PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2023 23:31 Allir finna eitthvað við sitt hæfi í Noregi. Vísir/Hulda Margrét Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Eftir undirbúningsmót í Lillehammer um helgina flaug íslenska liðið til Stafangurs frá Osló í dag og hafa því aðeins getað andað síðustu tvo daga eftir þrjá leiki frá fimmtudegi til sunnudags. Undirritaður hitti á leikmenn liðsins fyrir æfinguna sem fram fór í íþróttahöll í Stafangri í dag og spurði hvernig þær nýttu helst tímann þegar rólegra er að gera í handboltahlutanum. „Það er mikið spilað PlayStation og verið að hanga í sjúkraherberginu. Svo er maður bara að horfa á myndir, þætti og svo að horfa á aðra leiki,“ segir Andrea Jacobsen, leikmaður íslenska liðsins. Á ferðadögum er svo gott að eiga góða bók, eða hljóðbók. Samstarf við hljóðbókafyrirtækið StoryTel komi sér vel fyrir stelpurnar. „Þær eru margar að nýta sér það og svo eru aðrar með sínar bækur,“ segir Andrea. Leyfir sér jólaþætti milli æfinga og fyrirtækisreksturs Ekki gefst hins vegar mikill tími fyrir slíkt hjá Perlu Ruth Albertsdóttur. Perla Ruth og Sandra eiga í nógu að snúast með fyrirtæki sitt, PS árangur, á milli æfinga og leikja.Mynd/PS Árangur „Við Sandra [Erlingsdóttir, leikmaður landsliðsins] erum náttúrulega vinnufélagar þannig að við erum bara að vinna eins mikið og við getum í öllum frítíma, segir Perla Ruth. Þær Sandra reka fyrirtækið PS árangur sem aðstoðar fólk við að ná árangri með réttu mataræði og næringarráðgjöf. Við nýtum hverja einustu fríu mínútu. „Svo er maður bara að hafa það notalegt, hugsa vel um sig og horfa á einhverja jólaþætti,“ bætir Perla við og hlær. Lærdómsríkt og mikilvægt Nýafstaðið er áðurnefnt æfingamót í Lillehammer þar sem Ísland þurfti að þola tap fyrir Póllandi, Noregi og Angóla. Leikmenn liðsins segja úrslitin þar ekki hafa skipt öllu. Liðið hafi hrist úr sér ákveðinn skrekk og hægt að byggja á mörgu góðu fyrir stóru leikina sem fram undan eru. „Þetta var auðvitað mjög krefjandi verkefni og krefjandi þrír leikir. En ótrúlega mikil reynsla og lærdómur sem kom út úr þessum þremur leikjum,“ segir Sandra Erlingsdóttir. „Það er náttúrulega alltaf eitthvað sem að maður vill bæta, bæði varnarlega og sóknarlega. Við höfum ekki enn náð að skoða [leikina við] Angóla og Noreg ennþá. Við munum vinna í því í kvöld og sjá hvar við getum gert betur,“ segir kollega Söndru hjá PS árangri, Perla Ruth að endingu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Eftir undirbúningsmót í Lillehammer um helgina flaug íslenska liðið til Stafangurs frá Osló í dag og hafa því aðeins getað andað síðustu tvo daga eftir þrjá leiki frá fimmtudegi til sunnudags. Undirritaður hitti á leikmenn liðsins fyrir æfinguna sem fram fór í íþróttahöll í Stafangri í dag og spurði hvernig þær nýttu helst tímann þegar rólegra er að gera í handboltahlutanum. „Það er mikið spilað PlayStation og verið að hanga í sjúkraherberginu. Svo er maður bara að horfa á myndir, þætti og svo að horfa á aðra leiki,“ segir Andrea Jacobsen, leikmaður íslenska liðsins. Á ferðadögum er svo gott að eiga góða bók, eða hljóðbók. Samstarf við hljóðbókafyrirtækið StoryTel komi sér vel fyrir stelpurnar. „Þær eru margar að nýta sér það og svo eru aðrar með sínar bækur,“ segir Andrea. Leyfir sér jólaþætti milli æfinga og fyrirtækisreksturs Ekki gefst hins vegar mikill tími fyrir slíkt hjá Perlu Ruth Albertsdóttur. Perla Ruth og Sandra eiga í nógu að snúast með fyrirtæki sitt, PS árangur, á milli æfinga og leikja.Mynd/PS Árangur „Við Sandra [Erlingsdóttir, leikmaður landsliðsins] erum náttúrulega vinnufélagar þannig að við erum bara að vinna eins mikið og við getum í öllum frítíma, segir Perla Ruth. Þær Sandra reka fyrirtækið PS árangur sem aðstoðar fólk við að ná árangri með réttu mataræði og næringarráðgjöf. Við nýtum hverja einustu fríu mínútu. „Svo er maður bara að hafa það notalegt, hugsa vel um sig og horfa á einhverja jólaþætti,“ bætir Perla við og hlær. Lærdómsríkt og mikilvægt Nýafstaðið er áðurnefnt æfingamót í Lillehammer þar sem Ísland þurfti að þola tap fyrir Póllandi, Noregi og Angóla. Leikmenn liðsins segja úrslitin þar ekki hafa skipt öllu. Liðið hafi hrist úr sér ákveðinn skrekk og hægt að byggja á mörgu góðu fyrir stóru leikina sem fram undan eru. „Þetta var auðvitað mjög krefjandi verkefni og krefjandi þrír leikir. En ótrúlega mikil reynsla og lærdómur sem kom út úr þessum þremur leikjum,“ segir Sandra Erlingsdóttir. „Það er náttúrulega alltaf eitthvað sem að maður vill bæta, bæði varnarlega og sóknarlega. Við höfum ekki enn náð að skoða [leikina við] Angóla og Noreg ennþá. Við munum vinna í því í kvöld og sjá hvar við getum gert betur,“ segir kollega Söndru hjá PS árangri, Perla Ruth að endingu. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira