„Partur af þessari vegferð sem alltaf er verið að tala um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2023 19:30 Rakel Dögg Bragadóttir er hóflega bjartsýn fyrir HM kvenna í handbolta sem hefst í vikunni. Vísir/Stöð 2 Sport Ísland lauk í gær keppni á Posten Cup, æfingamóti í Noregi, í aðdraganda heimsmeistaramóts kvenna í handbolta sem fram undan er. Fyrrum landsliðskona leggur áherslu á að liðið nýti reynsluna sem þetta mót skapar og haldi sinni vegferð áfram. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á æfingamótinu, gegn Póllandi, Noregi og Angóla. Angóla er einmitt í riðli Íslands og mætast liðin í lokaumferð riðlakeppninnar. Fyrrum landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir segir jákvæða punkta í spilamennsku liðsins en þó sé pláss til úrbóta. „Mér fannst bara margt rosalega gott í þeim leik, en kannski líka margt sem við getum gert betur,“ sagði Rakel. „Þegar ég horfði á þennan leik þá hugsaði ég að með toppframmistöðu þá eigum við bara virkilega góða möguleika á móti Angóla. Það verður mjög erfitt og þetta er lykilleikur í riðlinum, en út frá þessum leik finnst mér liðið bara á góðri leið.“ „Mér finnst liðið vera vaxandi. Þetta var klárlega gríðarlega erfiður leikur á móti Noregi, en seinni hálfleikurinn var flottur og þær voru að spila mikið 5-1 vörn sem riðlaði svolítið þeirra sóknarleik. Ég hugsa að ef við fáum þá vörn til að smella þá gæti það orðið leynivopn hjá okkur á þessu móti. Þetta er vörn sem lið eru óvön að spila á móti.“ „Liðið er vaxandi, en samt vill maður líka fá að sjá frá nokkrum lykilleikmönnum að þeir séu að taka aðeins meira til sín og það verður bara að koma á svona stóru móti eins og HM. Ég hef trú á því að þær geri það og þá held ég að við getum náð góðum úrslitum. Klippa: Rakel Dögg um HM kvenna „Einn okkar allra efnilegasti leikmaður“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli skömmu fyrir mót þegar Elín Klara Þorkelsdóttir hrökk úr skaftinu vegna meiðsla. Rakel Dögg segir muna um minna. „Ég held að þetta sé stór biti. Elín Klara er búin að vera alveg gríðarlega öflug núna á þessu tímabili. Hún er náttúrulega einn okkar allra efnilegasti leikmaður og mitt mat er að ef hún hefði verið heil hefði hún verið í virkilega stóru hlutverki. Líklega fyrsti leikmaður inn af bekk og kemur með allt aðra eiginleika heldur en Andrea og Söndra. Hún er gríðarlega sterk maður á mann.“ „Ég held að hún hefði verið í stóru hlutverki og það er gríðarlega sárt að missa hana, en þetta getur gerst og er partur af íþróttunum og þá erum við bara með aðra leikmenn sem þurfa að stíga upp.“ Þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum Þá segir Rakel að íslensku stelpurnar eigi að fara með hóflegar væntingar inn í mótið, en á sama tíma að nýta þessa leiki til að sækja sér dýrtmæta reynslu. „Þetta svolítið snýst um það að fara með æðruleysi inn í þessa leiki og þessa fyrstu tvo leiki sérstaklega. Við þurfum að einbeita okkur bara að okkar atriðum og einbeita okkur að vörninni og að við séum að vinna okkur síðan inn í mótið.“ „Svo þarf auðvitað bara allur fókusinn að fara á þennan Angólaleik og ég held að við þurfum bara að horfa á þetta mót svolítið þannig að þetta sé bara partur af þessari vegferð sem er alltaf verið að tala um og að við séum að bæta okkur og byggja landsliðið upp,“ sagði Rakel að lokum. HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á æfingamótinu, gegn Póllandi, Noregi og Angóla. Angóla er einmitt í riðli Íslands og mætast liðin í lokaumferð riðlakeppninnar. Fyrrum landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir segir jákvæða punkta í spilamennsku liðsins en þó sé pláss til úrbóta. „Mér fannst bara margt rosalega gott í þeim leik, en kannski líka margt sem við getum gert betur,“ sagði Rakel. „Þegar ég horfði á þennan leik þá hugsaði ég að með toppframmistöðu þá eigum við bara virkilega góða möguleika á móti Angóla. Það verður mjög erfitt og þetta er lykilleikur í riðlinum, en út frá þessum leik finnst mér liðið bara á góðri leið.“ „Mér finnst liðið vera vaxandi. Þetta var klárlega gríðarlega erfiður leikur á móti Noregi, en seinni hálfleikurinn var flottur og þær voru að spila mikið 5-1 vörn sem riðlaði svolítið þeirra sóknarleik. Ég hugsa að ef við fáum þá vörn til að smella þá gæti það orðið leynivopn hjá okkur á þessu móti. Þetta er vörn sem lið eru óvön að spila á móti.“ „Liðið er vaxandi, en samt vill maður líka fá að sjá frá nokkrum lykilleikmönnum að þeir séu að taka aðeins meira til sín og það verður bara að koma á svona stóru móti eins og HM. Ég hef trú á því að þær geri það og þá held ég að við getum náð góðum úrslitum. Klippa: Rakel Dögg um HM kvenna „Einn okkar allra efnilegasti leikmaður“ Íslenska liðið varð fyrir áfalli skömmu fyrir mót þegar Elín Klara Þorkelsdóttir hrökk úr skaftinu vegna meiðsla. Rakel Dögg segir muna um minna. „Ég held að þetta sé stór biti. Elín Klara er búin að vera alveg gríðarlega öflug núna á þessu tímabili. Hún er náttúrulega einn okkar allra efnilegasti leikmaður og mitt mat er að ef hún hefði verið heil hefði hún verið í virkilega stóru hlutverki. Líklega fyrsti leikmaður inn af bekk og kemur með allt aðra eiginleika heldur en Andrea og Söndra. Hún er gríðarlega sterk maður á mann.“ „Ég held að hún hefði verið í stóru hlutverki og það er gríðarlega sárt að missa hana, en þetta getur gerst og er partur af íþróttunum og þá erum við bara með aðra leikmenn sem þurfa að stíga upp.“ Þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum Þá segir Rakel að íslensku stelpurnar eigi að fara með hóflegar væntingar inn í mótið, en á sama tíma að nýta þessa leiki til að sækja sér dýrtmæta reynslu. „Þetta svolítið snýst um það að fara með æðruleysi inn í þessa leiki og þessa fyrstu tvo leiki sérstaklega. Við þurfum að einbeita okkur bara að okkar atriðum og einbeita okkur að vörninni og að við séum að vinna okkur síðan inn í mótið.“ „Svo þarf auðvitað bara allur fókusinn að fara á þennan Angólaleik og ég held að við þurfum bara að horfa á þetta mót svolítið þannig að þetta sé bara partur af þessari vegferð sem er alltaf verið að tala um og að við séum að bæta okkur og byggja landsliðið upp,“ sagði Rakel að lokum.
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira