Deilur skuli útkljáðar fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 12:24 Sigurður Örn er formaður Lögmannafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Lögmannafélags Íslands segir að þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða norskra dómstóla um að faðir barna Eddu Bjarkar Arnardóttur skuli fara með forsjá þeirra, þýði það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. Í nótt var greint frá því að stór hópur fólks hafi safnast saman á afleggjaranum að fangelsinu á Hólmsheiði, með það að markmiði að koma í veg fyrir að Edda Björk yrði flutt úr fangelsinu og afhent norskum yfirvöldum á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, hefur gert málið að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Borgararnir eigi ekki að taka lögin í eigin hendur Þar segir hann að málið tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hafi verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Grein hans sé ekki um deiluna sjálfa enda þekki hann ekki málavexti og ætli ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þurfi heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafi þegar verið kveðinn upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og á Íslandi. „Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur.“ Mótmælendur gætu hafa brotið lög Í samtali við Vísi bendir Sigurður Örn á að það að hindra störf lögreglu sé ólögmætt, það geti verið brot gegn lögreglulögum og í alvarlegri tilvikum flokkast sem brot gegn valdstjórninni. Þá sé gertæki, það að taka lögin í eigin hendur, sérstakt brot í almennum hegningarlögum. „Það er góð ástæða fyrir því, eins og ég kem inn á í greininni. Við erum búin að afmarka þetta, valdbeitingarréttinn. Hann liggur einungis hjá hinu opinbera, við viljum ekki að fólk fari að taka lögin í sínar hendur.“ „Þetta er augsýnilega harmleikur“ Sigurður Örn segir að í tilfelli mótmælendanna geti verið að tilfinningar hafi hlaupið með fólk í gönur. „En ég hef af þessu töluverðar áhyggjur. Límið í samfélaginu það byggir á trausti. Trausti gagnvart kerfinu okkar, gagnvart stofnunum samfélagsins og lögunum. Það hefur staðið af sér ásókn á undanförnum árum og áratugum en við þurfum að passa upp á það. Ég skrifa þessa grein af ástæðu. Af því að mér mislíkar orðræðan og aðferðafræðin sem þarna hefur einhvern veginn tekið yfirhöndina. Það er augljóst, eins og oft er þegar mál ratar fyrir dómstóla, að málið er erfitt. Þetta er augsýnilega harmleikur.“ Þó séu leiðir í lögunum, til þess að útkljá þessar deilur, forsjárdeilur sem aðrar deilur. Það eigi að vera gert á grundvelli laga og fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði. Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 1. desember 2023 12:07 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Í nótt var greint frá því að stór hópur fólks hafi safnast saman á afleggjaranum að fangelsinu á Hólmsheiði, með það að markmiði að koma í veg fyrir að Edda Björk yrði flutt úr fangelsinu og afhent norskum yfirvöldum á grundvelli norrænnar handtökuskipunar. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, hefur gert málið að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Borgararnir eigi ekki að taka lögin í eigin hendur Þar segir hann að málið tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hafi verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Grein hans sé ekki um deiluna sjálfa enda þekki hann ekki málavexti og ætli ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þurfi heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafi þegar verið kveðinn upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og á Íslandi. „Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur.“ Mótmælendur gætu hafa brotið lög Í samtali við Vísi bendir Sigurður Örn á að það að hindra störf lögreglu sé ólögmætt, það geti verið brot gegn lögreglulögum og í alvarlegri tilvikum flokkast sem brot gegn valdstjórninni. Þá sé gertæki, það að taka lögin í eigin hendur, sérstakt brot í almennum hegningarlögum. „Það er góð ástæða fyrir því, eins og ég kem inn á í greininni. Við erum búin að afmarka þetta, valdbeitingarréttinn. Hann liggur einungis hjá hinu opinbera, við viljum ekki að fólk fari að taka lögin í sínar hendur.“ „Þetta er augsýnilega harmleikur“ Sigurður Örn segir að í tilfelli mótmælendanna geti verið að tilfinningar hafi hlaupið með fólk í gönur. „En ég hef af þessu töluverðar áhyggjur. Límið í samfélaginu það byggir á trausti. Trausti gagnvart kerfinu okkar, gagnvart stofnunum samfélagsins og lögunum. Það hefur staðið af sér ásókn á undanförnum árum og áratugum en við þurfum að passa upp á það. Ég skrifa þessa grein af ástæðu. Af því að mér mislíkar orðræðan og aðferðafræðin sem þarna hefur einhvern veginn tekið yfirhöndina. Það er augljóst, eins og oft er þegar mál ratar fyrir dómstóla, að málið er erfitt. Þetta er augsýnilega harmleikur.“ Þó séu leiðir í lögunum, til þess að útkljá þessar deilur, forsjárdeilur sem aðrar deilur. Það eigi að vera gert á grundvelli laga og fyrir dómstólum, ekki á vegslóða við Hólmsheiði.
Fjölskyldumál Noregur Dómsmál Lögreglumál Dómstólar Tengdar fréttir Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 1. desember 2023 12:07 Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37 „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Norskir lögreglumenn mættir til Keflavíkur Það var embætti ríkissaksóknara sem krafðist þess að Edda Björk Arnardóttir yrði færð úr fangelsinu á Hólmsheiði og til Keflavíkur seint í gærkvöldi. Í Keflavík voru mættir lögreglumenn frá Noregi sem ætluðu að fylgja henni þangað. 1. desember 2023 12:07
Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. 1. desember 2023 11:37
„Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45
Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26