„Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" Siggeir Ævarsson skrifar 2. desember 2023 20:53 Bjarni brúnaþungur gegn Grindvíkingum síðasta vetur. Það var töluvert léttara yfir honum í dag Vísir/Hulda Margrét Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með sigurinn á Val í Subway-deild kvenna í kvöld, í leik sem varð æsispennandi eftir frábæru endurkomu Vals í þriðja leikhluta en lokatölur leiksins urðu 71-68. „Þær gerðu vel. Koma ákafar inn í þriðja leikhlutann og við vorum svolítið flatar. Við töluðum um það í hálfleik að þó við værum að ná 9-10 stiga forskoti en hleypa þeim svo aftur inn í leikinn þá fannst stelpunum að þær ættu einn gír í viðbót til að klára svoleiðis forskot aðeins betur. Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" „En við komum alltaf flatar þar út og Valur gerði vel þá. Svo náðum aðeins betra jafnvægi og náðum að „grænda“ þetta í gegn sem er bara frábært.“ Haukar skoruðu aðeins þrjú stig fyrstu sjö mínúturnar í þriðja leikhluta, en sýndu svo úr hverju þær eru gerðar síðustu 13 mínútur leiksins. „Eins og ég segi, þetta var rosalega hægt og við vorum að taka alltaf fyrsta möguleika sóknarlega sem voru ekki einu sinni alltaf góðir og að þröngva hlutum alltof mikið. Það var engin hreyfing á boltanum. Svo tókum við leikhlé og náðum að endurstilla okkur aðeins og þá fórum við að framkvæmda hlutina aðeins betur og það var nóg.“ Það er ekki algengt að leikmenn skipti um lið á Íslandi á miðju tímabili en Haukar fengu einn slíkan til sín á dögum þegar Anna Soffía Lárusdóttir yfirgaf Breiðablik og gekk til liðs við Hauka. Það munaði heldur betur um hennar framlag í dag, 16 stig, þar af fjórir þristar í sex skotum og fimm fráköst að auki. „Anna búin að vera frábær. Hólmurinn líður vel í Hafnarfirði. Við höfum haft góða reynslu af leikmönnum úr Stykkishólmi og hún er að koma rosalega sterkt inn í þetta. Svo má ekki heldur gleyma Kristrúnu [Ríkey Ólafsdóttur] sem er búin að vera á vensla- og lánssamningi í Hamar/Þór.“ „Þakklæti til Hákons í Hamar/Þór að við fengum hana aðeins til að hjálpa okkur á þessum tímapunkti. Við erum þunnskipaðar og hún er búin að gera mjög vel fyrir okkur. Eiginlega ekkert búin að æfa með okkur, bara spila nánast. Hún er búin að hjálpa okkur mjög mikið í síðustu tveimur leikjum líka.“ Blaðamaður get ekki betur séð en Tynice Martin, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, væri meðal áhorfenda í kvöld. Það var því ekki annað hægt en að spyrja Bjarna hvort hún væri að koma tímabundið til Hauka til að leysa Keiru Robinson af meðan hún jafnar sig af meiðslum. „Nei, ekki svo ég viti allavega“ - sagði Bjarni og hló. „Við erum ekki að leita að amerískum leikmanni. Við erum með frábæran amerískan leikmann í Keiru og það yrði fáránlegt að fara að gera einhverjar breytingar þar. Við bíðum spenntar eftir henni og svo vonandi eftir áramót getum við þétt aðeins hópinn með einum auka leikmanni. Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira
„Þær gerðu vel. Koma ákafar inn í þriðja leikhlutann og við vorum svolítið flatar. Við töluðum um það í hálfleik að þó við værum að ná 9-10 stiga forskoti en hleypa þeim svo aftur inn í leikinn þá fannst stelpunum að þær ættu einn gír í viðbót til að klára svoleiðis forskot aðeins betur. Ég vissi ekki að þær hefðu verið að tala um bakkgírinn!" „En við komum alltaf flatar þar út og Valur gerði vel þá. Svo náðum aðeins betra jafnvægi og náðum að „grænda“ þetta í gegn sem er bara frábært.“ Haukar skoruðu aðeins þrjú stig fyrstu sjö mínúturnar í þriðja leikhluta, en sýndu svo úr hverju þær eru gerðar síðustu 13 mínútur leiksins. „Eins og ég segi, þetta var rosalega hægt og við vorum að taka alltaf fyrsta möguleika sóknarlega sem voru ekki einu sinni alltaf góðir og að þröngva hlutum alltof mikið. Það var engin hreyfing á boltanum. Svo tókum við leikhlé og náðum að endurstilla okkur aðeins og þá fórum við að framkvæmda hlutina aðeins betur og það var nóg.“ Það er ekki algengt að leikmenn skipti um lið á Íslandi á miðju tímabili en Haukar fengu einn slíkan til sín á dögum þegar Anna Soffía Lárusdóttir yfirgaf Breiðablik og gekk til liðs við Hauka. Það munaði heldur betur um hennar framlag í dag, 16 stig, þar af fjórir þristar í sex skotum og fimm fráköst að auki. „Anna búin að vera frábær. Hólmurinn líður vel í Hafnarfirði. Við höfum haft góða reynslu af leikmönnum úr Stykkishólmi og hún er að koma rosalega sterkt inn í þetta. Svo má ekki heldur gleyma Kristrúnu [Ríkey Ólafsdóttur] sem er búin að vera á vensla- og lánssamningi í Hamar/Þór.“ „Þakklæti til Hákons í Hamar/Þór að við fengum hana aðeins til að hjálpa okkur á þessum tímapunkti. Við erum þunnskipaðar og hún er búin að gera mjög vel fyrir okkur. Eiginlega ekkert búin að æfa með okkur, bara spila nánast. Hún er búin að hjálpa okkur mjög mikið í síðustu tveimur leikjum líka.“ Blaðamaður get ekki betur séð en Tynice Martin, fyrrum leikmaður Njarðvíkur, væri meðal áhorfenda í kvöld. Það var því ekki annað hægt en að spyrja Bjarna hvort hún væri að koma tímabundið til Hauka til að leysa Keiru Robinson af meðan hún jafnar sig af meiðslum. „Nei, ekki svo ég viti allavega“ - sagði Bjarni og hló. „Við erum ekki að leita að amerískum leikmanni. Við erum með frábæran amerískan leikmann í Keiru og það yrði fáránlegt að fara að gera einhverjar breytingar þar. Við bíðum spenntar eftir henni og svo vonandi eftir áramót getum við þétt aðeins hópinn með einum auka leikmanni.
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Sjá meira