„Það hefur heilmikið breyst en samt ekkert sérstaklega mikið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2023 13:29 Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum. Vísir Á fáeinum dögum virðist mat manna á stöðunni í Grindavík og nágrenni hafa gjörbreyst. Víðir Reynisson segir Almannavarnir líta á stöðuna núna sem einhverskonar logn en öll merki séu um að atburðarrásinni sé ekki lokið. Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum og Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Spurður um álit sitt á stöðunni á Reykjanesskaga sagði Ari okkur enn vera stödd í miðri atburðarrás. „Það streymir upp kvika á tvo staði, sem er áhyggjuefni. Það voru 250 skjálftar frá miðnætti uppi í Sundhnjúk. Rúmlega 500 í gær og aflögunin er enn til staðar. Þar er kvika á leiðinni upp í þetta ferlíki. Síðan er innstreymi undir Svartsengi, eða á þeim slóðum, þar sem þessi svokallaða sylla varð til. Það var tenging milli þessa atburða. Nú er syllan að jafna sig og engin teljandi skjálftavirkni en innstreymi samt sem áður. Hættan er til staðar á báðum stöðunum.“ Álitsgjafar með vangaveltur og vísindamenn sem beri ábyrgð Víðir var spurður um misvísandi upplýsingagjöf og þá sérstaklega yfirlýsingar sérfræðinga sem túlka hlutina á ólíkan hátt. Sagðist hann hafa hugsað mikið um einmitt þetta. „Við erum með marga öfluga fræðimenn. Það er eðlilegt að þeir tjái sig og séu með sínar vangaveltur,“ segir Víðir. Við erum með álitsgjafa sem eru með vangaveltur og síðan vísindamenn sem bera ábyrgðina. „Það er Veðurstofan sem gefur okkur leiðeiningar sem við þurfum að fara eftir.“ Það sé fullkomlega eðlilegt að almenningur sem sæki upplýsingar hjá fjölmiðlum átti sig ekki á þessum mun, á vísindamönnum með nauðsynlegar vangaveltur og lagalegum leiðbeiningum frá Veðustofunni. „Svo er það þannig að við erum að fylgjast með atburðarrás sem er ofan í jörðinni. Við sjáum einhver ummerki á yfirborði og reynum að túlka og skilja þau. Það er ekki hægt að segja að þetta sé nákvæmlega svona,“ segir Víðir. Ari segist telja spár vísindamanna stundum ganga svolítið langt. Sjálfur sé hann íhaldssamari. Talið barst að þeirri gríðarlegu sveiflu sem hefur átt sér stað frá því að kvika var komin grunnt undur yfirborð og búist var við eldgosi á hverri stundu, yfir í það að kvikan virðist vera að miklu leiti storknuð. „Þetta er efni sem breytir sér,“ sagði Víðir. „Vegna hita bráðnar kvikan og þegar hitagjafinn minnkar þá storknar hún bara, eins og hvert annað efni sem við vinnum með daglega. Ef þú bræðir súkkulaði þá er það fljótandi en ef þú hættir að hita það þá storknar það.“ Þetta sé væntanlega það sem hafi gerst undir Grindavík og undir hluta af kvikuganginum. Samt sem áður sé enn innstreymi undir kvikugangi þar sem breytingar sjást á yfirborði. Atburðarrásinni ekki lokið Víðir segir Almannavarnir hafa unnið með þá möntru að um leið og upplýsingar berast sé almenningur upplýstur. „Sú breyting sem varð núna í vikunni snýst fyrst og fremst að því að menn töldu ekki lengur bráða hættu á eldgosi inni í Grindavík. Þar af leiðandi gátum við verið með fleiri inni og í lengri tíma, við töldum okkur hafa lengri tíma ef það þyrfti að rýma bæinn. Það hefur ekkert breyst varðandi að við teljum að hugsanlega muni þurfa að grípa til slíkra aðgerða þó við séum búin að létta á yfir daginn. Við erum ennþá með sérstaka vöktun í gangi þegar svæðið er opið en minni á nóttunni.“ Það hefur heilmikið breyst en samt ekkert sérstaklega mikið. „Stóra málið er að við lítum á þetta ástand sem einhver skonar glugga, logn, en við sjáum öll merki þess að þessari atburðarrás er ekki lokið. Við erum ekkert að fara pakka saman og fara heim. Víðir segir mikilvægt að velta fyrir sér hvernig við nálgumst umræðuna. „Það er auðveldasta lausnin að loka öllu og banna, en það er ekki þannig sem við viljum lifa. Það er okkar lausn að meta raunverulega áhættu, grípa til þess sem við köllum áhættuminnkandi aðgerðir. Þær geta verið af ýmsum toga. Allt frá því að skipuleggja byggð þar sem eru minni líkur á að einhverjir atburðir gerist upp í það að vera með öflugt vöktunarkerfi og vera tilbúin að forða fólki frá tjóni.“ Stóra málið hjá okkur er sú óvissa sem Grindvíkingar sitja við. Stærsta spurningin er auðvitað „hvenær komumst við heim?“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum og Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Spurður um álit sitt á stöðunni á Reykjanesskaga sagði Ari okkur enn vera stödd í miðri atburðarrás. „Það streymir upp kvika á tvo staði, sem er áhyggjuefni. Það voru 250 skjálftar frá miðnætti uppi í Sundhnjúk. Rúmlega 500 í gær og aflögunin er enn til staðar. Þar er kvika á leiðinni upp í þetta ferlíki. Síðan er innstreymi undir Svartsengi, eða á þeim slóðum, þar sem þessi svokallaða sylla varð til. Það var tenging milli þessa atburða. Nú er syllan að jafna sig og engin teljandi skjálftavirkni en innstreymi samt sem áður. Hættan er til staðar á báðum stöðunum.“ Álitsgjafar með vangaveltur og vísindamenn sem beri ábyrgð Víðir var spurður um misvísandi upplýsingagjöf og þá sérstaklega yfirlýsingar sérfræðinga sem túlka hlutina á ólíkan hátt. Sagðist hann hafa hugsað mikið um einmitt þetta. „Við erum með marga öfluga fræðimenn. Það er eðlilegt að þeir tjái sig og séu með sínar vangaveltur,“ segir Víðir. Við erum með álitsgjafa sem eru með vangaveltur og síðan vísindamenn sem bera ábyrgðina. „Það er Veðurstofan sem gefur okkur leiðeiningar sem við þurfum að fara eftir.“ Það sé fullkomlega eðlilegt að almenningur sem sæki upplýsingar hjá fjölmiðlum átti sig ekki á þessum mun, á vísindamönnum með nauðsynlegar vangaveltur og lagalegum leiðbeiningum frá Veðustofunni. „Svo er það þannig að við erum að fylgjast með atburðarrás sem er ofan í jörðinni. Við sjáum einhver ummerki á yfirborði og reynum að túlka og skilja þau. Það er ekki hægt að segja að þetta sé nákvæmlega svona,“ segir Víðir. Ari segist telja spár vísindamanna stundum ganga svolítið langt. Sjálfur sé hann íhaldssamari. Talið barst að þeirri gríðarlegu sveiflu sem hefur átt sér stað frá því að kvika var komin grunnt undur yfirborð og búist var við eldgosi á hverri stundu, yfir í það að kvikan virðist vera að miklu leiti storknuð. „Þetta er efni sem breytir sér,“ sagði Víðir. „Vegna hita bráðnar kvikan og þegar hitagjafinn minnkar þá storknar hún bara, eins og hvert annað efni sem við vinnum með daglega. Ef þú bræðir súkkulaði þá er það fljótandi en ef þú hættir að hita það þá storknar það.“ Þetta sé væntanlega það sem hafi gerst undir Grindavík og undir hluta af kvikuganginum. Samt sem áður sé enn innstreymi undir kvikugangi þar sem breytingar sjást á yfirborði. Atburðarrásinni ekki lokið Víðir segir Almannavarnir hafa unnið með þá möntru að um leið og upplýsingar berast sé almenningur upplýstur. „Sú breyting sem varð núna í vikunni snýst fyrst og fremst að því að menn töldu ekki lengur bráða hættu á eldgosi inni í Grindavík. Þar af leiðandi gátum við verið með fleiri inni og í lengri tíma, við töldum okkur hafa lengri tíma ef það þyrfti að rýma bæinn. Það hefur ekkert breyst varðandi að við teljum að hugsanlega muni þurfa að grípa til slíkra aðgerða þó við séum búin að létta á yfir daginn. Við erum ennþá með sérstaka vöktun í gangi þegar svæðið er opið en minni á nóttunni.“ Það hefur heilmikið breyst en samt ekkert sérstaklega mikið. „Stóra málið er að við lítum á þetta ástand sem einhver skonar glugga, logn, en við sjáum öll merki þess að þessari atburðarrás er ekki lokið. Við erum ekkert að fara pakka saman og fara heim. Víðir segir mikilvægt að velta fyrir sér hvernig við nálgumst umræðuna. „Það er auðveldasta lausnin að loka öllu og banna, en það er ekki þannig sem við viljum lifa. Það er okkar lausn að meta raunverulega áhættu, grípa til þess sem við köllum áhættuminnkandi aðgerðir. Þær geta verið af ýmsum toga. Allt frá því að skipuleggja byggð þar sem eru minni líkur á að einhverjir atburðir gerist upp í það að vera með öflugt vöktunarkerfi og vera tilbúin að forða fólki frá tjóni.“ Stóra málið hjá okkur er sú óvissa sem Grindvíkingar sitja við. Stærsta spurningin er auðvitað „hvenær komumst við heim?“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira