„Það er mjög skrýtið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 13:00 Elín Rósa Magnúsdóttir er afar spennt fyrir því að mæta Frökkum. Vísir/Valur Páll Elín Rósa Magnúsdóttir átti frábæra innkomu í leik Íslands við Slóveníu í fyrsta leik landsliðsins á HM í handbolta í fyrradag. Hún er afar spennt fyrir leik dagsins við Ólympíumeistara Frakka. Leikurinn við Slóveníu var kaflaskiptur. Úrslitin voru svekkjandi en umgjörðin mikil, Íslendingar háværir í stúkunni og þá voru flestir leikmenn Íslands að þreyta frumraun sína á þessu sviði. Tilfinningarnar eftir leik voru eftir því tvískiptar. „Þetta voru stórar tilfinningar. Mikil gleði og maður var stoltur af sjálfum sér en á sama tíma svekktur miðað við hvernig leikurinn spilaðist. En aðallega mikið stolt,“ segir Elín Rósa. Engin pressa Elín kom afar vel inn af bekknum í íslenska liðið en þrátt fyrir ungan aldur kveðst hún ekki hafa verið stressuð. Aðspurð um hvað fór í gegnum hausinn þegar hún átti að koma inn á segir hún: „Ekkert rosalega mikið, bara að reyna mitt besta og reyna að hjálpa liðinu. Það er engin pressa á manni, þannig séð. Nema sú sem maður setur á sjálfan sig. Það var bara að gera sitt besta,“ „Ég vildi bara spila minn leik og nýta mína styrkleika.“ Skrýtið að bíða eftir matnum með Frökkunum Ólympíumeistarar Frakklands eru næsta verkefni og ljóst að um gífurlega erfitt verkefni er að ræða. Elín segir hins vegar spennandi að fá að máta sig við bestu leikmenn heims. „Það er ótrúlega spennandi og skemmtilegt að fá svona stóra leiki. Þetta er mikil reynsla fyrir okkur, við erum með ungt lið,“ segir Elín sem segir þá sérstakt að deila hóteli með franska liðinu. „Það er mjög skrýtið að vera að mæta þeim í matarröðinni, en líka bara skemmtilegt.“ Klippa: Ættum að geta strítt þeim aðeins Það var bersýnilegt stress í íslenska liðinu í fyrsta leik við Slóveníu sem fór ekki vel af stað. En í ljósi styrks andstæðings morgundagisns, getur liðið farið þeim mun pressulausara í leikinn á morgun? „Það er meiri pressa á þeim að taka okkur auðveldlega. Það er fínt tækifæri fyrir okkur og vonandi að þær vanmeti okkur aðeins,“ „Það eru alveg möguleikar. Við vorum í fínum leik á móti Angóla og ættum að geta strítt þeim aðeins,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast. Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Leikurinn við Slóveníu var kaflaskiptur. Úrslitin voru svekkjandi en umgjörðin mikil, Íslendingar háværir í stúkunni og þá voru flestir leikmenn Íslands að þreyta frumraun sína á þessu sviði. Tilfinningarnar eftir leik voru eftir því tvískiptar. „Þetta voru stórar tilfinningar. Mikil gleði og maður var stoltur af sjálfum sér en á sama tíma svekktur miðað við hvernig leikurinn spilaðist. En aðallega mikið stolt,“ segir Elín Rósa. Engin pressa Elín kom afar vel inn af bekknum í íslenska liðið en þrátt fyrir ungan aldur kveðst hún ekki hafa verið stressuð. Aðspurð um hvað fór í gegnum hausinn þegar hún átti að koma inn á segir hún: „Ekkert rosalega mikið, bara að reyna mitt besta og reyna að hjálpa liðinu. Það er engin pressa á manni, þannig séð. Nema sú sem maður setur á sjálfan sig. Það var bara að gera sitt besta,“ „Ég vildi bara spila minn leik og nýta mína styrkleika.“ Skrýtið að bíða eftir matnum með Frökkunum Ólympíumeistarar Frakklands eru næsta verkefni og ljóst að um gífurlega erfitt verkefni er að ræða. Elín segir hins vegar spennandi að fá að máta sig við bestu leikmenn heims. „Það er ótrúlega spennandi og skemmtilegt að fá svona stóra leiki. Þetta er mikil reynsla fyrir okkur, við erum með ungt lið,“ segir Elín sem segir þá sérstakt að deila hóteli með franska liðinu. „Það er mjög skrýtið að vera að mæta þeim í matarröðinni, en líka bara skemmtilegt.“ Klippa: Ættum að geta strítt þeim aðeins Það var bersýnilegt stress í íslenska liðinu í fyrsta leik við Slóveníu sem fór ekki vel af stað. En í ljósi styrks andstæðings morgundagisns, getur liðið farið þeim mun pressulausara í leikinn á morgun? „Það er meiri pressa á þeim að taka okkur auðveldlega. Það er fínt tækifæri fyrir okkur og vonandi að þær vanmeti okkur aðeins,“ „Það eru alveg möguleikar. Við vorum í fínum leik á móti Angóla og ættum að geta strítt þeim aðeins,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast.
Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira