Körfubolti

Stjarnan heldur í við topp­liðin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kolbrún María Ármannsdóttir var frábær í kvöld.
Kolbrún María Ármannsdóttir var frábær í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Stjarnan lagði Þór Akureyri í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur í Garðabænum 94-88.

Leikurinn var nokkuð jafn frá upphafi til enda og þrátt fyrir mikið leikjaálag undanfarnar vikur þá héldu Þórskonur vel í heimaliðið. Stjarnan var örlítið beittari og það var það sem skildi liðin að í kvöld.

Þegar flautað var til leiksloka að loknum fjórum leikhlutum voru Stjörnukonur sex stigum yfir, lokatölur 94-88.

Kolbrún María Ármannsdóttir var stigahæst í liði Stjörnunnar með 24 stig. Hún tók einnig 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Katarzyna Trzeciak kom þar á eftir með 19 stig og Ísold Sævarsdóttir skoraði 18 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

Í liði Þórs var Lore Devos stigahæst með 34 stig ásamt því að taka 19 fráköst og gefa 6 stoðsendingar.

Með sigrinum hefur Stjarnan unnið jafn marga leiki og Njarðvík í 2. sæti deildarinnar. Keflavík trónir svo á toppi deildarinnar með einum sigri meira en toppliðin tvö mætast annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×