HM í handbolta: Senegal sótti óvænt stig og Brasilía tryggði sig áfram Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 18:45 Soukeina Sagna fagnar stiginu sem Senegal sótti Björn Larsson Rosvall / epa-efe Fjórir leikir fóru fram nú síðdegis á Heimsmeistaramótinu í handbolta. Senegal sótti óvænt úrslit gegn Króatíu, Grænland mátti lúta í lægra haldi gegn gríðarsterku liði Suður-Kóreu, Rúmenía og Brasilía fóru svo létt með sína leiki. Senegal er meðal þátttökuþjóða í annað sinn, þær tóku þátt á HM 2019 í Japan, misstu af HM 2021 á Spáni og voru meðal síðustu þjóða að tryggja sér sæti á mótið í ár. Þær mættu Króötum sem hafa verið á mikilli uppsveiflu síðastliðin og enduðu til dæmis í 3. sæti á EM 2020 og komust á HM 2021 í fyrsta sinn í tíu ár. Senegalirnir leiddu óvænt með tveimur mörkum í hálfleik og enduðu á því að gera 22-22 jafntefli. Grænland hefur einnig notið aukinnar velgengi upp á síðkastið og voru mættar í annað sinn á HM, síðast tóku þær þátt árið 2021. Þær eru ríkjandi N-Ameríku meistarar og kepptu við ríkjandi Asíumeistara, Suður-Kóreu. Þær grænlensku áttu því miður ekki roð í þær kóresku. Þegar fyrri hálfleik lauk var staðan 15-6, betur gekk í seinni hálfleiknum en niðurstaðan varð engu að síður ellefu marka tap. Rúmenía lagði svo Síle að velli með 25 mörkum. Þetta var í annað sinn sem landsliðin mætast í handbolta. Síðast vann Rúmeníu 51-17 í riðlakeppni HM 2009. Í G riðli hófst svo önnur umferð með 46-15 sigri Brasilíu á Kasakhstan, þær brasilísku unnu fyrsta leik sinn gegn Úrúgvæ á fimmtudag og eru búnar að tryggja sig áfram upp úr riðlinum. Króatía - Senegal 22-22 S-Kórea - Grænland 27-16 Rúmenía - Síle 44-19 Kasakhstan - Brasilía 15-46 Næsti leikur Íslands á mótinu verður á morgun klukkan 17:00 gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Frakklands. Vísir fylgir stelpunum okkar vel eftir fram að leik og færir allar helstu fregnir frá Stafangri. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Keðjureyktu á meðan stelpurnar fóru í viðtöl: „Auðvitað furðulegt“ Leikmenn franska kvennalandsliðsins í handbolta tóku sér reykpásu hver á eftir annarri á meðan leikmenn Íslands sinntu viðtölum við fjölmiðla. Liðin deila hóteli í Stafangri. 1. desember 2023 13:30 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 30-24 | Hetjuleg barátta dugði ekki til Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola sex marka tap er liðið mætti Slóvenum í fyrsta leik liðsins á HM í tólf ár. Lokatölur 30-24, en íslensku stelpurnar voru hársbreidd frá því að snúa leiknum sér í vil eftir afar erfiða byrjun. 30. nóvember 2023 18:47 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Senegal er meðal þátttökuþjóða í annað sinn, þær tóku þátt á HM 2019 í Japan, misstu af HM 2021 á Spáni og voru meðal síðustu þjóða að tryggja sér sæti á mótið í ár. Þær mættu Króötum sem hafa verið á mikilli uppsveiflu síðastliðin og enduðu til dæmis í 3. sæti á EM 2020 og komust á HM 2021 í fyrsta sinn í tíu ár. Senegalirnir leiddu óvænt með tveimur mörkum í hálfleik og enduðu á því að gera 22-22 jafntefli. Grænland hefur einnig notið aukinnar velgengi upp á síðkastið og voru mættar í annað sinn á HM, síðast tóku þær þátt árið 2021. Þær eru ríkjandi N-Ameríku meistarar og kepptu við ríkjandi Asíumeistara, Suður-Kóreu. Þær grænlensku áttu því miður ekki roð í þær kóresku. Þegar fyrri hálfleik lauk var staðan 15-6, betur gekk í seinni hálfleiknum en niðurstaðan varð engu að síður ellefu marka tap. Rúmenía lagði svo Síle að velli með 25 mörkum. Þetta var í annað sinn sem landsliðin mætast í handbolta. Síðast vann Rúmeníu 51-17 í riðlakeppni HM 2009. Í G riðli hófst svo önnur umferð með 46-15 sigri Brasilíu á Kasakhstan, þær brasilísku unnu fyrsta leik sinn gegn Úrúgvæ á fimmtudag og eru búnar að tryggja sig áfram upp úr riðlinum. Króatía - Senegal 22-22 S-Kórea - Grænland 27-16 Rúmenía - Síle 44-19 Kasakhstan - Brasilía 15-46 Næsti leikur Íslands á mótinu verður á morgun klukkan 17:00 gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Frakklands. Vísir fylgir stelpunum okkar vel eftir fram að leik og færir allar helstu fregnir frá Stafangri.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Keðjureyktu á meðan stelpurnar fóru í viðtöl: „Auðvitað furðulegt“ Leikmenn franska kvennalandsliðsins í handbolta tóku sér reykpásu hver á eftir annarri á meðan leikmenn Íslands sinntu viðtölum við fjölmiðla. Liðin deila hóteli í Stafangri. 1. desember 2023 13:30 Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 30-24 | Hetjuleg barátta dugði ekki til Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola sex marka tap er liðið mætti Slóvenum í fyrsta leik liðsins á HM í tólf ár. Lokatölur 30-24, en íslensku stelpurnar voru hársbreidd frá því að snúa leiknum sér í vil eftir afar erfiða byrjun. 30. nóvember 2023 18:47 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Keðjureyktu á meðan stelpurnar fóru í viðtöl: „Auðvitað furðulegt“ Leikmenn franska kvennalandsliðsins í handbolta tóku sér reykpásu hver á eftir annarri á meðan leikmenn Íslands sinntu viðtölum við fjölmiðla. Liðin deila hóteli í Stafangri. 1. desember 2023 13:30
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 30-24 | Hetjuleg barátta dugði ekki til Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola sex marka tap er liðið mætti Slóvenum í fyrsta leik liðsins á HM í tólf ár. Lokatölur 30-24, en íslensku stelpurnar voru hársbreidd frá því að snúa leiknum sér í vil eftir afar erfiða byrjun. 30. nóvember 2023 18:47