Gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsi Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2023 12:40 Útsýnið yfir hinn eiginlega Teigsskóg í gær frá nýja veginum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Vegfarendur sem ekið hafa nýja veginn um Teigsskóg eru byrjaðir að lýsa reynslu sinni og birta myndir á samfélagsmiðlum. Vegurinn var opnaður umferð í gær, átján mánuðum eftir að Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu samning um vegagerðina, sem sannarlega má telja einhverja þá umdeildustu hérlendis, en áður hafði verið deilt hart um vegstæðið í tvo áratugi. „Og bráðum verður næsti "flöskuháls" úr sögunni. Það eru sennilega nokkrir sem gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsinum. Góða ferð um Hallsteinsnes,“ skrifar Erla Þórdís Reynisdóttir frá Fremri-Gufudal, núverandi bóndi í Mýrartungu í Reykhólasveit, á vefnum Samgöngubætur á Vestfjörðum, og birtir jafnframt myndskeið frá ökuferðinni. Í Þorskafirði er búið að færa lokunarskiltin af nýja veginum yfir á gamla malarveginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Örskotsstund að renna þetta og þú gleymir að skoða,“ segir Erla um upplifuna. Á heimasíðu Reykhólahrepps er fjallað um opnun vegarins með nokkrum ljósmyndum. Djúpadalsmegin er núna komið lokunarskilti á veginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Þar með þarf ekki lengur að keyra yfir Hjallaháls. Ekki var nein formleg athöfn þegar vegurinn var opnaður, heldur voru lokunarskiltin færð sitt hvors vegar við Hjallahálsinn, af nýja veginum og á veginn yfir hálsinn,“ segir á Reykhólavefnum. „Hjallaháls, kannski er ekki svo mikil eftirsjá að honum... svo er hann ekkert að fara neitt,“ segir ennfremur. Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi fyrir þremur árum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Ódrjúgshálsinn verður þó áfram hluti Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur. Samningur um gerð jarðvegsfyllinga út í firðina var undirritaður við Borgaverk í fyrradag. Þá hefur innviðaráðherra lýst því yfir að brúasmíðin verði boðin út á næstu ári og henni lokið annaðhvort árið 2026 eða 2027. Framundan er að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð. Á meðan liggur Vestfjarðavegur áfram yfir Ódrjúgsháls. Gula línan sýnir nýju vegina ásamt nýju leiðinni yfir Þorskafjörð, sem opnaðist í október.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Nú þegar þessi spotti er kominn í gagnið eru tæpir tíu kílómetrar af malarvegi eftir, milli Djúpadals og Gufudals. Leiðin fyrir Hallsteinsnes er einungis liðlega þremur kílómetrum lengri en yfir Hjallahálsinn, 14,5 kílómetrar, en 11,5 kílómetrar yfir hálsinn. Ólíku er saman að jafna að aka þessa vegi,“ segir á Reykhólavefnum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í fyrradag um opnun vegarins: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
„Og bráðum verður næsti "flöskuháls" úr sögunni. Það eru sennilega nokkrir sem gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsinum. Góða ferð um Hallsteinsnes,“ skrifar Erla Þórdís Reynisdóttir frá Fremri-Gufudal, núverandi bóndi í Mýrartungu í Reykhólasveit, á vefnum Samgöngubætur á Vestfjörðum, og birtir jafnframt myndskeið frá ökuferðinni. Í Þorskafirði er búið að færa lokunarskiltin af nýja veginum yfir á gamla malarveginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Örskotsstund að renna þetta og þú gleymir að skoða,“ segir Erla um upplifuna. Á heimasíðu Reykhólahrepps er fjallað um opnun vegarins með nokkrum ljósmyndum. Djúpadalsmegin er núna komið lokunarskilti á veginn yfir Hjallaháls.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson „Þar með þarf ekki lengur að keyra yfir Hjallaháls. Ekki var nein formleg athöfn þegar vegurinn var opnaður, heldur voru lokunarskiltin færð sitt hvors vegar við Hjallahálsinn, af nýja veginum og á veginn yfir hálsinn,“ segir á Reykhólavefnum. „Hjallaháls, kannski er ekki svo mikil eftirsjá að honum... svo er hann ekkert að fara neitt,“ segir ennfremur. Flutningabíll á hliðinni á Hjallahálsi fyrir þremur árum. Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Ódrjúgshálsinn verður þó áfram hluti Vestfjarðavegar þar til þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar lýkur. Samningur um gerð jarðvegsfyllinga út í firðina var undirritaður við Borgaverk í fyrradag. Þá hefur innviðaráðherra lýst því yfir að brúasmíðin verði boðin út á næstu ári og henni lokið annaðhvort árið 2026 eða 2027. Framundan er að þvera Gufufjörð og Djúpafjörð. Á meðan liggur Vestfjarðavegur áfram yfir Ódrjúgsháls. Gula línan sýnir nýju vegina ásamt nýju leiðinni yfir Þorskafjörð, sem opnaðist í október.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Nú þegar þessi spotti er kominn í gagnið eru tæpir tíu kílómetrar af malarvegi eftir, milli Djúpadals og Gufudals. Leiðin fyrir Hallsteinsnes er einungis liðlega þremur kílómetrum lengri en yfir Hjallahálsinn, 14,5 kílómetrar, en 11,5 kílómetrar yfir hálsinn. Ólíku er saman að jafna að aka þessa vegi,“ segir á Reykhólavefnum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í fyrradag um opnun vegarins:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45
Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Flutningabíl sem valt með fiskfarm á Hjallahálsi á Vestfjörðum á föstudag var náð upp í dag. Eigandi flutningafyrirtækisins er óhress með margra ára drátt á endurbótum Vestfjarðavegar og segist skrifa tafirnar á reikning Landverndar. 8. nóvember 2020 15:28