Landlægt útgöngubann í Síerra Leóne Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2023 14:01 Julius Maada Bio, forseti Síerra Leóne, segir öryggi hafa verið tryggt. Fregnir hafa borist af mögulegri valdaránstilraun í morgun. EPA/IBRAHIM BARRIE Forseti Síerra Leóne lýsti í morgun yfir landlægu útgöngubanni eftir að þungvopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í höfuðborginni Freetown og frelsuðu þar fanga. Skömmu áður höfðu vopnaðir menn ráðist á herstöð í borginni, sem er skammt frá forsetahöllinni, og reynt að brjótast inn, eða brotist inn, í vopnabúr herstöðvarinnar. Íbúum landsins hefur verið ráðlagt að halda sig heima og eina alþjóðaflugvelli Síerra Leóne hefur verið lokað. Fregnir hafa borist af mögulegri valdaránstilraun en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum, enn sem komið er. Frá árinu 2020 hafa átta valdarán verið framin af hermönnum í ríkjum Vestur-Afríku. BBC hefur eftir Julius Maada Bio, forseta, að ástandið sé rólegt en verið sé að leita allra árásarmannanna. Fréttamaður BBC í Freetown segir þó að enn ríki óreiða í Freetown. Hann keyrði til að mynda fram hjá hermönnum á lögreglubíl sem þeir höfðu tekið og framhjá hópi manna sem sungu um að þeir ætluðu að „hreinsa“ Síerra Leóne. Óljóst er hve mörgum var sleppt úr fangelsi en yfirvöld í Bandaríkjunum áætluðu árið 2019 að minnst tvö þúsund manns sætu þar inni. Skothríð heyrðist víða Reuters segir skothríð hafa heyrst í nokkrum hverfum Freetown í morgun í kjölfar árásarinnar á herstöðina. Fréttaveitan hefur eftir David Taluva, innanríkisráðherra, að árásarmennirnir hafi verið reknir á brott frá herstöðinni en á undanhaldi hafi þeir lagt hald á vopn lögregluþjóna. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að Síerra Leóne hafi gengið gegnum töluverðan pólitískan óstöðugleika að undanförnu, í kjölfar kosninga sem haldnar voru í júní. Bio vann kosningarnar með rétt rúm 55 prósent atkvæða, sem er það sem þarf til að sleppa við aðra umferð. *BREAKING: Footage continues to show Other Prisoners Set Free From Pademba Road Prison Sierra Leone Correctional center pic.twitter.com/JtDjFL2UNP— Zagazola (@ZagazOlaMakama) November 26, 2023 Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og skort á gagnsæi, auk þess þeir segja ofbeldi og ógnunum hafa verið beitt. Meðlimir stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, APC, hafa neitað að viðurkenna úrslit kosninganna en forsvarsmenn flokksins og ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir samkomulag í október, sem Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja komu að. Það fól í sér að APC hætti að sniðganga ríkisstjórnina og tæki þátt í ríkisrekstrinum í skiptum fyrir að yfirvöld hættu að höfða mál gegn og fangelsa meðlimi APC í málum sem forsvarsmenn flokksins sögðu pólitísks eðlis. Síerra Leóne Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Íbúum landsins hefur verið ráðlagt að halda sig heima og eina alþjóðaflugvelli Síerra Leóne hefur verið lokað. Fregnir hafa borist af mögulegri valdaránstilraun en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum, enn sem komið er. Frá árinu 2020 hafa átta valdarán verið framin af hermönnum í ríkjum Vestur-Afríku. BBC hefur eftir Julius Maada Bio, forseta, að ástandið sé rólegt en verið sé að leita allra árásarmannanna. Fréttamaður BBC í Freetown segir þó að enn ríki óreiða í Freetown. Hann keyrði til að mynda fram hjá hermönnum á lögreglubíl sem þeir höfðu tekið og framhjá hópi manna sem sungu um að þeir ætluðu að „hreinsa“ Síerra Leóne. Óljóst er hve mörgum var sleppt úr fangelsi en yfirvöld í Bandaríkjunum áætluðu árið 2019 að minnst tvö þúsund manns sætu þar inni. Skothríð heyrðist víða Reuters segir skothríð hafa heyrst í nokkrum hverfum Freetown í morgun í kjölfar árásarinnar á herstöðina. Fréttaveitan hefur eftir David Taluva, innanríkisráðherra, að árásarmennirnir hafi verið reknir á brott frá herstöðinni en á undanhaldi hafi þeir lagt hald á vopn lögregluþjóna. Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að Síerra Leóne hafi gengið gegnum töluverðan pólitískan óstöðugleika að undanförnu, í kjölfar kosninga sem haldnar voru í júní. Bio vann kosningarnar með rétt rúm 55 prósent atkvæða, sem er það sem þarf til að sleppa við aðra umferð. *BREAKING: Footage continues to show Other Prisoners Set Free From Pademba Road Prison Sierra Leone Correctional center pic.twitter.com/JtDjFL2UNP— Zagazola (@ZagazOlaMakama) November 26, 2023 Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og skort á gagnsæi, auk þess þeir segja ofbeldi og ógnunum hafa verið beitt. Meðlimir stærsta stjórnarandstöðuflokks landsins, APC, hafa neitað að viðurkenna úrslit kosninganna en forsvarsmenn flokksins og ríkisstjórnarinnar skrifuðu undir samkomulag í október, sem Afríkubandalagið og Efnahagssamband Vestur-Afríkuríkja komu að. Það fól í sér að APC hætti að sniðganga ríkisstjórnina og tæki þátt í ríkisrekstrinum í skiptum fyrir að yfirvöld hættu að höfða mál gegn og fangelsa meðlimi APC í málum sem forsvarsmenn flokksins sögðu pólitísks eðlis.
Síerra Leóne Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira