„Ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu“ Atli Arason skrifar 28. nóvember 2023 23:00 Hallgrímur var allt annað en sáttur að leik loknum. Vísir/Vilhelm Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis, var vægast sagt heitt í hamsi eftir fimm stiga tap gegn Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 76-81. „Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu. Ég er mjög ósáttur að í þrjá leikhluta þá getur lið spilað stífa pressuvörn og verið harðar (e. physical) á öllum bolta hindrunum, harðar inn í teignum og samt fá þær einungis fimm villur. Á móti var það alveg fyrirmunað fyrir okkur að fá eitthvað dæmt þegar við fórum upp að körfunni og það var réttilega brotið á okkur,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Vísi eftir leik, verulega ósáttur. Grindavík fékk einungis sína sjöttu villu dæmda á sig þegar þriðji leikhluti var tæplega hálfnaður. Þegar uppi var staðið eftir leikslok þá fengu Fjölniskonur helmingi fleiri villur dæmdar á sig, 16 gegn 8 hjá Grindavík. „Við vorum ekki að fara veikt upp, við vorum ekki að hanga fyrir utan þriggja stiga línuna og plaffa skotum eins og sum lið gera í þessari deild. Við vorum bara ákveðnar í okkar aðgerðum á körfuna en svörin sem að ég fékk ítrekað var að þeim [dómurunum] fannst þetta bara ekki vera villa. Ég á bara erfitt með að rökræða við svoleiðis. Mér fannst við ekki fá nógu skýr svör,“ bætti Hallgrímur við. Sérstaklega var hann ósáttur við það hvernig Grindvíkingar fengu að meðhöndla leikstjórnanda Fjölnis, Raquel Laneiro. „Við erum með besta leikmann deildarinnar í Raquel Laneiro, höfum það fyrst á hreinu. Það virðist svo vera þegar þú ert á toppnum þá má lemja þig aðeins meira. Skýringarnar sem ég fæ þegar það er ekki verið að dæma villu fyrir að pressa á Raquel, er að hún er ekki að tapa boltanum og þá er enginn að hagnast á þessu broti.“ „Málið er samt að vörnin hagnast alltaf á því þegar þú færð að lemja leikmann í 40 mínútur án þess það sé dæmt, svo í þokkabót er ekki dæmt bara vegna þess að leikmaðurinn sem er verið að lemja er svo rosalega góður með boltann og tapar honum ekki. Það þarf að fá eitthvað jafnvægi í þetta og dæma villu inn á milli,“ svaraði Hallgrímur aðspurður út í svörin sem hann fékk frá dómurum leiksins. „Þetta tap var samt ekki dómurunum að kenna. Við erum sjálfar ekki nógu klókar á lykilstundum í leiknum. Við erum ekki að koma boltanum í réttar hendur og við erum ekki komnar á þann stað að allar erum við jafnar í liðinu, við erum að reyna að komast þangað. Á lykilaugnablikum viljum við að ákveðnir leikmenn séu með boltann í höndunum eða að taka lokaskotin. Það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og við verðum betri í. Grindavík vann þennan leik verðskuldað, höfum það alveg á hreinu. Þær eru með fínt lið en við erum hægt og rólega að nálgast þessi lið,“ bætti Hallgrímur við. Þrátt fyrir allt þá sá þjálfarinn líka jákvæða hluti í leik liðsins og vil halda áfram á vegferð sinni til betri körfubolta. „Ég er stoltur með margt sem við vorum að gera, það er sumt sem við þurfum að laga eins og ákvarðanatöku þegar við erum að jafna leikinn. Við verðum bara að vera fokking betri. Þetta er gott lið sem við höfum og við verðum bara hægt og rólega að vinna okkur inn virðingu í deildinni. Núna þurfum við hins vegar að ná í sigra af því við fáum enginn stig fyrir að vera duglegar, flottar og baráttumiklar. Kannski er það of seint og kannski verðum við í neðri hlutanum þegar deildin skiptist. Þá höldum við bara áfram okkar vegferð að verða betri og betri í körfubolta,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis að endingu Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
„Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem ég mun væla eins og stunginn grís yfir dómaratríóinu. Ég er mjög ósáttur að í þrjá leikhluta þá getur lið spilað stífa pressuvörn og verið harðar (e. physical) á öllum bolta hindrunum, harðar inn í teignum og samt fá þær einungis fimm villur. Á móti var það alveg fyrirmunað fyrir okkur að fá eitthvað dæmt þegar við fórum upp að körfunni og það var réttilega brotið á okkur,“ sagði Hallgrímur í viðtali við Vísi eftir leik, verulega ósáttur. Grindavík fékk einungis sína sjöttu villu dæmda á sig þegar þriðji leikhluti var tæplega hálfnaður. Þegar uppi var staðið eftir leikslok þá fengu Fjölniskonur helmingi fleiri villur dæmdar á sig, 16 gegn 8 hjá Grindavík. „Við vorum ekki að fara veikt upp, við vorum ekki að hanga fyrir utan þriggja stiga línuna og plaffa skotum eins og sum lið gera í þessari deild. Við vorum bara ákveðnar í okkar aðgerðum á körfuna en svörin sem að ég fékk ítrekað var að þeim [dómurunum] fannst þetta bara ekki vera villa. Ég á bara erfitt með að rökræða við svoleiðis. Mér fannst við ekki fá nógu skýr svör,“ bætti Hallgrímur við. Sérstaklega var hann ósáttur við það hvernig Grindvíkingar fengu að meðhöndla leikstjórnanda Fjölnis, Raquel Laneiro. „Við erum með besta leikmann deildarinnar í Raquel Laneiro, höfum það fyrst á hreinu. Það virðist svo vera þegar þú ert á toppnum þá má lemja þig aðeins meira. Skýringarnar sem ég fæ þegar það er ekki verið að dæma villu fyrir að pressa á Raquel, er að hún er ekki að tapa boltanum og þá er enginn að hagnast á þessu broti.“ „Málið er samt að vörnin hagnast alltaf á því þegar þú færð að lemja leikmann í 40 mínútur án þess það sé dæmt, svo í þokkabót er ekki dæmt bara vegna þess að leikmaðurinn sem er verið að lemja er svo rosalega góður með boltann og tapar honum ekki. Það þarf að fá eitthvað jafnvægi í þetta og dæma villu inn á milli,“ svaraði Hallgrímur aðspurður út í svörin sem hann fékk frá dómurum leiksins. „Þetta tap var samt ekki dómurunum að kenna. Við erum sjálfar ekki nógu klókar á lykilstundum í leiknum. Við erum ekki að koma boltanum í réttar hendur og við erum ekki komnar á þann stað að allar erum við jafnar í liðinu, við erum að reyna að komast þangað. Á lykilaugnablikum viljum við að ákveðnir leikmenn séu með boltann í höndunum eða að taka lokaskotin. Það er bara eitthvað sem við þurfum að fara yfir og við verðum betri í. Grindavík vann þennan leik verðskuldað, höfum það alveg á hreinu. Þær eru með fínt lið en við erum hægt og rólega að nálgast þessi lið,“ bætti Hallgrímur við. Þrátt fyrir allt þá sá þjálfarinn líka jákvæða hluti í leik liðsins og vil halda áfram á vegferð sinni til betri körfubolta. „Ég er stoltur með margt sem við vorum að gera, það er sumt sem við þurfum að laga eins og ákvarðanatöku þegar við erum að jafna leikinn. Við verðum bara að vera fokking betri. Þetta er gott lið sem við höfum og við verðum bara hægt og rólega að vinna okkur inn virðingu í deildinni. Núna þurfum við hins vegar að ná í sigra af því við fáum enginn stig fyrir að vera duglegar, flottar og baráttumiklar. Kannski er það of seint og kannski verðum við í neðri hlutanum þegar deildin skiptist. Þá höldum við bara áfram okkar vegferð að verða betri og betri í körfubolta,“ sagði Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Fjölnis að endingu
Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - Grindavík 76-81 | Ekkert fær gestina stöðvað Grindavík heldur áfram á sigurbraut en liðið mætti Fjölni í Grafarvoginum í 10. umferð Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. nóvember 2023 20:55