Jákvætt að fulltrúum atvinnulífs hafi fjölgað á COP Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. desember 2023 19:34 Guðlaugur Þór segir mikla möguleika fyrir atvinnulífið á COP28 sem hófst í gær í Dúbaí. Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, heldur til Dúbaí eftir helgi á aðildríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna, COP 28, sem hófst í gær. Alls eru skráðir á fundinn 84 þátttakendur frá Íslandi sem er nærri tvöföldun frá því í fyrra þegar 44 fóru á fundinn sem þá var haldinn í Egyptalandi. Meirihluti fulltrúa frá atvinnulífinu Guðlaugur Þór segir það verulega jákvætt hvað fulltrúum atvinnulífsins hefur farið fjölgandi á fundinn frá Íslandi. Stór hluti þeirra sem séu skráð á fundinn fari þangað sjálfstætt sem fulltrúar ýmissa fyrirtækja. Formleg sendinefnd Íslands er skipuð 12 fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Umhverfisstofnun. „Meirihluti þeirra sem koma frá Íslandi eru frá atvinnulífinu,“ segir Guðlaugur Þór og að Íslendingar hafi margt fram að færa þegur kemur að til dæmis nýtingu jarðvarma. „Við byggjum á áratuga, eða 100 ára reynslu, á því sviði og það eitt og sér er gríðarlega mikilvægt og framlag fyrr okkur. Við höfum ekki gert nógu mikið af því að selja þetta hugvit. En það er að breytast,“ segir Guðlaugur Þór og heldur áfram: „Þegar kemur að loftslagsmálum snúast þau að langstærstum hluta um það að taka jarðefnaeldsneyti og taka það út og setja græna orku í staðinn. Síðan er til dæmis kolefnisföngum stórt atriði sem er nýtt á íslandi en byggir oft á grænni orku og er nú þegar orðin stór á Íslandi. Á Akranesi er stærsta varanlega kolefnisföngum í heimi hjá fyrirtækinu Running Tide sem byggir á þriggja milljarða króna erlendri fjárfestingu.” Fyrirtækið er eitt þeirra sem er með fulltrúa á fundinum. Breytingar þegar farnar af stað Guðlaugur segir í heildina sæki fundinn um 92 þúsund manns og að fjölmargir ólíkir viðburðir verði á fundinum. Til einföldunar megi segja að viðburðurinn snúi að stjórnmálum og svo atvinnulífinu. Spurður hvort hann sé spenntur að fara á fundinn segir Guðlaugur Þór að hann fari ekki erlendis nema hann meti það nauðsynlegt fyrir hagsmuni Íslands. „Það er enginn vafi um það að ég verð að vera þarna. Það væri eitthvað skrítið ef ég færi ekki.“ En heldurðu að það sé ekki mikill árangur af því að vera þarna? „Þetta er kannski tvenns konar. Það eru margir sem hafa áhyggjur af þeirri pólitísku niðurstöðu sem kemur út úr fundinum. En svo er bara mjög margt annað í gangi þarna og þau sem koma þarna af hálfu atvinnulífsins koma ekki á fundinn til að hafa áhrif á pólitíska yfirlýsingu. Þau koma því þau vilja fylgjast með því sem er að gerast annars staðar og mynda tengsl,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að þótt svo að þetta geti tengst þá séu þessar breytingar þegar farnar af stað. Það sé verið að setja fjármagn og hugvit í hringrásarhagkerfið, græna orku og föngunarverkefni. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu arabísku furstadæmin Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Alls eru skráðir á fundinn 84 þátttakendur frá Íslandi sem er nærri tvöföldun frá því í fyrra þegar 44 fóru á fundinn sem þá var haldinn í Egyptalandi. Meirihluti fulltrúa frá atvinnulífinu Guðlaugur Þór segir það verulega jákvætt hvað fulltrúum atvinnulífsins hefur farið fjölgandi á fundinn frá Íslandi. Stór hluti þeirra sem séu skráð á fundinn fari þangað sjálfstætt sem fulltrúar ýmissa fyrirtækja. Formleg sendinefnd Íslands er skipuð 12 fulltrúum frá forsætisráðuneytinu, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Umhverfisstofnun. „Meirihluti þeirra sem koma frá Íslandi eru frá atvinnulífinu,“ segir Guðlaugur Þór og að Íslendingar hafi margt fram að færa þegur kemur að til dæmis nýtingu jarðvarma. „Við byggjum á áratuga, eða 100 ára reynslu, á því sviði og það eitt og sér er gríðarlega mikilvægt og framlag fyrr okkur. Við höfum ekki gert nógu mikið af því að selja þetta hugvit. En það er að breytast,“ segir Guðlaugur Þór og heldur áfram: „Þegar kemur að loftslagsmálum snúast þau að langstærstum hluta um það að taka jarðefnaeldsneyti og taka það út og setja græna orku í staðinn. Síðan er til dæmis kolefnisföngum stórt atriði sem er nýtt á íslandi en byggir oft á grænni orku og er nú þegar orðin stór á Íslandi. Á Akranesi er stærsta varanlega kolefnisföngum í heimi hjá fyrirtækinu Running Tide sem byggir á þriggja milljarða króna erlendri fjárfestingu.” Fyrirtækið er eitt þeirra sem er með fulltrúa á fundinum. Breytingar þegar farnar af stað Guðlaugur segir í heildina sæki fundinn um 92 þúsund manns og að fjölmargir ólíkir viðburðir verði á fundinum. Til einföldunar megi segja að viðburðurinn snúi að stjórnmálum og svo atvinnulífinu. Spurður hvort hann sé spenntur að fara á fundinn segir Guðlaugur Þór að hann fari ekki erlendis nema hann meti það nauðsynlegt fyrir hagsmuni Íslands. „Það er enginn vafi um það að ég verð að vera þarna. Það væri eitthvað skrítið ef ég færi ekki.“ En heldurðu að það sé ekki mikill árangur af því að vera þarna? „Þetta er kannski tvenns konar. Það eru margir sem hafa áhyggjur af þeirri pólitísku niðurstöðu sem kemur út úr fundinum. En svo er bara mjög margt annað í gangi þarna og þau sem koma þarna af hálfu atvinnulífsins koma ekki á fundinn til að hafa áhrif á pólitíska yfirlýsingu. Þau koma því þau vilja fylgjast með því sem er að gerast annars staðar og mynda tengsl,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir að þótt svo að þetta geti tengst þá séu þessar breytingar þegar farnar af stað. Það sé verið að setja fjármagn og hugvit í hringrásarhagkerfið, græna orku og föngunarverkefni.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu arabísku furstadæmin Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Atvinnurekendur Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira