Samið um starfslok eftir að akkerið skemmdi vatnslögn Eyjamanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2023 11:22 Gylfi Viðar, Sigurgeir Brynjar og Guðmundur Huginn við kaup Vinnslustöðvarinnar á Huginn í ársbyrjun 2021. Vinnslustöðin Skipstjóri og stýrimaður á Huginn VE hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni í framhaldi af því að akkeri skipsins skemmdi vatnslögn Eyjamanna. Óttast er um vatnsskort í Vestmannaeyjum í vetur. Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í Vestmannaeyjum vegna skemmda sem urðu á vatnslögn við innsiglingu til Vestmannaeyja föstudagskvöldið 17. nóvember. Akkeri skipsins hafnaði á vatnslögninni með fyrrnefndum afleiðingum. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa atvikið til skoðunar. Þá hefur Vinnslustöðin framkvæmt sína eigin skoðun innanhúss. „Við erum að reyna að gera okkur grein fyrir því hér innanhúss hvað fór úrskeiðis,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Huginn VE að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Skipstjóri og stýrimaður sem voru í brúnni á Hugin VE þegar atvikið varð fyrir ellefu dögum hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni. Þeir eru báðir skipstjórar en sigldu skipinu til skiptis. „Við gerðum samkomulag við þá um að þeir hættu,“ segir Sigurgeir Brynjar. Hann vill ekki tjá sig frekar um ástæður uppsagnarinnar. Vinnslustöðin keypti útgerðarfélagið Hugin snemma árs 2021. Við kaupin var ákveðið að Guðmundur Ingi Guðmundsson yrði skipstjóri á móti föður sínum Guðmundi Hugin Guðmundssyni og föðurbróður, Gylfa Viðari Guðmundssyni. Gylfi og Guðmundur Huginn áttu 17,15 prósenta hlut í Hugin við söluna. Nokkuð er síðan Guðmundur Huginn hætti að róa hjá Vinnslustöðinni og nú hafa Guðmundur Ingi og Gylfi Viðar horfið á braut. Sigurgeir Brynjar hafnar því með öllu að uppsagnirnar tengist því að verið sé að losa sig við Huginsmenn. „Nei, það er ekkert til í því. Það er ekki svoleiðis.“ Akkerið úr skipinu er enn á botni sjávar enda fast í lögninni. Skemmdir á lögninni ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni sem hefur færst mikið úr stað. Möguleikar á bráðabirgðaviðgerð eru því litlir. „Eina varanlega lausnin er ný lögn. Mikilvægt er að vinna mat á afleiðingum sem takmarkað rennsli vatns eða algert rof hefði á íbúa og starfsemi í Vestmannaeyjum og hrinda af stað mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir að neyðarástand skapist,“ sagði í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun. Sigurgeir Brynjari dylst ekki alvarleiki málsins. Hann segir fyrirtækið hafa fengið nýjar upplýsingar um málið í gær. „Í ljósi þess sem við fengum í gær er ég ekki hissa á því að lýst er yfir hættustigi,“ segir Sigurgeir Brynjar. Það sé þó annarra að útskýra stöðuna, þeirra sem séu með gögnin. Gamli sveitamaðurinn svartsýnn „En gamla sveitamanninum lýst ekki vel á stöðuna. Eins og staðan er í dag er ekki líklegt að atvinnulífið fái nægt vatn í vetur til að standa undir framleiðslu,“ segir Sigurgeir Brynjar. Ljóst sé að fara þurfi í ýmsar aðgerðir. Sigurgeir Brynjar er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.Vísir/Egill Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun sagði að á næstu dögum yrði unnið að tillögu og framkvæmdum til að laga leiðsluna eða bæta ástandið. Markmið þeirrar vinnu væri að tryggja öryggi og velferð Vestmannaeyinga. Vatnslögnin sé enn nothæf og þjóni Vestmannaeyjum. Ekki þurfi að safna vatni að svo stöddu. Von er á rannsóknarnefnd samgönguslysa til Eyja á fimmtudag þar sem skipið verður yfirfarið og rætt við þá áhafnarmeðlimi sem nefndin óskar eftir. Þá hafi rannsóknarnefndin óskað eftir því að láta fara fram sjópróf þar sem allir sem voru í áhöfn verða kallaðir til og farið í siglingu til að fara yfir atburðarásina. Hvorki náðist í Guðmund Inga né Gylfa Viðar við vinnslu fréttarinnar. Ekki heldur lögregluna í Vestmannaeyjum. Að neðan má sjá annað myndband af skemmdunum á lögninni. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Samgönguslys Sjávarútvegur Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir í Vestmannaeyjum vegna skemmda sem urðu á vatnslögn við innsiglingu til Vestmannaeyja föstudagskvöldið 17. nóvember. Akkeri skipsins hafnaði á vatnslögninni með fyrrnefndum afleiðingum. Lögregla og rannsóknarnefnd samgönguslysa hafa atvikið til skoðunar. Þá hefur Vinnslustöðin framkvæmt sína eigin skoðun innanhúss. „Við erum að reyna að gera okkur grein fyrir því hér innanhúss hvað fór úrskeiðis,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Huginn VE að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Skipstjóri og stýrimaður sem voru í brúnni á Hugin VE þegar atvikið varð fyrir ellefu dögum hafa lokið störfum hjá Vinnslustöðinni. Þeir eru báðir skipstjórar en sigldu skipinu til skiptis. „Við gerðum samkomulag við þá um að þeir hættu,“ segir Sigurgeir Brynjar. Hann vill ekki tjá sig frekar um ástæður uppsagnarinnar. Vinnslustöðin keypti útgerðarfélagið Hugin snemma árs 2021. Við kaupin var ákveðið að Guðmundur Ingi Guðmundsson yrði skipstjóri á móti föður sínum Guðmundi Hugin Guðmundssyni og föðurbróður, Gylfa Viðari Guðmundssyni. Gylfi og Guðmundur Huginn áttu 17,15 prósenta hlut í Hugin við söluna. Nokkuð er síðan Guðmundur Huginn hætti að róa hjá Vinnslustöðinni og nú hafa Guðmundur Ingi og Gylfi Viðar horfið á braut. Sigurgeir Brynjar hafnar því með öllu að uppsagnirnar tengist því að verið sé að losa sig við Huginsmenn. „Nei, það er ekkert til í því. Það er ekki svoleiðis.“ Akkerið úr skipinu er enn á botni sjávar enda fast í lögninni. Skemmdir á lögninni ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni sem hefur færst mikið úr stað. Möguleikar á bráðabirgðaviðgerð eru því litlir. „Eina varanlega lausnin er ný lögn. Mikilvægt er að vinna mat á afleiðingum sem takmarkað rennsli vatns eða algert rof hefði á íbúa og starfsemi í Vestmannaeyjum og hrinda af stað mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir að neyðarástand skapist,“ sagði í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun. Sigurgeir Brynjari dylst ekki alvarleiki málsins. Hann segir fyrirtækið hafa fengið nýjar upplýsingar um málið í gær. „Í ljósi þess sem við fengum í gær er ég ekki hissa á því að lýst er yfir hættustigi,“ segir Sigurgeir Brynjar. Það sé þó annarra að útskýra stöðuna, þeirra sem séu með gögnin. Gamli sveitamaðurinn svartsýnn „En gamla sveitamanninum lýst ekki vel á stöðuna. Eins og staðan er í dag er ekki líklegt að atvinnulífið fái nægt vatn í vetur til að standa undir framleiðslu,“ segir Sigurgeir Brynjar. Ljóst sé að fara þurfi í ýmsar aðgerðir. Sigurgeir Brynjar er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.Vísir/Egill Í tilkynningu ríkislögreglustjóra í morgun sagði að á næstu dögum yrði unnið að tillögu og framkvæmdum til að laga leiðsluna eða bæta ástandið. Markmið þeirrar vinnu væri að tryggja öryggi og velferð Vestmannaeyinga. Vatnslögnin sé enn nothæf og þjóni Vestmannaeyjum. Ekki þurfi að safna vatni að svo stöddu. Von er á rannsóknarnefnd samgönguslysa til Eyja á fimmtudag þar sem skipið verður yfirfarið og rætt við þá áhafnarmeðlimi sem nefndin óskar eftir. Þá hafi rannsóknarnefndin óskað eftir því að láta fara fram sjópróf þar sem allir sem voru í áhöfn verða kallaðir til og farið í siglingu til að fara yfir atburðarásina. Hvorki náðist í Guðmund Inga né Gylfa Viðar við vinnslu fréttarinnar. Ekki heldur lögregluna í Vestmannaeyjum. Að neðan má sjá annað myndband af skemmdunum á lögninni.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Samgönguslys Sjávarútvegur Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira