Áhersla á innflytjendur í nítján liða „tímamótaáætlun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2023 12:51 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynntu aðgerðaáætlunina í Hörpu í morgun. Vísir/Arnar Tæpum einum og hálfum milljarði verður veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í, að sögn menningarráðherra. Rík áhersla verður lögð á íslenskukennslu innflytjenda. Aðgerðaáætlunin, sem kynnt var með viðhöfn í Hörpu nú fyrir hádegi, byggir á vinnu ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu sem sett var á laggirnar í fyrra. Áætlunin er í nítján liðum, tekur til næstu þriggja ára og að henni koma fimm ráðuneyti. Umfangsmesta átak sinnar tegundar frá upphafi, að sögn Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. „Við getum sagt það hiklaust. En til þess að það gangi upp þarf allt samfélagið að taka þátt í þessu. Við leggjum gríðarlega áherslu á að fá hluttekningu og að menntakerfið, listir og menning, atvinnulífið, tæknin og að allir geti tekið þátt í þessu til þess að þetta gangi upp,“ segir Lilja. „Þetta er tímamótaaðgerðaáætlun.“ Sérstök áhersla er lögð á innflytjendur og börn af erlendum uppruna í áætluninni. Ellefu af nítján liðum tengjast þeim hópum á einhvern hátt. Þannig á til að mynda að efla starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur samhliða vinnu og stofna háskólabrú fyrir innflytjendur. Og svo eru það börnin; greina á möguleika á aukinni talsetningu efnis og efla skólabókasöfn. „Við leggjum áherslu á orðaforða barna og að öll börn á Íslandi hafi gríðarlega gott aðgengi að tungumálinu í daglegu lífi. Sem fyrrverandi menntamálaráðherra og núverandi menningarmálaráðherra veit ég nákvæmlega hvað þarf að gera til þess að ná árangri. Og árangurinn er í gegnum orðaforða, efla hann og dýpka lesskilning,“ segir Lilja. Talsverðir fjármunir hafa verið eyrnamerktir átakinu. „Kostnaðurinn núna, við erum upphaflega að setja í þetta 1,4 milljarð og svo setjum við aukna fjármuni í þetta á næstu árum.“ Íslensk tunga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Menning Tengdar fréttir Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. 29. nóvember 2023 10:10 „Það væri náttúrulega bara stórslys“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér. 27. október 2022 08:56 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Aðgerðaáætlunin, sem kynnt var með viðhöfn í Hörpu nú fyrir hádegi, byggir á vinnu ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu sem sett var á laggirnar í fyrra. Áætlunin er í nítján liðum, tekur til næstu þriggja ára og að henni koma fimm ráðuneyti. Umfangsmesta átak sinnar tegundar frá upphafi, að sögn Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. „Við getum sagt það hiklaust. En til þess að það gangi upp þarf allt samfélagið að taka þátt í þessu. Við leggjum gríðarlega áherslu á að fá hluttekningu og að menntakerfið, listir og menning, atvinnulífið, tæknin og að allir geti tekið þátt í þessu til þess að þetta gangi upp,“ segir Lilja. „Þetta er tímamótaaðgerðaáætlun.“ Sérstök áhersla er lögð á innflytjendur og börn af erlendum uppruna í áætluninni. Ellefu af nítján liðum tengjast þeim hópum á einhvern hátt. Þannig á til að mynda að efla starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur samhliða vinnu og stofna háskólabrú fyrir innflytjendur. Og svo eru það börnin; greina á möguleika á aukinni talsetningu efnis og efla skólabókasöfn. „Við leggjum áherslu á orðaforða barna og að öll börn á Íslandi hafi gríðarlega gott aðgengi að tungumálinu í daglegu lífi. Sem fyrrverandi menntamálaráðherra og núverandi menningarmálaráðherra veit ég nákvæmlega hvað þarf að gera til þess að ná árangri. Og árangurinn er í gegnum orðaforða, efla hann og dýpka lesskilning,“ segir Lilja. Talsverðir fjármunir hafa verið eyrnamerktir átakinu. „Kostnaðurinn núna, við erum upphaflega að setja í þetta 1,4 milljarð og svo setjum við aukna fjármuni í þetta á næstu árum.“
Íslensk tunga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Menning Tengdar fréttir Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. 29. nóvember 2023 10:10 „Það væri náttúrulega bara stórslys“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér. 27. október 2022 08:56 Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. 29. nóvember 2023 10:10
„Það væri náttúrulega bara stórslys“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér. 27. október 2022 08:56
Mikilvægt að huga að íslensku í auglýsingum Á árunum 1993 til 2005 hafa 35 mál verið tekin fyrir hjá neytendastofu vegna tungumáls í auglýsingum sem beint er til íslenskra neytenda. Samkvæmt lögum skulu þesskonar auglýsingar vera á íslensku. Eitt slíkt mál er nú til skoðunar hjá neytendastofu en aðeins hafa átta mál verið tekin fyrir síðan 2005. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir beitingu laga mikilvæga í þessum efnum. 16. október 2022 14:23