Húmorinn um ofbeldi og kúgun „beittasta verkfærið í baráttunni“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 29. nóvember 2023 19:38 Guðrún Jónsdóttir yngri og Kristín Ástgeirsdóttir eru sammála um að húmorinn geti skipt miklu máli í jafnréttisbaráttu kvenna. Vísir Málþing til heiðurs baráttukonunnar Guðrúnar Jónsdóttur fór fram seinni partinn í dag. Tilefnið er útgáfa ævi- og baráttusögu hennar Ég verð aldrei frú meðfærileg eftir Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Fréttamaður Stöðvar 2 leit við á málþinginu og náði tali af Guðrúnu Jónsdóttur yngri, fyrrverandi talskonu Stígamóta, og Kristínu Ástgeirsdóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans. Guðrún lýsir nöfnu sinni sem stórbrotnum persónuleika sem hafi orðið sérfræðingur í starfsaðgerðun nýju kvennahreyfinganna. „Hún hafði tileinkað sér hina nýju hugsun og hinar nýju aðferðir og varð snillingur í að gera grín að hinu grafalvarlega ofbeldi og þeirri grafalvarlegu kúgun sem konur voru beittar og það gat verið beittasta verkfærið í baráttunni,“ segir Guðrún. „Hún er snillingur í að virkja grasrótina, óhrædd, eldklár, skrifaði doktorsritgerðina sína um kynferðisofbeldi þannig að það var ákaflega vel vandað til verka við tilurð Stígamóta. Mig langar bara að segja að ég er svo þakklát fyrir að sagan hennar sé komin á bók vegna þess að mér finnst að sagan hennar Guðrúnar sé saga okkar allra,“ bætir Guðrún við . Óraði ykkur fyrir því að það yrði svona vel sótt? „Já, ég verð nú að segja það,“ segir Kristín. „Guðrún er mjög vel þekkt í kvennahreyfingunni og hún hefur náttúrlega stundað mikinn aktívisma og komið víða við sögu. Þannig að það eru mjög margir sem hafa unnið með henni í gegn um tíðina enda er þetta orðinn langur ferill og hennar framlag mjög merkilegt,“ segir hún jafnframt. „Og eins og hún segir sjálf, að húmorinn skiptir miklu máli og hann getur vakið mikla athygli,“ segir Kirstín og rifjar upp þegar fegurðarsamkeppnum var mótmælt í borgarstjórninni og Guðrún mætti ásamt Magdalenu Schram í kjól og með kórónu á borgarstjórnarfund. „Þannig að hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu,“ segir Kristín að lokum. Jafnréttismál Bókmenntir Tímamót Bókaútgáfa Tengdar fréttir Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 leit við á málþinginu og náði tali af Guðrúnu Jónsdóttur yngri, fyrrverandi talskonu Stígamóta, og Kristínu Ástgeirsdóttur fyrrverandi þingkonu Kvennalistans. Guðrún lýsir nöfnu sinni sem stórbrotnum persónuleika sem hafi orðið sérfræðingur í starfsaðgerðun nýju kvennahreyfinganna. „Hún hafði tileinkað sér hina nýju hugsun og hinar nýju aðferðir og varð snillingur í að gera grín að hinu grafalvarlega ofbeldi og þeirri grafalvarlegu kúgun sem konur voru beittar og það gat verið beittasta verkfærið í baráttunni,“ segir Guðrún. „Hún er snillingur í að virkja grasrótina, óhrædd, eldklár, skrifaði doktorsritgerðina sína um kynferðisofbeldi þannig að það var ákaflega vel vandað til verka við tilurð Stígamóta. Mig langar bara að segja að ég er svo þakklát fyrir að sagan hennar sé komin á bók vegna þess að mér finnst að sagan hennar Guðrúnar sé saga okkar allra,“ bætir Guðrún við . Óraði ykkur fyrir því að það yrði svona vel sótt? „Já, ég verð nú að segja það,“ segir Kristín. „Guðrún er mjög vel þekkt í kvennahreyfingunni og hún hefur náttúrlega stundað mikinn aktívisma og komið víða við sögu. Þannig að það eru mjög margir sem hafa unnið með henni í gegn um tíðina enda er þetta orðinn langur ferill og hennar framlag mjög merkilegt,“ segir hún jafnframt. „Og eins og hún segir sjálf, að húmorinn skiptir miklu máli og hann getur vakið mikla athygli,“ segir Kirstín og rifjar upp þegar fegurðarsamkeppnum var mótmælt í borgarstjórninni og Guðrún mætti ásamt Magdalenu Schram í kjól og með kórónu á borgarstjórnarfund. „Þannig að hún sem aktívisti á sér langa og merkilega sögu,“ segir Kristín að lokum.
Jafnréttismál Bókmenntir Tímamót Bókaútgáfa Tengdar fréttir Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Hann var grípandi um brjóstin á mér eða rassinn Dr. Guðrún Jónsdóttir stígur fram og lýsir kynferðislegri áreitni sem hún varð fyrir í borgarstjórn. 25. nóvember 2017 09:00