Útgöngubann í Síerra Leóne eftir árásir og frelsun fanga Hólmfríður Gísladóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 27. nóvember 2023 07:00 Tálmum var komið upp og öryggisgæsla aukin í kjölfar árásanna í gær. epa/Ibrahim Barrie Útgöngubann er í gildi í Síerra Leóne eftir að vopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í landinu og frelsuðu fanga. Samkvæmt yfirvöldum áttu árásirnar sér stað í gærmorgun, í fjölda stórra fangelsa. Fjórtán Íslendingar eru í Síerra Leóne samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Forsetinn Julius Maada Bio sagði seint í gær að leiðtogarnir á bak við árásirnar hefðu verið handteknir. Bio ávarpaði þjóðina og sagði um að ræða öryggisbrest og atlögu að lýðræðinu. Hann gekk þó ekki svo langt að tala um tilraun til valdaráns en ástandið í landinu hefur verið spennuþrungið frá því að Bio var endurkjörinn í sumar, í afar umdeildum og ógegnsæum kosningum. Forsetinn sagði yfirvöld hafa náð stjórn á ástandinu en gaf ekkert upp um árásarmennina né hvað þeim gekk til með frelsun fanganna. Útgöngubanni var lýst yfir strax í kjölfar árásanna en íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig heima og þá hefur allt flug um eina alþjóðaflugvöll landsins verið fellt niður. Samkvæmt BBC sást til vopnaðra hermanna í Freetown í stolnum lögreglubifreiðum og þá heyrðust hópar hrópa að þeir hygðust „hreinsa Síerra Leóne“. Myndskeið sýna fanga flýja Pademba Road fangelsið í Freetown og þá sást til rappara sem var fangelsaður í fyrra. Fjöldi hermanna var handtekinn í landinu í ágúst síðastliðnum en mennirnir voru grunaðir um að hyggja á valdarán. Átta ríki í Vestur- og Mið-Afríku eru undir herstjórn eftir valdarán, meðal annars nágrannaríkið Gínea. Í sambandi við fjórtán Íslendinga Fram kom í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í gær að ráðuneytið hefur verið í sambandi við alls fjórtán Íslendinga í Síerra Leóne. Meðal þeirra eru tveir starfsmenn sendiráðs Íslands í Freetown og tveir fjölskyldumeðlimir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um brottflutning Íslendinga, en utanríkisráðuneytið og starfsfólk sendiráðsins fylgist náið með stöðu mála og er í reglulegum samskiptum við samstarfsríki. Síerra Leóne Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Forsetinn Julius Maada Bio sagði seint í gær að leiðtogarnir á bak við árásirnar hefðu verið handteknir. Bio ávarpaði þjóðina og sagði um að ræða öryggisbrest og atlögu að lýðræðinu. Hann gekk þó ekki svo langt að tala um tilraun til valdaráns en ástandið í landinu hefur verið spennuþrungið frá því að Bio var endurkjörinn í sumar, í afar umdeildum og ógegnsæum kosningum. Forsetinn sagði yfirvöld hafa náð stjórn á ástandinu en gaf ekkert upp um árásarmennina né hvað þeim gekk til með frelsun fanganna. Útgöngubanni var lýst yfir strax í kjölfar árásanna en íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig heima og þá hefur allt flug um eina alþjóðaflugvöll landsins verið fellt niður. Samkvæmt BBC sást til vopnaðra hermanna í Freetown í stolnum lögreglubifreiðum og þá heyrðust hópar hrópa að þeir hygðust „hreinsa Síerra Leóne“. Myndskeið sýna fanga flýja Pademba Road fangelsið í Freetown og þá sást til rappara sem var fangelsaður í fyrra. Fjöldi hermanna var handtekinn í landinu í ágúst síðastliðnum en mennirnir voru grunaðir um að hyggja á valdarán. Átta ríki í Vestur- og Mið-Afríku eru undir herstjórn eftir valdarán, meðal annars nágrannaríkið Gínea. Í sambandi við fjórtán Íslendinga Fram kom í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu í gær að ráðuneytið hefur verið í sambandi við alls fjórtán Íslendinga í Síerra Leóne. Meðal þeirra eru tveir starfsmenn sendiráðs Íslands í Freetown og tveir fjölskyldumeðlimir. Engin ákvörðun hefur verið tekin um brottflutning Íslendinga, en utanríkisráðuneytið og starfsfólk sendiráðsins fylgist náið með stöðu mála og er í reglulegum samskiptum við samstarfsríki.
Síerra Leóne Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira