Þrír stafir gætu komið Haaland í vandræði hjá aganefndinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 10:01 Erling Haaland missti sig alveg við Simon Hooper dómara enda búinn að spila liðsfélaga sinn í gegn á úrslitastundu þegar dómarinn stoppaði leikinn. Getty/James Gill Erling Haaland gjörsamlega trompaðist í blálok leiks Manchester City og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær eftir að dómarinn leyfði ekki hagnað sem hefði væntanlega fært City sigurmarkið í leiknum. Haaland missti sig við dómarann og fékk að launum gult spjald fyrir þau mótmæli. City náði ekki að skora sigurmarkið og varð að sætta sig við 3-3 jafntefli. Erling Haaland faces an FA charge after blasting referee Simon Hooper following Manchester City's six goal thriller with Tottenham at the Etihad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 4, 2023 Dejan Kulusevski hafði jafnað metin fyrir Tottenham á 90. mínútu en á fimmtu mínútu í uppbótartíma þá stoppaði Simon Hooper leikinn þegar Jack Grealish var sloppinn í gegn eftir sendingu frá Haaland. Það var vissulega brotið á Haaland en dómarinn rændi hann augljósum hagnaði því norski framherjinn hafði þá sent boltann inn fyrir vörnina á Grealish. Það skrýtna við þetta allt saman er að það var eins og Hooper hafi gefið merki um hagnað en flautaði svo í flautuna. Flestir eru á því að þarna hafi dómarinn gert stór mistök og rænt City marki. Haaland var hins vegar ekki runninn reiðin eftir leikinn því hann fór inn á samfélagsmiðla og setti inn færslu. Það stóð reyndar ekki mikið í færslunni en þessir þrír stafir hans gætu möguleika komið Norðmanninum í vandræði hjá aganefnd ensku deildarinnar. Wtf https://t.co/E7GKDiTZAf— Erling Haaland (@ErlingHaaland) December 3, 2023 Hann skrifaði WTF og deildi myndbandi af atvikinu en WTF stendur auðvitað fyrir „What the fuck“ eða „Hvað í andskotanum“. Þessir þrír stafir gætu verið nóg til að Haaland verði dæmdur fyrir brot á reglu E3.1 sem snýr af því hvað menn segja í viðtölum eða setja inn á samfélagsmiðla. Haaland er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán mörk en hann náði ekki að skora í þessu 3-3 jafntefli í gær. Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Haaland missti sig við dómarann og fékk að launum gult spjald fyrir þau mótmæli. City náði ekki að skora sigurmarkið og varð að sætta sig við 3-3 jafntefli. Erling Haaland faces an FA charge after blasting referee Simon Hooper following Manchester City's six goal thriller with Tottenham at the Etihad.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 4, 2023 Dejan Kulusevski hafði jafnað metin fyrir Tottenham á 90. mínútu en á fimmtu mínútu í uppbótartíma þá stoppaði Simon Hooper leikinn þegar Jack Grealish var sloppinn í gegn eftir sendingu frá Haaland. Það var vissulega brotið á Haaland en dómarinn rændi hann augljósum hagnaði því norski framherjinn hafði þá sent boltann inn fyrir vörnina á Grealish. Það skrýtna við þetta allt saman er að það var eins og Hooper hafi gefið merki um hagnað en flautaði svo í flautuna. Flestir eru á því að þarna hafi dómarinn gert stór mistök og rænt City marki. Haaland var hins vegar ekki runninn reiðin eftir leikinn því hann fór inn á samfélagsmiðla og setti inn færslu. Það stóð reyndar ekki mikið í færslunni en þessir þrír stafir hans gætu möguleika komið Norðmanninum í vandræði hjá aganefnd ensku deildarinnar. Wtf https://t.co/E7GKDiTZAf— Erling Haaland (@ErlingHaaland) December 3, 2023 Hann skrifaði WTF og deildi myndbandi af atvikinu en WTF stendur auðvitað fyrir „What the fuck“ eða „Hvað í andskotanum“. Þessir þrír stafir gætu verið nóg til að Haaland verði dæmdur fyrir brot á reglu E3.1 sem snýr af því hvað menn segja í viðtölum eða setja inn á samfélagsmiðla. Haaland er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán mörk en hann náði ekki að skora í þessu 3-3 jafntefli í gær.
Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti