Skytturnar með fjögurra stiga forystu eftir sigur á Úlfunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2023 17:05 Á toppnum. EPA-EFE/ANDY RAIN Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal, var á leið að vinna þægilegan 2-0 heimasigur á Wolves þangað til gestirnir skoruðu undir lok leiks. Nær komust þeir ekki og unnu Skytturnar 2-1 sigur í dag. Segja má að toppliðið hafi í raun gengið frá leiknum þegar innan við stundarfjórðungur var liðinn. Bukayo Saka kom Skyttunum yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu frá Takehiro Tomiyasu. Það var svo aðeins örfáum mínútum síðar sem Martin Ödegaard tvöfaldaði forystu heimamanna, að þessu sinni var Oleksandr Zinchenko með stoðsendinguna. Á 23. mínútu urðu Úlfarnir fyrir miklu áfalli þegar Jose Sá, markvörður liðsins, meiddist og þurfti að fara af velli. Í hans stað kom Daniel Bentley og stóð vaktina það sem eftir lifði leiks. Staðan var 2-0 í hálfleik og þannig var hún allt þangað til Tomiyasu fór meiddur af velli fyrir Ben White. Á 85. mínútu þegar Matheus Cunha skoraði með frábæru skoti innan úr vítateig Arsenal. Strax í næstu sókn gat Eddie Nketiah klárað leikinn en skot hans fór í stöngina. Arsenal er nú með fjögurra stiga forystu á Englandsmeistara Manchester City sem eiga þó leik til góða í 2. sætinu. Enski boltinn Fótbolti
Topplið ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Arsenal, var á leið að vinna þægilegan 2-0 heimasigur á Wolves þangað til gestirnir skoruðu undir lok leiks. Nær komust þeir ekki og unnu Skytturnar 2-1 sigur í dag. Segja má að toppliðið hafi í raun gengið frá leiknum þegar innan við stundarfjórðungur var liðinn. Bukayo Saka kom Skyttunum yfir strax á 6. mínútu eftir sendingu frá Takehiro Tomiyasu. Það var svo aðeins örfáum mínútum síðar sem Martin Ödegaard tvöfaldaði forystu heimamanna, að þessu sinni var Oleksandr Zinchenko með stoðsendinguna. Á 23. mínútu urðu Úlfarnir fyrir miklu áfalli þegar Jose Sá, markvörður liðsins, meiddist og þurfti að fara af velli. Í hans stað kom Daniel Bentley og stóð vaktina það sem eftir lifði leiks. Staðan var 2-0 í hálfleik og þannig var hún allt þangað til Tomiyasu fór meiddur af velli fyrir Ben White. Á 85. mínútu þegar Matheus Cunha skoraði með frábæru skoti innan úr vítateig Arsenal. Strax í næstu sókn gat Eddie Nketiah klárað leikinn en skot hans fór í stöngina. Arsenal er nú með fjögurra stiga forystu á Englandsmeistara Manchester City sem eiga þó leik til góða í 2. sætinu.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti