Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 02:04 Nokkuð stór hópur fólks hefur safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og von er á fleirum. Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir í samtali við Vísi að um tuttugu bílum hafi verið lagt við og á afleggjaranum við fangelsið. Markmiðið sé fyrst og fremst að vekja athygli stjórnvalda á máli Eddu Bjarkar og því að til standi að afhenda hana norskum yfirvöldum í skjóli nætur. Í gærkvöldi var greint frá því að fangelsinu hefði borist símtal frá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um að Edda Björk yrði sótt í fangelsið í kvöld og í framhaldinu flutt til Noregs. Ragnheiður segir fjölskylduna ekki geta haft neitt samband við Eddu Björk síðan um klukkan 22 í gærkvöldi, enda ljúki símatíma fangelsisins þá. Heimildir hennar innan úr fangelsinu hermi að til standi að flytja Eddu Björk klukkan 05 í nótt. Gera allt til þess að hindra flutninginn Ragnheiður segir að lögregluþjónar hafi verið á vettvangi fyrr í nótt og sagt viðstöddum að færa þyrfti bílana af veginum til þess að sjúkrabíll gæti komist um veginn. Enginn sjúkrabíll sé þó kominn og lögregluþjónarnir séu nú á bak og burt. Aðspurð segir hún hópinn munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt í nótt. Hann muni til að mynda ekki hika við að þvera veginn með bílum sínum ef til þess ráðs þarf að grípa. Hópurinn mun loka veginum, ef þess þarf. Þá segir hún að í ofanálag við þá tuttugu bíla og farþega þeirra sé von á fleirum. Fólk muni helst koma á fimmta tímanum þegar gert er ráð fyrir flutningnum úr fangelsinu. Eru ekki bjartsýn Ragnheiður segir þó að um friðsamleg mótmæli sé að ræða og að þeim sé fyrst og fremst ætlað að vekja athygli stjórnvalda á málinu. Aðstandendur hennar skilji einfaldlega ekki málsmeðferðina og hvers vegna ákvörðun um að flytja Eddu Björk í nótt hafi verið tekin. Þá sé einnig óskiljanlegt að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin af stoðdeild Ríkislögreglustjóra en ekki Ríkissaksóknara, sem fer með afhendingu eftirlýstra manna til erlendra yfirvalda. Verjandi Eddu hafi í kvöld og í nótt haft samband við bæði héraðsdóm og Ríkislögreglustjóra, sem hvorugur hafi kannast við að hafa tekið ákvörðunina. Jóhannes Karl Sveinsson, verjandi Eddu Bjarkar, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði gert kröfu til þess héraðsdómara, sem kvað upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Eddu, að hann úrskurði þegar í stað, á grundvelli laga um meðferð sakamála, að Edda Björk yrði ekki afhent úr varðhaldinu fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. Ragnheiður segir að af gefinni reynslu séu aðstandendur Eddu Bjarkar ekki bjartsýnir á það að stjórnvöld geri nokkuð í málinu, þrátt fyrir mótmælin. „Það er ótrúlegt að enginn skuli hafa tekið upp hanskann fyrir hana og börnin hennar miðað við allt sem hefur gengið á.“ Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03 Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Sjá meira
Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir í samtali við Vísi að um tuttugu bílum hafi verið lagt við og á afleggjaranum við fangelsið. Markmiðið sé fyrst og fremst að vekja athygli stjórnvalda á máli Eddu Bjarkar og því að til standi að afhenda hana norskum yfirvöldum í skjóli nætur. Í gærkvöldi var greint frá því að fangelsinu hefði borist símtal frá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um að Edda Björk yrði sótt í fangelsið í kvöld og í framhaldinu flutt til Noregs. Ragnheiður segir fjölskylduna ekki geta haft neitt samband við Eddu Björk síðan um klukkan 22 í gærkvöldi, enda ljúki símatíma fangelsisins þá. Heimildir hennar innan úr fangelsinu hermi að til standi að flytja Eddu Björk klukkan 05 í nótt. Gera allt til þess að hindra flutninginn Ragnheiður segir að lögregluþjónar hafi verið á vettvangi fyrr í nótt og sagt viðstöddum að færa þyrfti bílana af veginum til þess að sjúkrabíll gæti komist um veginn. Enginn sjúkrabíll sé þó kominn og lögregluþjónarnir séu nú á bak og burt. Aðspurð segir hún hópinn munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt í nótt. Hann muni til að mynda ekki hika við að þvera veginn með bílum sínum ef til þess ráðs þarf að grípa. Hópurinn mun loka veginum, ef þess þarf. Þá segir hún að í ofanálag við þá tuttugu bíla og farþega þeirra sé von á fleirum. Fólk muni helst koma á fimmta tímanum þegar gert er ráð fyrir flutningnum úr fangelsinu. Eru ekki bjartsýn Ragnheiður segir þó að um friðsamleg mótmæli sé að ræða og að þeim sé fyrst og fremst ætlað að vekja athygli stjórnvalda á málinu. Aðstandendur hennar skilji einfaldlega ekki málsmeðferðina og hvers vegna ákvörðun um að flytja Eddu Björk í nótt hafi verið tekin. Þá sé einnig óskiljanlegt að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin af stoðdeild Ríkislögreglustjóra en ekki Ríkissaksóknara, sem fer með afhendingu eftirlýstra manna til erlendra yfirvalda. Verjandi Eddu hafi í kvöld og í nótt haft samband við bæði héraðsdóm og Ríkislögreglustjóra, sem hvorugur hafi kannast við að hafa tekið ákvörðunina. Jóhannes Karl Sveinsson, verjandi Eddu Bjarkar, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði gert kröfu til þess héraðsdómara, sem kvað upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Eddu, að hann úrskurði þegar í stað, á grundvelli laga um meðferð sakamála, að Edda Björk yrði ekki afhent úr varðhaldinu fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. Ragnheiður segir að af gefinni reynslu séu aðstandendur Eddu Bjarkar ekki bjartsýnir á það að stjórnvöld geri nokkuð í málinu, þrátt fyrir mótmælin. „Það er ótrúlegt að enginn skuli hafa tekið upp hanskann fyrir hana og börnin hennar miðað við allt sem hefur gengið á.“
Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03 Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Sjá meira
Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03
Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55