Ólafur Stefánsson: Ég er allt annar gæi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 08:00 Ólafur Stefánsson er nýr þjálfari Aue Erlangen Íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson er kominn aftur á fullt í þjálfun en hann tók á dögunum við þýska B-deildarfélaginu Aue. Ólafur var síðast aðstoðarþjálfari í HC Erlangen en hætti hjá félaginu í haust. Hann er nú aftur orðinn aðalþjálfari og segist búinn að læra mikið síðan hann þjálfaði Val. Nýja verkefnið er mjög krefjandi enda lið EHV Aue í neðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum sínum. Stefán Árni Pálsson ræddi við Ólaf og fékk hans sýn á verkefnið. Áhættusamt „Þetta er auðvitað svolítið áhættusamt fyrir mig sem þjálfara að taka þetta. Vanalega hefði maður átt að kíkja á liðið og sjá hvort að það séu einhverjir möguleikar. Dýpt tánni varlega í þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson. „Ég ákvað bara að henda mér út í og taka áhættuna. Það var heldur ekki mikill tími til umhugsunar og þá hefði kannski einhver annar stokkið á þetta í staðinn,“ sagði Ólafur. „Þeim leist vel á mig og tóku við mig fjarviðtal og svona. Þá var þetta bara ákveðið. Svo byrjaði ég ekki vel og við töpuðum fyrsta leiknum og erum í neðsta sæti. Þetta verður helvíti hörð brekka en þeim mun áhugaverðari,“ sagði Ólafur. Klippa: Ólafur Stefánsson um nýja þjálfarastarfið Er Ólafur kominn með þessa þjálfarabakteríu og fannst honum erfitt að vera frá handboltanum? Kíkti á félagana „Eiginlega þá er það bara þannig. Ég var allan tímann að klippa og horfa á leiki. Ég var allan tímann í þjálfaragírnum. Ég kíkti á félagana. Hitti á Alfreð en sé eftir því að hafa ekki náð að hitta Gaua. Hann hefði örugglega boðið mér að koma,“ sagði Ólafur. „Maður á góða vini sem eru þjálfarar, menn sem maður fær punkta frá. Þetta voru fimm mánuðir og allan tímann var ég með þetta í huga,“ sagði Ólafur. Hann gerði samning út þetta tímabil en ekki lengur. „Þetta er svolítið bara slökkvitækið. Það er allt í veseni. Þeir létu þjálfarann fara sem þó hafði farið með þá upp. Það var ekki auðveld ákvörðun. Ég sagði að ég væri laus,“ sagði Ólafur. Ólafur Stefánsson reyndi fyrir sér sem fyrirlesari.Mynd/Roman Gerasymenko Er Ólafur með góða leikmenn í næstefstu deild í Þýskalandi? „Ekki enn þá en ég þarf að hjálpa þeim og gera þá það góða að við náum að halda okkur uppi. Þetta er mjög brött brekka,“ sagði Ólafur. Horfir til leikmanna í Olís-deildinni Ólafur viðurkennir sem sagt að hópurinn sé ekki sá sterkasti. Hann segir að það komi vel til greina að leita til leikmanna í Olís-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður á nýju ári. „Það kemur mjög líklega til greina að finna kannski einn, tvo. Ég þarf að gefa gaurunum sem eru hér tækifærið. Þú getur ekki bara komið og sagt að allt sé ómögulegt,“ sagði Ólafur. Það eru ellefu ár síðan Ólafur tók við sem þjálfari Vals. Hann segir að hann hafi í raun ekki verið tilbúinn í þjálfarastarfið á þeim tíma. Hann segist hins vegar hafa þroskast mikið frá því að hann hóf þjálfaraferilinn. „Ég er allt annar gæi. Ég var „all in“ í Val en ég átti eftir að lenda í svo mörgu og ég vissi það. Ég vissi að ég þyrfti að lenda í dóti sem var ekki handbolti áður en ég teldi mig nógu hæfan til að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Ólafur Stefánsson sés hér vera að stýra Valsliðinu.Mynd/Daníel Var ekki tilbúinn að vera þjálfari „Þegar ég var með Val þá var ég ekki tilbúinn að vera þjálfari. Ég fann það fljótlega að það var eitthvað annað sem ég þyrfti að leita að,“ sagði Ólafur. „Ég fór í entrepreneur, fór inn í sjamanisma og fór í trúðinn. Fór að kenna og allt þetta. Þetta var svolítið klikkað tímabil en svo bara tók það enda og skynsemin heltist aftur yfir mig,“ sagði Ólafur. „Núna er ég bara með bæði í bakpokanum. Bæði lógíkina og fegurðina, hið ljóðræna og hið skrýtna,“ sagði Ólafur. Það má horfa á viðtalið við Ólaf hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
Nýja verkefnið er mjög krefjandi enda lið EHV Aue í neðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum sínum. Stefán Árni Pálsson ræddi við Ólaf og fékk hans sýn á verkefnið. Áhættusamt „Þetta er auðvitað svolítið áhættusamt fyrir mig sem þjálfara að taka þetta. Vanalega hefði maður átt að kíkja á liðið og sjá hvort að það séu einhverjir möguleikar. Dýpt tánni varlega í þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson. „Ég ákvað bara að henda mér út í og taka áhættuna. Það var heldur ekki mikill tími til umhugsunar og þá hefði kannski einhver annar stokkið á þetta í staðinn,“ sagði Ólafur. „Þeim leist vel á mig og tóku við mig fjarviðtal og svona. Þá var þetta bara ákveðið. Svo byrjaði ég ekki vel og við töpuðum fyrsta leiknum og erum í neðsta sæti. Þetta verður helvíti hörð brekka en þeim mun áhugaverðari,“ sagði Ólafur. Klippa: Ólafur Stefánsson um nýja þjálfarastarfið Er Ólafur kominn með þessa þjálfarabakteríu og fannst honum erfitt að vera frá handboltanum? Kíkti á félagana „Eiginlega þá er það bara þannig. Ég var allan tímann að klippa og horfa á leiki. Ég var allan tímann í þjálfaragírnum. Ég kíkti á félagana. Hitti á Alfreð en sé eftir því að hafa ekki náð að hitta Gaua. Hann hefði örugglega boðið mér að koma,“ sagði Ólafur. „Maður á góða vini sem eru þjálfarar, menn sem maður fær punkta frá. Þetta voru fimm mánuðir og allan tímann var ég með þetta í huga,“ sagði Ólafur. Hann gerði samning út þetta tímabil en ekki lengur. „Þetta er svolítið bara slökkvitækið. Það er allt í veseni. Þeir létu þjálfarann fara sem þó hafði farið með þá upp. Það var ekki auðveld ákvörðun. Ég sagði að ég væri laus,“ sagði Ólafur. Ólafur Stefánsson reyndi fyrir sér sem fyrirlesari.Mynd/Roman Gerasymenko Er Ólafur með góða leikmenn í næstefstu deild í Þýskalandi? „Ekki enn þá en ég þarf að hjálpa þeim og gera þá það góða að við náum að halda okkur uppi. Þetta er mjög brött brekka,“ sagði Ólafur. Horfir til leikmanna í Olís-deildinni Ólafur viðurkennir sem sagt að hópurinn sé ekki sá sterkasti. Hann segir að það komi vel til greina að leita til leikmanna í Olís-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður á nýju ári. „Það kemur mjög líklega til greina að finna kannski einn, tvo. Ég þarf að gefa gaurunum sem eru hér tækifærið. Þú getur ekki bara komið og sagt að allt sé ómögulegt,“ sagði Ólafur. Það eru ellefu ár síðan Ólafur tók við sem þjálfari Vals. Hann segir að hann hafi í raun ekki verið tilbúinn í þjálfarastarfið á þeim tíma. Hann segist hins vegar hafa þroskast mikið frá því að hann hóf þjálfaraferilinn. „Ég er allt annar gæi. Ég var „all in“ í Val en ég átti eftir að lenda í svo mörgu og ég vissi það. Ég vissi að ég þyrfti að lenda í dóti sem var ekki handbolti áður en ég teldi mig nógu hæfan til að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Ólafur Stefánsson sés hér vera að stýra Valsliðinu.Mynd/Daníel Var ekki tilbúinn að vera þjálfari „Þegar ég var með Val þá var ég ekki tilbúinn að vera þjálfari. Ég fann það fljótlega að það var eitthvað annað sem ég þyrfti að leita að,“ sagði Ólafur. „Ég fór í entrepreneur, fór inn í sjamanisma og fór í trúðinn. Fór að kenna og allt þetta. Þetta var svolítið klikkað tímabil en svo bara tók það enda og skynsemin heltist aftur yfir mig,“ sagði Ólafur. „Núna er ég bara með bæði í bakpokanum. Bæði lógíkina og fegurðina, hið ljóðræna og hið skrýtna,“ sagði Ólafur. Það má horfa á viðtalið við Ólaf hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira