Innlent

Til­kynnt um grun­sam­legar manna­ferðir og inn­brot í bíla

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ef marka má yfirlit lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar virðist vaktin hafa verið róleg.
Ef marka má yfirlit lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar virðist vaktin hafa verið róleg. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í póstnúmerinu 110 en í sama hverfi barst einnig tilkynning um einstakling sem var sagður vera að brjótast inn í bifreiðar.

Sá náðist, var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Lögreglu bárust einnig tilkynningar um einstakling sem var sagður sýna af sér ógnandi hegðun í garð annarra í póstnúmerinu 108 og um grunsamlegar mannaferðir á Seltjarnarnesi. 

Þá var tilkynnt um árekstur þar sem ökumaður stakk af og einn sektaður fyrir að tala í síma við stýrið.

Einn var handtekinn grunaður um ölvunarakstur og tveir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×