„Losna aldrei við hann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. desember 2023 09:01 Lilja ásamt föður sínum og aðstoðarþjálfara landsliðsins, Ágústi Jóhannssyni. Mynd/Úr einkasafni Lilja Ágústsdóttir er yngsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins á HM í handbolta. Hún nýtur sín vel og býr að góðum stuðningi í teymi íslenska liðsins. „Mér líður bara vel með þetta, þó þetta hafi verið erfitt og við að spila gegn rosalega góðu liði. Mér fannst við gera vel í seinni hálfleik og ég er ágætlega sátt með okkur.“ segir Lilja um það að fá að mæta Ólympíumeisturum Frakka í fyrradag. Liðið sé afar sterkt. „Þetta er allt annað lið en lið sem við höfum verið að spila á móti. Mun hraðari og sterkari, fljótari á fótunum og mjög sterkt lið.“ Klippa: Ekki beint pabbi á svona stórmótum Með stjörnurnar í augunum Það sé þá ákveðin upplifun að deila hóteli með Frökkum en á hóteli íslenska liðsins gista hin þrjú liðin í riðlinum einnig; Frakkland, Slóvenía og Angóla. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið á ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt,“ segir Lilja. Það hafi verið frábært að fá að máta sig við heimsklassa leikmenn Frakka í fyrradag. „Þetta var ótrúlega gaman, þó þetta hafi verið erfiður leikur. Það að fá að spila á móti þeim er ógeðslega gott og gaman að sjá hvernig maður stendur sig á móti þessum stóru liðum.“ „Það var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn og maður fékk alveg gæsahúð eftir leik. Þetta var rosalegt,“ segir Lilja. Ekki beint pabbi á svona mótum Aðstoðarþjálfari íslenska liðsins er Ágúst Þór Jóhannsson, faðir Lilju. Hann þjálfar hana einnig hjá Val heima á Íslandi. Losnar hún aldrei við hann? „Nei, ég losna aldrei við hann. En mér finnst það bara fínt. Það er gott að hafa pabba á bekknum. Hann er kannski ekki beint pabbi minn á svona mótum en mér finnst mjög fínt að hafa hann,“ Lilja ásamt foreldrum sínum, Ágústi og Sigríði.Mynd/Úr einkasafni „Hann er bara þjálfari en er alltaf til í að hjálpa manni og kemur með góða punkta og svona,“ segir Lilja. Í dag er úrslitaleikur við Angóla um það hvort liðanna kemst í milliriðil. Lilju líst vel á verkefnið. „Mér líst bara vel á þetta. Við spiluðum á móti þeim á Posten Cup og fórum þar illa með færin. Mér finnst við eiga mjög mikinn séns á móti þeim og held við getum alveg unnið þær,“ segir Lilja. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
„Mér líður bara vel með þetta, þó þetta hafi verið erfitt og við að spila gegn rosalega góðu liði. Mér fannst við gera vel í seinni hálfleik og ég er ágætlega sátt með okkur.“ segir Lilja um það að fá að mæta Ólympíumeisturum Frakka í fyrradag. Liðið sé afar sterkt. „Þetta er allt annað lið en lið sem við höfum verið að spila á móti. Mun hraðari og sterkari, fljótari á fótunum og mjög sterkt lið.“ Klippa: Ekki beint pabbi á svona stórmótum Með stjörnurnar í augunum Það sé þá ákveðin upplifun að deila hóteli með Frökkum en á hóteli íslenska liðsins gista hin þrjú liðin í riðlinum einnig; Frakkland, Slóvenía og Angóla. „Mér fannst svolítið spes að hitta franska landsliðið á ganginum og maður var með stjörnurnar í augunum. Það er svolítið steikt,“ segir Lilja. Það hafi verið frábært að fá að máta sig við heimsklassa leikmenn Frakka í fyrradag. „Þetta var ótrúlega gaman, þó þetta hafi verið erfiður leikur. Það að fá að spila á móti þeim er ógeðslega gott og gaman að sjá hvernig maður stendur sig á móti þessum stóru liðum.“ „Það var frábært að sjá alla þessa stuðningsmenn og maður fékk alveg gæsahúð eftir leik. Þetta var rosalegt,“ segir Lilja. Ekki beint pabbi á svona mótum Aðstoðarþjálfari íslenska liðsins er Ágúst Þór Jóhannsson, faðir Lilju. Hann þjálfar hana einnig hjá Val heima á Íslandi. Losnar hún aldrei við hann? „Nei, ég losna aldrei við hann. En mér finnst það bara fínt. Það er gott að hafa pabba á bekknum. Hann er kannski ekki beint pabbi minn á svona mótum en mér finnst mjög fínt að hafa hann,“ Lilja ásamt foreldrum sínum, Ágústi og Sigríði.Mynd/Úr einkasafni „Hann er bara þjálfari en er alltaf til í að hjálpa manni og kemur með góða punkta og svona,“ segir Lilja. Í dag er úrslitaleikur við Angóla um það hvort liðanna kemst í milliriðil. Lilju líst vel á verkefnið. „Mér líst bara vel á þetta. Við spiluðum á móti þeim á Posten Cup og fórum þar illa með færin. Mér finnst við eiga mjög mikinn séns á móti þeim og held við getum alveg unnið þær,“ segir Lilja. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 í dag og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15 Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15
Ungu leikmennirnir nutu sín: „Maður fékk alveg gæsahúð“ Ísland sýndi fína frammistöðu í tapi fyrir Ólympíumeisturum Frakka á HM kvenna í handbolta í gær. Úrslitaleikur um sæti í milliriðli við Angóla er fram undan og markmiðið þar er skýrt. 3. desember 2023 20:15
Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. 3. desember 2023 08:01