Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 22:46 Murdaugh við réttarhöld í Suður-Karólínu í dag. AP Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. Murdaugh var fyrr á árinu dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið eiginkonu sína og son til bana fyrir rúmlega tveimur árum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár eftir að morðin áttu sér stað en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir þau í júlí á síðasta ári. Sjá einnig: Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Suður-Karólínu í dag. Murdaugh var fundinn sekur um meira en tuttugu mismunandi glæpi, þar með talið peningaþvætti, trúnaðarbrot, skjalafals og skattsvik. Hann játaði sök á 22 auðgunarbrotum fyrr í mánuðinum. Þá er hann sakaður um að hafa svindlað pening úr dánarbúi fyrrverandi ráðskonu sinnar, sem lést á dularfullan hátt á heimili Murdaugh árið 2018. Sem hluti af samningi samþykkti ríkissaksóknari að hann sitji 27 ára dóminn samhliða lífstíðardómunum tveimur, en Murdaugh er 55 ára gamall. Saksóknarar stikuðu þó á stóru í umræddum réttarhöldum en Murdaugh er sakaður um alls 101 auðgunarbrot þar sem hann á að hafa svikið allt að 8,8 milljónir Bandaríkjadala af viðskiptavinum sínum, eða rúmlega 1,2 milljarða króna. Fórnarlömbin fólk í viðkvæmri stöðu Murdaugh var vikið úr starfi á lögmannastofu sinni í kjölfar lögreglurannsóknar á stofunni. Stór hluti skjólstæðinga hans var fátækt fólk og fólk sem leitaði réttar síns vegna meiðsla eða andláts fjölskyldumeðlims. Meðal þeirra sem Murdaugh játaði að hafa svikið var kona sem hafði misst táningsson sinn eftir að hann lenti í bílslysi og lamaðist frá hálsi. Hún sagði Murdaugh hafa svikið sig í tvígang, fyrst þegar sonur hennar lenti í slysinu og síðan þegar hann lést. Hann játaði einnig að hafa svikið pening af manni sem lenti í bílslysi sem varð konu hans að bana og af öðrum manni sem lenti í aftanákeyrslu og slasaðist á hálsi. Creighton Waters yfirsaksóknari sagði í réttarhöldunum í dag að Murdaugh kæmi líklegast til að sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað, að utantöldum lífstíðardómunum tveimur. Lögmannastofa Murdaugh vinnur nú að því að endurgreiða fórnarlömbum hans þær upphæðir sem hann sveik af þeim. Fjárglæpir Murdaugh urðu miðpunktur í máli suður-karólínska ríkisins gegn honum vegna morðanna tveggja. Saksóknarar segja Murdaugh hafa myrt eiginkonu sína og son sinn í von um samúð annarra vegna bágrar fjárhagsstöðu hans. Þá segja þeir hann hafa stolið peningum af fólki í þeim tilgangi að borga eigin skuldir. Murdaugh sagðist hafa stolið peningunum til þess að fjármagna ópíóðaneyslu sína. Verjendur hans segja hann nú vera edrú. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47 Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Murdaugh var fyrr á árinu dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa skotið eiginkonu sína og son til bana fyrir rúmlega tveimur árum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár eftir að morðin áttu sér stað en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir þau í júlí á síðasta ári. Sjá einnig: Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Suður-Karólínu í dag. Murdaugh var fundinn sekur um meira en tuttugu mismunandi glæpi, þar með talið peningaþvætti, trúnaðarbrot, skjalafals og skattsvik. Hann játaði sök á 22 auðgunarbrotum fyrr í mánuðinum. Þá er hann sakaður um að hafa svindlað pening úr dánarbúi fyrrverandi ráðskonu sinnar, sem lést á dularfullan hátt á heimili Murdaugh árið 2018. Sem hluti af samningi samþykkti ríkissaksóknari að hann sitji 27 ára dóminn samhliða lífstíðardómunum tveimur, en Murdaugh er 55 ára gamall. Saksóknarar stikuðu þó á stóru í umræddum réttarhöldum en Murdaugh er sakaður um alls 101 auðgunarbrot þar sem hann á að hafa svikið allt að 8,8 milljónir Bandaríkjadala af viðskiptavinum sínum, eða rúmlega 1,2 milljarða króna. Fórnarlömbin fólk í viðkvæmri stöðu Murdaugh var vikið úr starfi á lögmannastofu sinni í kjölfar lögreglurannsóknar á stofunni. Stór hluti skjólstæðinga hans var fátækt fólk og fólk sem leitaði réttar síns vegna meiðsla eða andláts fjölskyldumeðlims. Meðal þeirra sem Murdaugh játaði að hafa svikið var kona sem hafði misst táningsson sinn eftir að hann lenti í bílslysi og lamaðist frá hálsi. Hún sagði Murdaugh hafa svikið sig í tvígang, fyrst þegar sonur hennar lenti í slysinu og síðan þegar hann lést. Hann játaði einnig að hafa svikið pening af manni sem lenti í bílslysi sem varð konu hans að bana og af öðrum manni sem lenti í aftanákeyrslu og slasaðist á hálsi. Creighton Waters yfirsaksóknari sagði í réttarhöldunum í dag að Murdaugh kæmi líklegast til að sitja í fangelsi það sem hann á eftir ólifað, að utantöldum lífstíðardómunum tveimur. Lögmannastofa Murdaugh vinnur nú að því að endurgreiða fórnarlömbum hans þær upphæðir sem hann sveik af þeim. Fjárglæpir Murdaugh urðu miðpunktur í máli suður-karólínska ríkisins gegn honum vegna morðanna tveggja. Saksóknarar segja Murdaugh hafa myrt eiginkonu sína og son sinn í von um samúð annarra vegna bágrar fjárhagsstöðu hans. Þá segja þeir hann hafa stolið peningum af fólki í þeim tilgangi að borga eigin skuldir. Murdaugh sagðist hafa stolið peningunum til þess að fjármagna ópíóðaneyslu sína. Verjendur hans segja hann nú vera edrú.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47 Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. 20. mars 2023 07:47
Sátt náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Beach Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum. 18. júlí 2023 10:02
Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37