Skildi ekkert í því af hverju hún væri ekki glöð Stefán Árni Pálsson skrifar 29. nóvember 2023 13:40 Sigríður Hrund opnar sig um margra ára fæðingarþunglyndi í Íslandi í dag á Stöð 2. Sigríður Hrund Pétursdóttir er atvinnurekandi og fjögurra barna móðir. Hún glímdi við fæðingarþunglyndi í áratug. Sigríður steig fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sína sögu. Hún vill að aðrir í sömu stöðu átti sig á því að fæðingarþunglyndi sé ekkert til að skammast sín fyrir. „Áður var ég alltaf glöð og þjáðist af því sem ég kalla sígleði,“ segir Sigríður en áður en eldri drengirnir komu í heiminn, tvíburastrákar, var staðan hjá þeim hjónum búin að vera nokkuð erfið. Hún útilokar því ekki að það hafi verið ákveðinn undanfari á þunglyndinu. „Við gátum ekki eignast börn og við þurftum að fara í uppsetningar og það dugði ekki til og þá förum við í glasafrjóvgun. Þeir eru tilraun þrjú og eru algjört kraftaverk. Þegar svona hlutir ganga ekki upp, það tekur á og það er ákveðin áraun. Fyrir fólk sem getur ekki eignast börn, það er þungt. Allar mínar systur eignast börn fyrir tvítugt og þarna er ég orðin þrítug. Það verður ákveðin sorg og þig langar ekki að sætta þig við það að geta ekki eignast börn. Það er auðvitað höfnun líka, hvað er að mér? Af hverju ekki ég?“ Sigríður segir að þau hjónin hafi samt sem áður neitað að gefast upp og þá komu tvíburastrákarnir. „En þá byrjar ákveðið vesen. Ég á fjögur börn en þrjár meðgöngur og ég fæ í öll skiptin lifrabilun. Það er alveg svakalegt ástand og þá færðu ofsakláða í húðina og þér líður eins og þér langi að renna húðinni af þér. Þetta er svakalegt ástand og alltaf fæ ég fæðingarþunglyndi. Það er eins og kvef, þú velur þér þetta ekki. Þetta kemur til þín og við þarna búin að bíða eftir því að eignast börn í nokkur ár og ég verð síðan tvöfalt barnshafandi og þá verður þetta svona erfitt.“ Sigríður skildi ekkert í því að hún væri ekki glöð þar sem hún væri búin að bíða svo lengi eftir því að eignast barn. Hún fékk samviskubit yfir því að vera ekki þakklátari og skildi ekki hvers vegna hún væri ekki í skýjunum. „En ég finn ekki, það er eins og það sé búið að ryksuga gleðiefni úr mér, sem er sérstök tilfinning. Boðefnin bara hverfa. Og það er vont.“ Drengirnir sem eru nítján ára í dag komu í októbermánuði og í desember var hún greind með mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. „Þær vildu leggja mig inn og þá fer maður á geðdeild og ég hugsaði bara, ekki fræðilegur. Þakka ykkur kærlega fyrir það. Ég var því bara heima með manninum mínum og fékk aðhlynningu heim,“ segir Sigríður en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð innslagið í heild sinni á veitum Stöðvar 2. Klippa: Sigríður glímdi við fæðingarþunglyndi í áratug Ísland í dag Geðheilbrigði Tengdar fréttir Formaður FKA neitar að stíga frá borði Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 16. janúar 2022 13:40 Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Áður var ég alltaf glöð og þjáðist af því sem ég kalla sígleði,“ segir Sigríður en áður en eldri drengirnir komu í heiminn, tvíburastrákar, var staðan hjá þeim hjónum búin að vera nokkuð erfið. Hún útilokar því ekki að það hafi verið ákveðinn undanfari á þunglyndinu. „Við gátum ekki eignast börn og við þurftum að fara í uppsetningar og það dugði ekki til og þá förum við í glasafrjóvgun. Þeir eru tilraun þrjú og eru algjört kraftaverk. Þegar svona hlutir ganga ekki upp, það tekur á og það er ákveðin áraun. Fyrir fólk sem getur ekki eignast börn, það er þungt. Allar mínar systur eignast börn fyrir tvítugt og þarna er ég orðin þrítug. Það verður ákveðin sorg og þig langar ekki að sætta þig við það að geta ekki eignast börn. Það er auðvitað höfnun líka, hvað er að mér? Af hverju ekki ég?“ Sigríður segir að þau hjónin hafi samt sem áður neitað að gefast upp og þá komu tvíburastrákarnir. „En þá byrjar ákveðið vesen. Ég á fjögur börn en þrjár meðgöngur og ég fæ í öll skiptin lifrabilun. Það er alveg svakalegt ástand og þá færðu ofsakláða í húðina og þér líður eins og þér langi að renna húðinni af þér. Þetta er svakalegt ástand og alltaf fæ ég fæðingarþunglyndi. Það er eins og kvef, þú velur þér þetta ekki. Þetta kemur til þín og við þarna búin að bíða eftir því að eignast börn í nokkur ár og ég verð síðan tvöfalt barnshafandi og þá verður þetta svona erfitt.“ Sigríður skildi ekkert í því að hún væri ekki glöð þar sem hún væri búin að bíða svo lengi eftir því að eignast barn. Hún fékk samviskubit yfir því að vera ekki þakklátari og skildi ekki hvers vegna hún væri ekki í skýjunum. „En ég finn ekki, það er eins og það sé búið að ryksuga gleðiefni úr mér, sem er sérstök tilfinning. Boðefnin bara hverfa. Og það er vont.“ Drengirnir sem eru nítján ára í dag komu í októbermánuði og í desember var hún greind með mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. „Þær vildu leggja mig inn og þá fer maður á geðdeild og ég hugsaði bara, ekki fræðilegur. Þakka ykkur kærlega fyrir það. Ég var því bara heima með manninum mínum og fékk aðhlynningu heim,“ segir Sigríður en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð innslagið í heild sinni á veitum Stöðvar 2. Klippa: Sigríður glímdi við fæðingarþunglyndi í áratug
Ísland í dag Geðheilbrigði Tengdar fréttir Formaður FKA neitar að stíga frá borði Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 16. janúar 2022 13:40 Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26 Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59 Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Formaður FKA neitar að stíga frá borði Stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu fór fram á það á stjórnarfundi á fimmtudag að Sigríður Hrund Pétursdóttir myndi segja af sér sem formaður félagsins. Beiðnin kemur í kjölfar þess að Sigríður lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kvaðst saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 16. janúar 2022 13:40
Segir lækið sýna samkennd en enga afstöðu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segist hafa verið að sýna samkennd með manneskju sem stendur henni nærri þegar hún lækaði færslu Loga Bergmanns Eiðssonar á Facebook í gær. 7. janúar 2022 17:26
Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu miður sín vegna læksins Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), segist hafa gert mistök þegar hún lækaði Facebook-færslu Loga Bergmanns Eiðssonar þar sem hann kveðst vera saklaus af ásökunum um kynferðisbrot. 7. janúar 2022 16:59
Var með fæðingarþunglyndi í rúm átta ár Sigríður Hrund Pétursdóttir, segir þjáningu merki um þroska. Hún telur sig heppna að hafa farið fjórum sinnum í gegnum fæðingarþunglyndi enda sé hún vel gift. Hjónin hafa þó gengið í gegnum fleiri áföll en tekist á við þau af æðruleysi. 17. nóvember 2023 15:16