Maður sem reyndi að bana leigusala tekinn með fíkniefni á Litla-Hrauni Jón Þór Stefánsson skrifar 30. nóvember 2023 17:57 Fíkniefnabrot mannsins áttu sér stað í fangelsinu Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem á langan sakaferill að baki hefur hlotið sextíu daga fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fíkniefnabrot sem hann framdi í fangelsinu Litla-Hrauni. Maðurinn heitir Þorlákur Fannar Albertsson og er á fertugsaldri. Honum var gefið að sök að hafa ýmis fíkniefni í fórum sínum þegar fangaverðir gerðu leit í fangaklefa hans í maí á síðasta ári. Um er að ræða tvö stykki af fíknilyfinu Suboxne, eitt stykki af fíknilyfinu Rivotril, tæplega 150 grömm af nýmynduðum kannabínóíða, og tæplega þrjú grömm af fíkniefninu Etizolam, sem og tvær pappírseiningar sem innihéldu fíkniefnið Clonazolam. Fíkniefnin fundust í fangaklefa Þorláks.Vísir/Vilhelm Þorlákur játaði skýlaust sök í Héraðsdómi Suðurlands þar sem fíkniefnamálið á Litla-Hrauni var tekið fyrir. Vegna langs sakaferils hans þótti dómnum ekki tilefni að hafa refsinguna skilorðsbundna. Líkt og áður segir fær Þorlákur sextíu daga fangelsisdóm og er gert að greiða sakarkostnað málsins sem er tæplega 437 þúsund krónur. Tvær hrottalegar árásir Þorlákur á langan sakaferill að baki, en árið 2021 hlaut hann sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tvær árásir sem áttu sér stað árið áður. Önnur þeirra beindist gegn leigusala hans, konu á fimmtugsaldri, og leit Landsréttur svo á að um væri að ræða tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Fyrir dómi sagðist konan viss um að hún hefði látið lífið hefði hún ekki brugðist skjótt við árásinni. Hún lýsti því að hún hefði vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varist hnífstungum með þvottakörfu. Á meðan á þessu stóð hafi maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. Hin árásin beindist gegn félaga Þorláks. Þeir höfðu verið úti að borða og síðan farið í íbúð á Bríetartúni en þar batt Þorlákur félaga sinn og beitti ýmsu ofbeldi, líkt og að slá hann með kúbeini. Þórlákur neitaði sök í báðum málum og bar fyrir sig að hann hafi verið í geðrofi þegar umræddir atburðir áttu sér stað. Ekki fyrsta brotið á Litla-Hrauni Fíkniefnabrot Þorláks er ekki það fyrsta sem á sér stað á Litla-Hrauni. Í janúar á þessu ári hlaut hann dóm fyrir líkamsárás sem átti sér stað í desember 2020 í eldhúsi fangelsins. Dómur Héraðsdóms Suðurlands er óaðgengilegur á vef héraðsdómstólanna, en DV fjallaði um málið. Þar kemur fram að honum hafi verið gert að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar, en honum var ekki gerð refsing vegna hennar. Hann var ákærður fyrir að slá samfanga sinn í höfuðið með trékefli sem varð til þess að samfanginn féll til jarðar. Þar á Þorlákur að hafa haldið árás sinni áfram með því að slá hinn írekað í höfuð og búk, og þar á eftir sparkað í höfuð samfangans. Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Dómsmál Fíkniefnabrot Fangelsismál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Maðurinn heitir Þorlákur Fannar Albertsson og er á fertugsaldri. Honum var gefið að sök að hafa ýmis fíkniefni í fórum sínum þegar fangaverðir gerðu leit í fangaklefa hans í maí á síðasta ári. Um er að ræða tvö stykki af fíknilyfinu Suboxne, eitt stykki af fíknilyfinu Rivotril, tæplega 150 grömm af nýmynduðum kannabínóíða, og tæplega þrjú grömm af fíkniefninu Etizolam, sem og tvær pappírseiningar sem innihéldu fíkniefnið Clonazolam. Fíkniefnin fundust í fangaklefa Þorláks.Vísir/Vilhelm Þorlákur játaði skýlaust sök í Héraðsdómi Suðurlands þar sem fíkniefnamálið á Litla-Hrauni var tekið fyrir. Vegna langs sakaferils hans þótti dómnum ekki tilefni að hafa refsinguna skilorðsbundna. Líkt og áður segir fær Þorlákur sextíu daga fangelsisdóm og er gert að greiða sakarkostnað málsins sem er tæplega 437 þúsund krónur. Tvær hrottalegar árásir Þorlákur á langan sakaferill að baki, en árið 2021 hlaut hann sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir tvær árásir sem áttu sér stað árið áður. Önnur þeirra beindist gegn leigusala hans, konu á fimmtugsaldri, og leit Landsréttur svo á að um væri að ræða tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Fyrir dómi sagðist konan viss um að hún hefði látið lífið hefði hún ekki brugðist skjótt við árásinni. Hún lýsti því að hún hefði vikið sér undan ítrekuðum atlögum mannsins og varist hnífstungum með þvottakörfu. Á meðan á þessu stóð hafi maðurinn ítrekað hótað henni lífláti. Hin árásin beindist gegn félaga Þorláks. Þeir höfðu verið úti að borða og síðan farið í íbúð á Bríetartúni en þar batt Þorlákur félaga sinn og beitti ýmsu ofbeldi, líkt og að slá hann með kúbeini. Þórlákur neitaði sök í báðum málum og bar fyrir sig að hann hafi verið í geðrofi þegar umræddir atburðir áttu sér stað. Ekki fyrsta brotið á Litla-Hrauni Fíkniefnabrot Þorláks er ekki það fyrsta sem á sér stað á Litla-Hrauni. Í janúar á þessu ári hlaut hann dóm fyrir líkamsárás sem átti sér stað í desember 2020 í eldhúsi fangelsins. Dómur Héraðsdóms Suðurlands er óaðgengilegur á vef héraðsdómstólanna, en DV fjallaði um málið. Þar kemur fram að honum hafi verið gert að greiða samfanga sínum 300 þúsund krónur í miskabætur vegna árásarinnar, en honum var ekki gerð refsing vegna hennar. Hann var ákærður fyrir að slá samfanga sinn í höfuðið með trékefli sem varð til þess að samfanginn féll til jarðar. Þar á Þorlákur að hafa haldið árás sinni áfram með því að slá hinn írekað í höfuð og búk, og þar á eftir sparkað í höfuð samfangans.
Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Dómsmál Fíkniefnabrot Fangelsismál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira