Segir ekki lengur hægt að sækja börnin til Íslands Jón Þór Stefánsson skrifar 3. desember 2023 13:15 Að sögn Helgu Völu er sú staða komin upp að ekki sé hægt að halda áfram aðförinni gegn Eddu. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, segir þá lagalegu stöðu komna upp að ekki sé hægt að sækja börn Eddu Bjarkar Arnardóttur til landsins. Ástæðan fellst meðal annars í því að búið sé að flytja hana úr landi. „Sýslumaður getur ekki haldið áfram með aðför og sótt börnin vegna þess að sá einstaklingur sem aðförin beindist að, gerðarþoli í málinu, það er búið að taka hann af Íslandi. Þannig núna þarf að fara í nýtt aðfararmál til að fá börnin afhent. Það liggur alveg ljóst fyrir,“ segir Helga. „Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm fyrir nokkrum árum. Það er ekki hægt að beina aðförinni áfram að einstaklingi sem nú er í gæsluvarðhaldi úti, heldur þarf að höfða nýtt mál hér.“ Þetta útskýrði Helga Vala í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísað hún í mál þar sem danskur barnsfaðir vildi fá þrjú börn sín afhent frá íslenskri barnsmóður. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það, en Hæstiréttur sneri því við. Sjá einnig: Dætur Hjördísar verða ekki sendar til Danmerkur Ofan á þetta væri síðan önnur lagaleg forsenda að sögn Helgu sem sæi til þess að ekki væri hægt að fara fram með nýja aðför. „Lögin segja að það sé ekki hægt núna því þeir hafa verið hér svo lengi á Íslandi. Því miður tíminn er runninn út.“ Deildu um forsjárdeiluna Í Sprengisandi ræddi Helga og Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélagsins, um forsjárdeiluna sem hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðuna síðustu daga. Þar gagnrýndi Sigurður umræðu og orðræðu sem hefur verið áberandi um málið, sem að hans mati grafa undan samfélagsgerðinni. „Mér fannst eins og það væri verið að færa markalínurnar. Þannig að það sé valkostur að borgararnir, séu þeir ósammála lögunum eða niðurstöðum dómstóla, þá geti þeir sjálfið stigið niður í krafti þessa hnefaréttar,“ segir Sigurður sem tók fram að hann hefði ekki kynnt sér málið í þaula. Hann væri frekar að tala um ástandið sem hefði myndast vegna málsins. Helga Vala svaraði því og sagðist hafa kynnt sér málið í þaula, og gagnrýndi margt í meðferð þess. „Hún fær ekki notið þess að hafa verjanda sér við hlið þegar tekin er ákvörðun um að vista hana í þrjátíu daga gæsluvarðhaldi. Þar fær hún eina máltíð á dag, fær að hringja einu sinni í viku í fjölskyldu sína. Og óvíst er hvenær málið verður þingfest í Noregi.“ Sigurður sagði að það gæti vel verið að þetta væri rétt hjá Helgu Völu. Hins vegar væri réttast að komast að þeirri niðurstöðu fyrir dómstólum. „Þetta getur allt saman verið rétt sem þú ert að nefna, en rétti vettvangurinn til að útkljá þessi mál er einmitt hjá dómstólum, hjá viðeigandi yfirvöldum.“ Dómsmál Fjölskyldumál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Sýslumaður getur ekki haldið áfram með aðför og sótt börnin vegna þess að sá einstaklingur sem aðförin beindist að, gerðarþoli í málinu, það er búið að taka hann af Íslandi. Þannig núna þarf að fara í nýtt aðfararmál til að fá börnin afhent. Það liggur alveg ljóst fyrir,“ segir Helga. „Hæstiréttur hefur kveðið upp þann dóm fyrir nokkrum árum. Það er ekki hægt að beina aðförinni áfram að einstaklingi sem nú er í gæsluvarðhaldi úti, heldur þarf að höfða nýtt mál hér.“ Þetta útskýrði Helga Vala í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar vísað hún í mál þar sem danskur barnsfaðir vildi fá þrjú börn sín afhent frá íslenskri barnsmóður. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það, en Hæstiréttur sneri því við. Sjá einnig: Dætur Hjördísar verða ekki sendar til Danmerkur Ofan á þetta væri síðan önnur lagaleg forsenda að sögn Helgu sem sæi til þess að ekki væri hægt að fara fram með nýja aðför. „Lögin segja að það sé ekki hægt núna því þeir hafa verið hér svo lengi á Íslandi. Því miður tíminn er runninn út.“ Deildu um forsjárdeiluna Í Sprengisandi ræddi Helga og Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélagsins, um forsjárdeiluna sem hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðuna síðustu daga. Þar gagnrýndi Sigurður umræðu og orðræðu sem hefur verið áberandi um málið, sem að hans mati grafa undan samfélagsgerðinni. „Mér fannst eins og það væri verið að færa markalínurnar. Þannig að það sé valkostur að borgararnir, séu þeir ósammála lögunum eða niðurstöðum dómstóla, þá geti þeir sjálfið stigið niður í krafti þessa hnefaréttar,“ segir Sigurður sem tók fram að hann hefði ekki kynnt sér málið í þaula. Hann væri frekar að tala um ástandið sem hefði myndast vegna málsins. Helga Vala svaraði því og sagðist hafa kynnt sér málið í þaula, og gagnrýndi margt í meðferð þess. „Hún fær ekki notið þess að hafa verjanda sér við hlið þegar tekin er ákvörðun um að vista hana í þrjátíu daga gæsluvarðhaldi. Þar fær hún eina máltíð á dag, fær að hringja einu sinni í viku í fjölskyldu sína. Og óvíst er hvenær málið verður þingfest í Noregi.“ Sigurður sagði að það gæti vel verið að þetta væri rétt hjá Helgu Völu. Hins vegar væri réttast að komast að þeirri niðurstöðu fyrir dómstólum. „Þetta getur allt saman verið rétt sem þú ert að nefna, en rétti vettvangurinn til að útkljá þessi mál er einmitt hjá dómstólum, hjá viðeigandi yfirvöldum.“
Dómsmál Fjölskyldumál Noregur Börn og uppeldi Mál Eddu Bjarkar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira