umhverfi. Okkur finnst börn ofboðslega mikilvæg og það stingur sérstaklega í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel.“ IKEA Börn og uppeldi Garðabær Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Okkur finnst þetta ofboðslega leiðinlegt og við viljum ekki að svona geti gerst. Þetta gerðist hins vegar og þá gerum við allt sem við getum til að tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, verslunarstjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Enginn vissi af stúlkunni inni á baði Sigurlaug Alexandra Þórsdóttir, móðir stúlkunnar greindi fyrst frá málinu á Facebook hópnum Mæðratips um helgina. Ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún hafi skilið dóttur sína eftir á leiksvæðinu í klukkutíma. Þegar hún ætlaði svo að ná í hana fannst hún hvergi. Eftir stutta leit tjáði starfsmaður henni að dóttir hennar væri inni á baðherbergi. Þar kom Sigurlaug að henni hágrátandi þar sem hún var búin að klæða sig úr fötunum eftir að hafa pissað á sig. Sigurlaug segir að sér hafi verið afar brugðið, ljóst hafi verið að dóttir hennar hafi verið þarna inni í töluverðan tíma, hún hafi verið útgrátin. Starfsfólkið hafi sagt sér að þau hafi ekki vitað af barninu inni á klósetti. Einungis tveir starfsmenn voru að vinna þegar atvikið átti sér stað. Sextán börn voru á leiksvæðinu og var annar starfsmannanna í afgreiðslu en ekki að sinna börnunum, samkvæmt Sigurlaugu. Hún hefur áhyggjur af því að verði ekkert að gert geti orðið slys á svæðinu. Átta börn á starfsmann Guðný segir að starfsfólk Ikea hafi eytt morgninum í að fara yfir starfsferla í Smålandi. Þeirri vinnu verði haldið áfram. Eitt sem verður endurskoðað er fjöldi barna á hvern starfsmann. „Það eru átta börn á hvern starfsmann, sem er í samræmi við reglugerð um leikskóla. Það eru núverandi viðmið en við bara skoðum hvort við þurfum þá að lækka þá tölu,“ segir Guðný. Hún segir að stundum séu þrír starfsmenn á svæðinu. Þá sé tekið á móti 24 börnum. „En við förum aldrei hærra en það, til að skapa börnunum öruggt og skemmtilegt umhverfi. Okkur finnst börn ofboðslega mikilvæg og það stingur sérstaklega í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel.“
IKEA Börn og uppeldi Garðabær Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira