Skerða orku til fiskverkunar og gagnavera Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 09:58 Landsvirkjun segir þurrt tiðarfar hafa haft áhrif. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hefur tekið ákvörðun um að skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkana og gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þetta kemur fram í tilkynningu, þar segir að afhending á víkjandi orku verði stöðvuð frá og með 1. desember og verði í gildi þar til miðlunarstaða hafi batnað. Þar segir að ástæða aðgerðanna, sem séu ótímabundnar, sé samspil erfiðs batnsbúskapar, hárrar nýtingar stórnotenda á langtímasamningum og aukinnar eftirspurnar heimila og smærri fyrirtækja, sem Landsvirkjun kappkostar að tryggja orku. Í tilkynningu sinni segir Landsvirkjun að eftirspurn eftir raforku á Íslandi hafi verið mikil á undanförnum misserum. Þar hafi farið saman sterk eftirspurn stórnotenda á sama tíma og eftirspurn heimila og smærri fyrirtækja hafi aukist. „Þegar eftirspurn er mikil er raforkukerfið viðkvæmara fyrir stöðunni í vatnsbúskapnum og líklegra að grípa þurfi til skerðinga, eins og fyrri dæmi sanna. Viðskiptavinir á borð við fiskimjölsframleiðendur og gagnaver í rafmyntagreftri sem ekki hafa gert samninga um kaup á forgangsorku verða fyrir áhrifum þegar vatnafar gefur eftir og afhending til þeirra takmörkuð í samræmi við ákvæði samninga.“ Ein haustlægð ekki nóg Landsvirkjun segir að tíðarfar á Þjórsársvæði hafi verið mjög þurrt frá byrjun júlímánaðar sem olli því að Þórisvatn fylltist ekki í haust og að niðurdráttur hafi hafist snemma á svæðinu eða upp úr miðjum september. „Önnur miðlunarlón Landsvirkjunar fylltust í sumar og Blöndulón og Hálslón fóru af yfirfalli í lok september. Fylling miðlunarforða í upphafi vatnsárs, sem byrjar 1. október, var 93%. Það samsvarar því að um 350 GWh hafi vantað í forðann í upphafi vetrar.“ Fyrir utan eina haustlægð um miðjan október hafi þessir þurkar haldið áfram á hálendinu. Niðurdráttur miðlunarlóna hafi verið mjög eindreginn og þróuin á Þjórsársvæði sambærileg þróuninni haustið 2021, sem þá reyndist viðvarandi. Líklega fram á vor Landsvirkjun segir að ljóst sé að takmarka þurfi afhendingu á víkjandi orku svo tryggja megi öryggi afhendingu í vetur til þeirra viðskiptavina sem samið hafi um slíkt. Afhending á víkjandi orku verður stöðvuð frá og með næsta föstudegi, 1. desember. Sú stöðvun verður í gildi þar til miðlunarstaða hefur batnað. „Reynslan sýnir að óverulegar breytingar verða á innrennsli yfir kaldasta tíma ársins, svo búast má við að skerðingin standi fram á vormánuði. Á meðan hún er í gildi býður Landsvirkjun ekki upp á gerð neinna nýrra samninga um afhendingu forgangsorku til stórnotenda á árinu 2024.“ Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Þar segir að ástæða aðgerðanna, sem séu ótímabundnar, sé samspil erfiðs batnsbúskapar, hárrar nýtingar stórnotenda á langtímasamningum og aukinnar eftirspurnar heimila og smærri fyrirtækja, sem Landsvirkjun kappkostar að tryggja orku. Í tilkynningu sinni segir Landsvirkjun að eftirspurn eftir raforku á Íslandi hafi verið mikil á undanförnum misserum. Þar hafi farið saman sterk eftirspurn stórnotenda á sama tíma og eftirspurn heimila og smærri fyrirtækja hafi aukist. „Þegar eftirspurn er mikil er raforkukerfið viðkvæmara fyrir stöðunni í vatnsbúskapnum og líklegra að grípa þurfi til skerðinga, eins og fyrri dæmi sanna. Viðskiptavinir á borð við fiskimjölsframleiðendur og gagnaver í rafmyntagreftri sem ekki hafa gert samninga um kaup á forgangsorku verða fyrir áhrifum þegar vatnafar gefur eftir og afhending til þeirra takmörkuð í samræmi við ákvæði samninga.“ Ein haustlægð ekki nóg Landsvirkjun segir að tíðarfar á Þjórsársvæði hafi verið mjög þurrt frá byrjun júlímánaðar sem olli því að Þórisvatn fylltist ekki í haust og að niðurdráttur hafi hafist snemma á svæðinu eða upp úr miðjum september. „Önnur miðlunarlón Landsvirkjunar fylltust í sumar og Blöndulón og Hálslón fóru af yfirfalli í lok september. Fylling miðlunarforða í upphafi vatnsárs, sem byrjar 1. október, var 93%. Það samsvarar því að um 350 GWh hafi vantað í forðann í upphafi vetrar.“ Fyrir utan eina haustlægð um miðjan október hafi þessir þurkar haldið áfram á hálendinu. Niðurdráttur miðlunarlóna hafi verið mjög eindreginn og þróuin á Þjórsársvæði sambærileg þróuninni haustið 2021, sem þá reyndist viðvarandi. Líklega fram á vor Landsvirkjun segir að ljóst sé að takmarka þurfi afhendingu á víkjandi orku svo tryggja megi öryggi afhendingu í vetur til þeirra viðskiptavina sem samið hafi um slíkt. Afhending á víkjandi orku verður stöðvuð frá og með næsta föstudegi, 1. desember. Sú stöðvun verður í gildi þar til miðlunarstaða hefur batnað. „Reynslan sýnir að óverulegar breytingar verða á innrennsli yfir kaldasta tíma ársins, svo búast má við að skerðingin standi fram á vormánuði. Á meðan hún er í gildi býður Landsvirkjun ekki upp á gerð neinna nýrra samninga um afhendingu forgangsorku til stórnotenda á árinu 2024.“
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira