„Hlakka til að berja aðeins á þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 08:00 Díana Dögg er spennt fyrir því að berja á stjörnum franska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Hægri skyttan Díana Dögg Magnúsdóttir segir að það þýði ekki að dvelja við tap Íslands fyrir Slóveníu í fyrsta leik á HM í fyrradag. Afar spennandi verkefni gegn Frakklandi er fram undan í dag. Ísland tapaði á svekkjandi hátt fyrir Slóveníu í fyrsta leik og Díana Dögg segir að þar hafi orkuleysi kostað íslenska liðið eftir að hafa elt andstæðinga sína svo lengi. „Þetta afleit byrjun á mótinu en við náum sem betur fer að koma okkur aðeins til baka. En það er oft erfitt þegar mikil orka fer í að elta svona leiki, þá er erfitt að halda það út. Það er kannski þess vegna sem við endum með að tapa með sex mörkum,“ segir Díana sem segir að það þýði þó ekkert að pæla í þeim leik, skammt er stórra högga á milli. „Við verðum að hugsa strax um næsta leik og koma okkur í hann. Það þýðir ekki dvelja við þetta of lengi.“ Ekki hægt að nálgast leiki öðruvísi en að ætla sér sigur Frakkar eru verkefni dagsins. Díönu líst vel á að mæta einu sterkasta liði heims og ríkjandi Ólympíumeisturum. „Mér líst mjög vel á það. Ég hlakka til að berja aðeins á þeim. Við munum koma gíraðar og sterkar inn í þann leik.“ segir Díana sem segir jafnframt að Ísland fari pressulaust í leik við svo sterkt lið. Klippa: Hlakkar til að berja á Frökkunum „Við þurfum að fara þannig algjörlega inn í þennan leik, þær eru Ólympíumeistarar og eru eitt besta lið í heimi. En við eigum samt að horfa stórt á okkur sjálfar. Ef þær ætla eitthvað að slaka á þurfum við að nýta okkur það,“ „Ég vil vinna alla leiki og það skiptir engu máli á móti hverjum það er eða hversu stórt liðið er. Það er alltaf séns að vinna leiki, lottóið er einn á móti milljón og það er sama í handbolta. Þetta eina litla prósent getur alltaf unnið,“ segir Díana Dögg. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Ísland tapaði á svekkjandi hátt fyrir Slóveníu í fyrsta leik og Díana Dögg segir að þar hafi orkuleysi kostað íslenska liðið eftir að hafa elt andstæðinga sína svo lengi. „Þetta afleit byrjun á mótinu en við náum sem betur fer að koma okkur aðeins til baka. En það er oft erfitt þegar mikil orka fer í að elta svona leiki, þá er erfitt að halda það út. Það er kannski þess vegna sem við endum með að tapa með sex mörkum,“ segir Díana sem segir að það þýði þó ekkert að pæla í þeim leik, skammt er stórra högga á milli. „Við verðum að hugsa strax um næsta leik og koma okkur í hann. Það þýðir ekki dvelja við þetta of lengi.“ Ekki hægt að nálgast leiki öðruvísi en að ætla sér sigur Frakkar eru verkefni dagsins. Díönu líst vel á að mæta einu sterkasta liði heims og ríkjandi Ólympíumeisturum. „Mér líst mjög vel á það. Ég hlakka til að berja aðeins á þeim. Við munum koma gíraðar og sterkar inn í þann leik.“ segir Díana sem segir jafnframt að Ísland fari pressulaust í leik við svo sterkt lið. Klippa: Hlakkar til að berja á Frökkunum „Við þurfum að fara þannig algjörlega inn í þennan leik, þær eru Ólympíumeistarar og eru eitt besta lið í heimi. En við eigum samt að horfa stórt á okkur sjálfar. Ef þær ætla eitthvað að slaka á þurfum við að nýta okkur það,“ „Ég vil vinna alla leiki og það skiptir engu máli á móti hverjum það er eða hversu stórt liðið er. Það er alltaf séns að vinna leiki, lottóið er einn á móti milljón og það er sama í handbolta. Þetta eina litla prósent getur alltaf unnið,“ segir Díana Dögg. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni