Daníel gagnrýnir þétta leikjaröð: Virðast ekki trúa á endurheimt hjá KKÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 14:01 Daníel Andri Halldórsson er að gera flotta hluti með Þórsliðið. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Þórs í Subway deild kvenna í körfubolta unnu óvæntasta sigur tímabilsins til þessa í gær þegar þær urðu fyrstar til að vinna topplið Keflavíkur. Daníel Andri Halldórsson, þjálfari liðsins, er að gera frábæra hluti með Þórsstelpurnar en þær eru að spila í fyrsta sinn í efstu deild síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Eftir sigurinn óvænta á Keflavík í gær er Þórsliðið í sjötta sætinu með fimm sigra og fjögur töp. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Félögin að vanmeta ferðalagið norður En er ekki hægt að segja að þetta hafi verið óvænt úrslit í gær? „Bæði og. Ég held að liðin séu að vanmeta ferðalagið norður, sama hvernig liðin eru að ferðast hingað. Þetta var skrýtinn leikur og frestaður leikur. Við vitum líka að Keflavík eiga að mæta grönnum sínum í Njarðvík á miðvikudaginn. Mögulega voru þær byrjaðar að hugsa eitthvað út í þann leik,“ sagði Daníel Andri í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er alltaf gaman að vinna og hundleiðinlegt að tapa. Það er sama við hvaða lið við erum að spila við. Það var geggjuð orka í húsinu, bæði í stúkunni og á bekknum hjá okkur. Tilfinningin góð megnið af leiknum. Við bara sleppum með tvö stig,“ sagði Daníel. Báðar stóru meiddust í sömu sókn Þórsliðið náði góðri forystu sem Keflavíkurkonur náðu að minnka niður í tvö stig. Fór eitthvað um hann þá? „Rétt fyrir hálfleik þá meiðast Maddie og Hulda, stóru leikmennirnir okkar, í sömu sókninni. Þær fara báðar út af í aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara. Við vissum því að þetta yrði pínu strembið í seinni hálfleik með engan stóran leikmann inn á vellinum á móti gríðarlega breiðu Keflavíkurliði,“ sagði Daníel. „Við ræddum það inn í klefa að standa saman í þessu og halda áfram að berjast í gegnum þetta,“ sagði Daníel. Maddi Sutton kom aftur inn á og náði að klára leikinn. „Hún mátti víst spila fjórða leikhluta, Ég trúði því ekki alveg en sem betur fer þá áttum við hana inni á lokametrunum. Það hjálpaði alveg klárlega við það að sækja þessi tvö stig,“ sagði Daníel. Hann er ekki ánægður með leikjaskipulagið hjá KKÍ. Sex leikir á sautján dögum „Þetta var fyrsti leikur í sex leikja törn á sautján dögum. Það virðist ekki vera sem Körfuknattleikssambandið trúi á endurheimt. Við erum að taka einn leik í einu og vona að hópurinn verði ekki í henglum í restina fyrir jól,“ sagði Daníel. „Það er fullt af leikjum fram undan sem ég tel að séu hörkuleikir fyrir okkur og leikir sem við getum klárlega unnið. Reynt áfram að sækja á þetta fimmta sæti og verða þá í topppakkanum í lok janúar,“ sagði Daníel. Hann segir aftur á móti að mikið mæði á liðinu. „Við þurfum að æfa í kvöld og síðan er bara brottför suður á morgun í Stjörnuleikinn. Ég held að þetta verði líkara einhverjum gamlingja göngukörfubolta frekar en körfubolta í efstu deild,“ sagði Daníel. Þórsliðið spilaði við Keflavík í gær og síðan er Stjörnuleikurinn á morgun. Í framhaldinu er síðan leikur við Fjölni á heimavelli á laugardaginn, leikur við Snæfell í Stykkishólmi 5. desember og loks heimaleikur á móti Val 12. desember. Það má síðan ekki gleyma bikarleik á móti Aþenu á heimavelli laugardaginn 9. desember. Það verður því nóg að gera hjá Þórskonum á næstunni. Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Daníel Andri Halldórsson, þjálfari liðsins, er að gera frábæra hluti með Þórsstelpurnar en þær eru að spila í fyrsta sinn í efstu deild síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Eftir sigurinn óvænta á Keflavík í gær er Þórsliðið í sjötta sætinu með fimm sigra og fjögur töp. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Félögin að vanmeta ferðalagið norður En er ekki hægt að segja að þetta hafi verið óvænt úrslit í gær? „Bæði og. Ég held að liðin séu að vanmeta ferðalagið norður, sama hvernig liðin eru að ferðast hingað. Þetta var skrýtinn leikur og frestaður leikur. Við vitum líka að Keflavík eiga að mæta grönnum sínum í Njarðvík á miðvikudaginn. Mögulega voru þær byrjaðar að hugsa eitthvað út í þann leik,“ sagði Daníel Andri í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er alltaf gaman að vinna og hundleiðinlegt að tapa. Það er sama við hvaða lið við erum að spila við. Það var geggjuð orka í húsinu, bæði í stúkunni og á bekknum hjá okkur. Tilfinningin góð megnið af leiknum. Við bara sleppum með tvö stig,“ sagði Daníel. Báðar stóru meiddust í sömu sókn Þórsliðið náði góðri forystu sem Keflavíkurkonur náðu að minnka niður í tvö stig. Fór eitthvað um hann þá? „Rétt fyrir hálfleik þá meiðast Maddie og Hulda, stóru leikmennirnir okkar, í sömu sókninni. Þær fara báðar út af í aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara. Við vissum því að þetta yrði pínu strembið í seinni hálfleik með engan stóran leikmann inn á vellinum á móti gríðarlega breiðu Keflavíkurliði,“ sagði Daníel. „Við ræddum það inn í klefa að standa saman í þessu og halda áfram að berjast í gegnum þetta,“ sagði Daníel. Maddi Sutton kom aftur inn á og náði að klára leikinn. „Hún mátti víst spila fjórða leikhluta, Ég trúði því ekki alveg en sem betur fer þá áttum við hana inni á lokametrunum. Það hjálpaði alveg klárlega við það að sækja þessi tvö stig,“ sagði Daníel. Hann er ekki ánægður með leikjaskipulagið hjá KKÍ. Sex leikir á sautján dögum „Þetta var fyrsti leikur í sex leikja törn á sautján dögum. Það virðist ekki vera sem Körfuknattleikssambandið trúi á endurheimt. Við erum að taka einn leik í einu og vona að hópurinn verði ekki í henglum í restina fyrir jól,“ sagði Daníel. „Það er fullt af leikjum fram undan sem ég tel að séu hörkuleikir fyrir okkur og leikir sem við getum klárlega unnið. Reynt áfram að sækja á þetta fimmta sæti og verða þá í topppakkanum í lok janúar,“ sagði Daníel. Hann segir aftur á móti að mikið mæði á liðinu. „Við þurfum að æfa í kvöld og síðan er bara brottför suður á morgun í Stjörnuleikinn. Ég held að þetta verði líkara einhverjum gamlingja göngukörfubolta frekar en körfubolta í efstu deild,“ sagði Daníel. Þórsliðið spilaði við Keflavík í gær og síðan er Stjörnuleikurinn á morgun. Í framhaldinu er síðan leikur við Fjölni á heimavelli á laugardaginn, leikur við Snæfell í Stykkishólmi 5. desember og loks heimaleikur á móti Val 12. desember. Það má síðan ekki gleyma bikarleik á móti Aþenu á heimavelli laugardaginn 9. desember. Það verður því nóg að gera hjá Þórskonum á næstunni.
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira