„Þurfum að stefna að því að ná betri frammistöðum oftar“ Árni Gísli Magnússon skrifar 29. nóvember 2023 21:19 Halldór Stefán tók við liði KA fyrir tímabilið. FH vann öruggan sjö marka sigur á KA fyrir norðan fyrr í kvöld. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn ef undanskilinn er lokakafli fyrri hálfleiks þar sem KA skoraði fimm mörk í röð. Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, segir liðið ekki hafa fylgt sigrinum gegn Val í síðustu umferð nægilega vel eftir en tekur fram að liðið sé í þroskaferli. „Mér fannst þetta köflótt. Við náttúrulega byrjum ekki nógu vel, mér finnst við samt alveg vera skapa helling, en finnst okkur vanta pínu frammistöður hjá liðinu. Við náum kannski ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunum í síðasta leik en við getum ekki endilega sett kröfu á 17 til 18 ára stráka að þeir séu svona í hverri einustu viku en það er þangað sem við eigum að komast og þetta er einn liður í þessu þroskaferli að ná því viku eftir viku og því miður gekk það ekki í dag. Mér finnst við samt í leiknum vera gera fullt flott en klikka á færum og tapaðir boltar og smá svona.“ Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA með 11 mörk en aðrir leikmenn voru einungis með tvö til þrjú mörk hver. Sóknarleikur KA einkenndist því mikið af einstaklingsframtökum þar sem menn voru að láta vaða á markið þegar sóknin var að renna út í sandinn. Skarphéðinn Ívar Einarsson var duglegur að reyna þegar á þurfti og skoraði 3 mörk úr alls 10 skotum. „Þessi skot eiga bara að vera inni hjá Skarpa og línumennirnir þurfa að skora meira og við þurfum að fá meira úr hornunum og svona heildar frammistaðan þarf að vera betri til að vinna þessi bestu lið og því miður var hún það ekki í dag.“ KA byrjaði leikinn illa og FH var komið í 5 marka forystu snemma leiks og keyrði látlaust hraða miðju og refsuðu töpuðum boltum heimamanna. Hvers vegna byrjar KA leikinn svona illa? „Pínu tvíþætt, auðvitað skaparðu þína eigin heppni, mér finnst við pínu óheppnir líka, við erum að fá færi og klikka, þeir taka eitthvað frákast og óheppnir með tapaða bolta og allskonar svona. Tapaðir boltar þar sem við erum klaufar og veljum vitlaust. Stærsti munurinn á leiknum í dag og síðasta leik að tæknifeilarnir okkar eru tvöfalt ef ekki þrefalt fleiri í dag og þá er auðvitað erfitt að vinna svona leik.“ KA á aftur heimaleik í næstu umferð þegar botnlið Selfoss kemur í heimsókn. Hvað getur Halldór tekið úr leiknum í dag inn í næsta leik? „Ekkert eitthvað sérstakt, bara áfram í framþróuninni. FH er að spila ákveðna hluti á okkur sem Valur gerir ekki og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það sem við erum að gera og stefna að því að ná betri frammistöðum oftar, það er það sem við þurfum svolítið að einblína á“, sagði Halldór að lokum. Olís-deild karla KA FH Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira
Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari KA, segir liðið ekki hafa fylgt sigrinum gegn Val í síðustu umferð nægilega vel eftir en tekur fram að liðið sé í þroskaferli. „Mér fannst þetta köflótt. Við náttúrulega byrjum ekki nógu vel, mér finnst við samt alveg vera skapa helling, en finnst okkur vanta pínu frammistöður hjá liðinu. Við náum kannski ekki alveg að fylgja eftir frammistöðunum í síðasta leik en við getum ekki endilega sett kröfu á 17 til 18 ára stráka að þeir séu svona í hverri einustu viku en það er þangað sem við eigum að komast og þetta er einn liður í þessu þroskaferli að ná því viku eftir viku og því miður gekk það ekki í dag. Mér finnst við samt í leiknum vera gera fullt flott en klikka á færum og tapaðir boltar og smá svona.“ Einar Rafn Eiðsson var markahæstur hjá KA með 11 mörk en aðrir leikmenn voru einungis með tvö til þrjú mörk hver. Sóknarleikur KA einkenndist því mikið af einstaklingsframtökum þar sem menn voru að láta vaða á markið þegar sóknin var að renna út í sandinn. Skarphéðinn Ívar Einarsson var duglegur að reyna þegar á þurfti og skoraði 3 mörk úr alls 10 skotum. „Þessi skot eiga bara að vera inni hjá Skarpa og línumennirnir þurfa að skora meira og við þurfum að fá meira úr hornunum og svona heildar frammistaðan þarf að vera betri til að vinna þessi bestu lið og því miður var hún það ekki í dag.“ KA byrjaði leikinn illa og FH var komið í 5 marka forystu snemma leiks og keyrði látlaust hraða miðju og refsuðu töpuðum boltum heimamanna. Hvers vegna byrjar KA leikinn svona illa? „Pínu tvíþætt, auðvitað skaparðu þína eigin heppni, mér finnst við pínu óheppnir líka, við erum að fá færi og klikka, þeir taka eitthvað frákast og óheppnir með tapaða bolta og allskonar svona. Tapaðir boltar þar sem við erum klaufar og veljum vitlaust. Stærsti munurinn á leiknum í dag og síðasta leik að tæknifeilarnir okkar eru tvöfalt ef ekki þrefalt fleiri í dag og þá er auðvitað erfitt að vinna svona leik.“ KA á aftur heimaleik í næstu umferð þegar botnlið Selfoss kemur í heimsókn. Hvað getur Halldór tekið úr leiknum í dag inn í næsta leik? „Ekkert eitthvað sérstakt, bara áfram í framþróuninni. FH er að spila ákveðna hluti á okkur sem Valur gerir ekki og við þurfum bara að halda áfram að byggja ofan á það sem við erum að gera og stefna að því að ná betri frammistöðum oftar, það er það sem við þurfum svolítið að einblína á“, sagði Halldór að lokum.
Olís-deild karla KA FH Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Sjá meira