„Ekki gott að við séum að greina of marga“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 14:53 Pallborðsgestir sammældust um að fleiri úrræði vanti við ADHD hér á landi en lyf. Vísir/Vilhelm Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir langa biðlista eftir ADHD-greiningum hjá fullorðnum skýrast að hluta af því að margir fullorðnir, sem þjást af kvíða, streitu eða öðrum kvillum, telji sig vera með röskunina. Tryggja þurfi fjölbreyttari meðferðarúrræði við ADHD en lyfjagjöf. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélags Íslands, og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, ræddu ADHD og allt því tengt í Pallborðinu á Vísi í dag. Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Karl hefur í gegnum tíðina oft velt því upp hvort verið sé að ofgreina ADHD hér á landi. Hann bendir til að mynda á það að á síðasta ári hafi 8,5 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára notað ADHD-lyf og 8,4 prósent kvenna á sama aldri. Hann segir þurfa að skoða hvers vegna svo margir á þessu aldursbili neyti slíkra lyfja. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm „Ein möguleg ástæðan er sú að við séum að draga mörkin milli þess sem er eðlilegt og óeðlilegt á röngum stað. Það er mjög mikilvægt að greiningar séu réttar og það er ekki gott að við séum að greina of marga,“ segir Karl. Safn mannlegra eiginleika Vilhjálmur, formaður ADHD samtakanna, segir að lengi hafi þetta verið til umræðu hér á landi og oft vísað til þess að mun fleiri séu greindir með röskunina hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hann bendir á að oft hafi verið vísað til þess að margir íslenskir geðlæknar hafi stundað nám í Bandaríkjunum og vitneskja um ADHD því komið fyrr hingað til lands. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.Vísir/Vilhelm „Það hefur lengi verið talað um að þetta sé um 5 prósent barna og 2 til 2,5 prósent fullorðinna [sem eru með ADHD og] vaxa ekki upp úr þessu. Þá erum við að tala um þá sem eru með ADHD, ekki þá sem þurfa lyf. En mér heyrist í dag að það sé sammælst um að þetta sé að nálgast 10 prósent hjá börnum og öðru hvoru megin við 5 prósent hjá fullorðnum,“ segir Vilhjálmur. Pétur segir mikilvægt að muna að ADHD er róf og fólk sé ekki annað hvort með ADHD eða ekki. „Við erum að reyna að meta safn mannlegra eiginleika sem liggja á rófi. Eins og Karl nefndi er vangavelta hvar á rófinu við ákveðum að eiginleiki sé orðinn truflandi eða skaðlegur svo hann þarfnist meðferðar. Það er býsna erfitt og núanserað mat,“ segir Pétur. Skortir önnur meðferðarúrræði en lyf Margir fullorðnir spyrji sig hvort þeir séu með ADHD og biðlistar því langir. „Það þarf að ganga úr skugga um að einkennin verði ekki skýrð betur með öðrum röskunum eins og kvíðaröskunum, sem faraldsfræðin segir okkur að séu algengari en ADHD. Eitt er að fá greiningu á ADHDog annað er að þurfa meðferð með lyfjum,“ segir Pétur. Hann segir umræðu um röskunina snúast of mikið hérlendis um lyfjagjöf og lyfjaskortur sé mjög reglulegur. „Það skortir önnur meðferðarúrræði en lyf. Þar verðum við að horfa á báðar þessar stéttir, geðlækna og sálfræðinga en líka fleiri stéttir,“ segir Pétur. „Meginhluti þeirra sem glíma við vanda vegna ADHD eru í skólakerfinu. Það eru kennarar, námsráðgjafar, iðjuþjálfar og þroskaþjálfar í skólum og við öll getum sennilega gert mun meira en við gerum í dag til að mæta einstaklingum með ADHD.“ Pallborðið er að finna á sjónvarpsvef Vísis og á helstu hlaðvarpsveitum: Heilbrigðismál Geðheilbrigði ADHD Pallborðið Lyf Tengdar fréttir Fólk með ADHD í lausu lofti 16. október 2023 08:31 Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, Pétur Maack, formaður Sálfræðingafélags Íslands, og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna, ræddu ADHD og allt því tengt í Pallborðinu á Vísi í dag. Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Karl hefur í gegnum tíðina oft velt því upp hvort verið sé að ofgreina ADHD hér á landi. Hann bendir til að mynda á það að á síðasta ári hafi 8,5 prósent karlmanna á aldrinum 18 til 25 ára notað ADHD-lyf og 8,4 prósent kvenna á sama aldri. Hann segir þurfa að skoða hvers vegna svo margir á þessu aldursbili neyti slíkra lyfja. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm „Ein möguleg ástæðan er sú að við séum að draga mörkin milli þess sem er eðlilegt og óeðlilegt á röngum stað. Það er mjög mikilvægt að greiningar séu réttar og það er ekki gott að við séum að greina of marga,“ segir Karl. Safn mannlegra eiginleika Vilhjálmur, formaður ADHD samtakanna, segir að lengi hafi þetta verið til umræðu hér á landi og oft vísað til þess að mun fleiri séu greindir með röskunina hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hann bendir á að oft hafi verið vísað til þess að margir íslenskir geðlæknar hafi stundað nám í Bandaríkjunum og vitneskja um ADHD því komið fyrr hingað til lands. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.Vísir/Vilhelm „Það hefur lengi verið talað um að þetta sé um 5 prósent barna og 2 til 2,5 prósent fullorðinna [sem eru með ADHD og] vaxa ekki upp úr þessu. Þá erum við að tala um þá sem eru með ADHD, ekki þá sem þurfa lyf. En mér heyrist í dag að það sé sammælst um að þetta sé að nálgast 10 prósent hjá börnum og öðru hvoru megin við 5 prósent hjá fullorðnum,“ segir Vilhjálmur. Pétur segir mikilvægt að muna að ADHD er róf og fólk sé ekki annað hvort með ADHD eða ekki. „Við erum að reyna að meta safn mannlegra eiginleika sem liggja á rófi. Eins og Karl nefndi er vangavelta hvar á rófinu við ákveðum að eiginleiki sé orðinn truflandi eða skaðlegur svo hann þarfnist meðferðar. Það er býsna erfitt og núanserað mat,“ segir Pétur. Skortir önnur meðferðarúrræði en lyf Margir fullorðnir spyrji sig hvort þeir séu með ADHD og biðlistar því langir. „Það þarf að ganga úr skugga um að einkennin verði ekki skýrð betur með öðrum röskunum eins og kvíðaröskunum, sem faraldsfræðin segir okkur að séu algengari en ADHD. Eitt er að fá greiningu á ADHDog annað er að þurfa meðferð með lyfjum,“ segir Pétur. Hann segir umræðu um röskunina snúast of mikið hérlendis um lyfjagjöf og lyfjaskortur sé mjög reglulegur. „Það skortir önnur meðferðarúrræði en lyf. Þar verðum við að horfa á báðar þessar stéttir, geðlækna og sálfræðinga en líka fleiri stéttir,“ segir Pétur. „Meginhluti þeirra sem glíma við vanda vegna ADHD eru í skólakerfinu. Það eru kennarar, námsráðgjafar, iðjuþjálfar og þroskaþjálfar í skólum og við öll getum sennilega gert mun meira en við gerum í dag til að mæta einstaklingum með ADHD.“ Pallborðið er að finna á sjónvarpsvef Vísis og á helstu hlaðvarpsveitum:
Heilbrigðismál Geðheilbrigði ADHD Pallborðið Lyf Tengdar fréttir Fólk með ADHD í lausu lofti 16. október 2023 08:31 Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur Að lifa með ADHD getur verið krefjandi, ekki bara fyrir einstaklinga með sjúkdóminn heldur einnig fyrir fjölskyldur þeirra. Sem fjölskyldumeðlimur gætir þú lent í erfiðleikum með að styðja ástvin þinn á sama tíma og þú gætir líka velferðar þinnar. 27. nóvember 2023 09:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent