„Það er mjög skrýtið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 13:00 Elín Rósa Magnúsdóttir er afar spennt fyrir því að mæta Frökkum. Vísir/Valur Páll Elín Rósa Magnúsdóttir átti frábæra innkomu í leik Íslands við Slóveníu í fyrsta leik landsliðsins á HM í handbolta í fyrradag. Hún er afar spennt fyrir leik dagsins við Ólympíumeistara Frakka. Leikurinn við Slóveníu var kaflaskiptur. Úrslitin voru svekkjandi en umgjörðin mikil, Íslendingar háværir í stúkunni og þá voru flestir leikmenn Íslands að þreyta frumraun sína á þessu sviði. Tilfinningarnar eftir leik voru eftir því tvískiptar. „Þetta voru stórar tilfinningar. Mikil gleði og maður var stoltur af sjálfum sér en á sama tíma svekktur miðað við hvernig leikurinn spilaðist. En aðallega mikið stolt,“ segir Elín Rósa. Engin pressa Elín kom afar vel inn af bekknum í íslenska liðið en þrátt fyrir ungan aldur kveðst hún ekki hafa verið stressuð. Aðspurð um hvað fór í gegnum hausinn þegar hún átti að koma inn á segir hún: „Ekkert rosalega mikið, bara að reyna mitt besta og reyna að hjálpa liðinu. Það er engin pressa á manni, þannig séð. Nema sú sem maður setur á sjálfan sig. Það var bara að gera sitt besta,“ „Ég vildi bara spila minn leik og nýta mína styrkleika.“ Skrýtið að bíða eftir matnum með Frökkunum Ólympíumeistarar Frakklands eru næsta verkefni og ljóst að um gífurlega erfitt verkefni er að ræða. Elín segir hins vegar spennandi að fá að máta sig við bestu leikmenn heims. „Það er ótrúlega spennandi og skemmtilegt að fá svona stóra leiki. Þetta er mikil reynsla fyrir okkur, við erum með ungt lið,“ segir Elín sem segir þá sérstakt að deila hóteli með franska liðinu. „Það er mjög skrýtið að vera að mæta þeim í matarröðinni, en líka bara skemmtilegt.“ Klippa: Ættum að geta strítt þeim aðeins Það var bersýnilegt stress í íslenska liðinu í fyrsta leik við Slóveníu sem fór ekki vel af stað. En í ljósi styrks andstæðings morgundagisns, getur liðið farið þeim mun pressulausara í leikinn á morgun? „Það er meiri pressa á þeim að taka okkur auðveldlega. Það er fínt tækifæri fyrir okkur og vonandi að þær vanmeti okkur aðeins,“ „Það eru alveg möguleikar. Við vorum í fínum leik á móti Angóla og ættum að geta strítt þeim aðeins,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast. Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Leikurinn við Slóveníu var kaflaskiptur. Úrslitin voru svekkjandi en umgjörðin mikil, Íslendingar háværir í stúkunni og þá voru flestir leikmenn Íslands að þreyta frumraun sína á þessu sviði. Tilfinningarnar eftir leik voru eftir því tvískiptar. „Þetta voru stórar tilfinningar. Mikil gleði og maður var stoltur af sjálfum sér en á sama tíma svekktur miðað við hvernig leikurinn spilaðist. En aðallega mikið stolt,“ segir Elín Rósa. Engin pressa Elín kom afar vel inn af bekknum í íslenska liðið en þrátt fyrir ungan aldur kveðst hún ekki hafa verið stressuð. Aðspurð um hvað fór í gegnum hausinn þegar hún átti að koma inn á segir hún: „Ekkert rosalega mikið, bara að reyna mitt besta og reyna að hjálpa liðinu. Það er engin pressa á manni, þannig séð. Nema sú sem maður setur á sjálfan sig. Það var bara að gera sitt besta,“ „Ég vildi bara spila minn leik og nýta mína styrkleika.“ Skrýtið að bíða eftir matnum með Frökkunum Ólympíumeistarar Frakklands eru næsta verkefni og ljóst að um gífurlega erfitt verkefni er að ræða. Elín segir hins vegar spennandi að fá að máta sig við bestu leikmenn heims. „Það er ótrúlega spennandi og skemmtilegt að fá svona stóra leiki. Þetta er mikil reynsla fyrir okkur, við erum með ungt lið,“ segir Elín sem segir þá sérstakt að deila hóteli með franska liðinu. „Það er mjög skrýtið að vera að mæta þeim í matarröðinni, en líka bara skemmtilegt.“ Klippa: Ættum að geta strítt þeim aðeins Það var bersýnilegt stress í íslenska liðinu í fyrsta leik við Slóveníu sem fór ekki vel af stað. En í ljósi styrks andstæðings morgundagisns, getur liðið farið þeim mun pressulausara í leikinn á morgun? „Það er meiri pressa á þeim að taka okkur auðveldlega. Það er fínt tækifæri fyrir okkur og vonandi að þær vanmeti okkur aðeins,“ „Það eru alveg möguleikar. Við vorum í fínum leik á móti Angóla og ættum að geta strítt þeim aðeins,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast.
Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira