Stingur í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2023 11:09 Guðný Camilla segir að Ikea hafi strax brugðist við vegna málsins. Vísir Starfsfólk Ikea á Íslandi er miður sín vegna máls fjögurra ára gamallar stúlku sem fannst nakin og grátandi inni á klósetti í Småland, leiksvæði í versluninni á laugardag. Verslunarstjóri segir að farið verði yfir verklag. „Okkur finnst þetta ofboðslega leiðinlegt og við viljum ekki að svona geti gerst. Þetta gerðist hins vegar og þá gerum við allt sem við getum til að tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, verslunarstjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Enginn vissi af stúlkunni inni á baði Sigurlaug Alexandra Þórsdóttir, móðir stúlkunnar greindi fyrst frá málinu á Facebook hópnum Mæðratips um helgina. Ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún hafi skilið dóttur sína eftir á leiksvæðinu í klukkutíma. Þegar hún ætlaði svo að ná í hana fannst hún hvergi. Eftir stutta leit tjáði starfsmaður henni að dóttir hennar væri inni á baðherbergi. Þar kom Sigurlaug að henni hágrátandi þar sem hún var búin að klæða sig úr fötunum eftir að hafa pissað á sig. Sigurlaug segir að sér hafi verið afar brugðið, ljóst hafi verið að dóttir hennar hafi verið þarna inni í töluverðan tíma, hún hafi verið útgrátin. Starfsfólkið hafi sagt sér að þau hafi ekki vitað af barninu inni á klósetti. Einungis tveir starfsmenn voru að vinna þegar atvikið átti sér stað. Sextán börn voru á leiksvæðinu og var annar starfsmannanna í afgreiðslu en ekki að sinna börnunum, samkvæmt Sigurlaugu. Hún hefur áhyggjur af því að verði ekkert að gert geti orðið slys á svæðinu. Átta börn á starfsmann Guðný segir að starfsfólk Ikea hafi eytt morgninum í að fara yfir starfsferla í Smålandi. Þeirri vinnu verði haldið áfram. Eitt sem verður endurskoðað er fjöldi barna á hvern starfsmann. „Það eru átta börn á hvern starfsmann, sem er í samræmi við reglugerð um leikskóla. Það eru núverandi viðmið en við bara skoðum hvort við þurfum þá að lækka þá tölu,“ segir Guðný. Hún segir að stundum séu þrír starfsmenn á svæðinu. Þá sé tekið á móti 24 börnum. „En við förum aldrei hærra en það, til að skapa börnunum öruggt og skemmtilegt umhverfi. Okkur finnst börn ofboðslega mikilvæg og það stingur sérstaklega í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel.“ IKEA Börn og uppeldi Garðabær Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
„Okkur finnst þetta ofboðslega leiðinlegt og við viljum ekki að svona geti gerst. Þetta gerðist hins vegar og þá gerum við allt sem við getum til að tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ segir Guðný Camilla Aradóttir, verslunarstjóri Ikea á Íslandi í samtali við Vísi. Enginn vissi af stúlkunni inni á baði Sigurlaug Alexandra Þórsdóttir, móðir stúlkunnar greindi fyrst frá málinu á Facebook hópnum Mæðratips um helgina. Ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún hafi skilið dóttur sína eftir á leiksvæðinu í klukkutíma. Þegar hún ætlaði svo að ná í hana fannst hún hvergi. Eftir stutta leit tjáði starfsmaður henni að dóttir hennar væri inni á baðherbergi. Þar kom Sigurlaug að henni hágrátandi þar sem hún var búin að klæða sig úr fötunum eftir að hafa pissað á sig. Sigurlaug segir að sér hafi verið afar brugðið, ljóst hafi verið að dóttir hennar hafi verið þarna inni í töluverðan tíma, hún hafi verið útgrátin. Starfsfólkið hafi sagt sér að þau hafi ekki vitað af barninu inni á klósetti. Einungis tveir starfsmenn voru að vinna þegar atvikið átti sér stað. Sextán börn voru á leiksvæðinu og var annar starfsmannanna í afgreiðslu en ekki að sinna börnunum, samkvæmt Sigurlaugu. Hún hefur áhyggjur af því að verði ekkert að gert geti orðið slys á svæðinu. Átta börn á starfsmann Guðný segir að starfsfólk Ikea hafi eytt morgninum í að fara yfir starfsferla í Smålandi. Þeirri vinnu verði haldið áfram. Eitt sem verður endurskoðað er fjöldi barna á hvern starfsmann. „Það eru átta börn á hvern starfsmann, sem er í samræmi við reglugerð um leikskóla. Það eru núverandi viðmið en við bara skoðum hvort við þurfum þá að lækka þá tölu,“ segir Guðný. Hún segir að stundum séu þrír starfsmenn á svæðinu. Þá sé tekið á móti 24 börnum. „En við förum aldrei hærra en það, til að skapa börnunum öruggt og skemmtilegt umhverfi. Okkur finnst börn ofboðslega mikilvæg og það stingur sérstaklega í hjartað að heyra að barni hafi ekki liðið vel.“
IKEA Börn og uppeldi Garðabær Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira