Rodrygo segir Real Madrid banna honum að ræða rifrildið við Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2023 14:46 Lionel Messi og Rodrygo rifust aðeins fyrir leikinn. Getty/Buda Mendes Brasilíski knattspyrnumaðurinn Rodrygo segir að Real Madrid hafi þvertekið fyrir það að hann ræði uppákomu í leik Brasilíu og Argentínu í síðasta landsliðsglugga. Argentína sótti þá 1-0 sigur á Maracana leikvanginn í Ríó þar sem Nicolas Otamendi skoraði eina mark leiksins. #LoMásLeído Lío entre Messi y Rodrygo tras los incidentes del Maracaná https://t.co/d2lOeCB2xD— MARCA (@marca) November 23, 2023 Mikið gekk á fyrir leik þegar lögreglan gekk hart fram í að bæla niður ólæti í stuðningsmönnum argentínska liðsins. Argentínska liðið gekk af velli eftir þjóðsöngvana til að reyna að róa hlutina og leiknum seinkaði um hálftíma. Eftir að argentínska liðið kom úr klefanum þá lenti hinum 22 ára gamla leikmanni Real Madrid saman við Lionel Messi. Samkvæmt fréttum að utan þá sagði Rodrygo við Messi: „Þið hegðið ykkur eins og hugleysingjar, viljið þið ekki spila leikinn?“ Messi á að hafa svarað: „Við erum heimsmeistarar, hvernig erum við hugleysingjar? Passaðu hvað þú segir.“ Le preguntan a Rodrygo por su problema con Messi y responde esto @jigochoa pic.twitter.com/SHEr5szbGB— MARCA (@marca) November 29, 2023 Rodrygo og Messi hættu fljótlega rifrildinu og leikurinn fór í gang. Rodrygo var spurður út í atvikið af blaðamönnum í vikunni. „Ég get ekki talað um þetta atvik. Real Madrid leyfir mér það ekki,“ sagði Rodrygo en Marca segir frá. Rodrygo hefur nú skorað í þremur síðustu leikjum Real í Meistaradeildinni og alls átta mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Hann er með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum í spænsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by FootballJOE (@footballjoe) HM 2026 í fótbolta Argentína Brasilía Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Argentína sótti þá 1-0 sigur á Maracana leikvanginn í Ríó þar sem Nicolas Otamendi skoraði eina mark leiksins. #LoMásLeído Lío entre Messi y Rodrygo tras los incidentes del Maracaná https://t.co/d2lOeCB2xD— MARCA (@marca) November 23, 2023 Mikið gekk á fyrir leik þegar lögreglan gekk hart fram í að bæla niður ólæti í stuðningsmönnum argentínska liðsins. Argentínska liðið gekk af velli eftir þjóðsöngvana til að reyna að róa hlutina og leiknum seinkaði um hálftíma. Eftir að argentínska liðið kom úr klefanum þá lenti hinum 22 ára gamla leikmanni Real Madrid saman við Lionel Messi. Samkvæmt fréttum að utan þá sagði Rodrygo við Messi: „Þið hegðið ykkur eins og hugleysingjar, viljið þið ekki spila leikinn?“ Messi á að hafa svarað: „Við erum heimsmeistarar, hvernig erum við hugleysingjar? Passaðu hvað þú segir.“ Le preguntan a Rodrygo por su problema con Messi y responde esto @jigochoa pic.twitter.com/SHEr5szbGB— MARCA (@marca) November 29, 2023 Rodrygo og Messi hættu fljótlega rifrildinu og leikurinn fór í gang. Rodrygo var spurður út í atvikið af blaðamönnum í vikunni. „Ég get ekki talað um þetta atvik. Real Madrid leyfir mér það ekki,“ sagði Rodrygo en Marca segir frá. Rodrygo hefur nú skorað í þremur síðustu leikjum Real í Meistaradeildinni og alls átta mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Hann er með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fjórtán leikjum í spænsku deildinni. View this post on Instagram A post shared by FootballJOE (@footballjoe)
HM 2026 í fótbolta Argentína Brasilía Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira