„Það hefur heilmikið breyst en samt ekkert sérstaklega mikið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2023 13:29 Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum. Vísir Á fáeinum dögum virðist mat manna á stöðunni í Grindavík og nágrenni hafa gjörbreyst. Víðir Reynisson segir Almannavarnir líta á stöðuna núna sem einhverskonar logn en öll merki séu um að atburðarrásinni sé ekki lokið. Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum og Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Spurður um álit sitt á stöðunni á Reykjanesskaga sagði Ari okkur enn vera stödd í miðri atburðarrás. „Það streymir upp kvika á tvo staði, sem er áhyggjuefni. Það voru 250 skjálftar frá miðnætti uppi í Sundhnjúk. Rúmlega 500 í gær og aflögunin er enn til staðar. Þar er kvika á leiðinni upp í þetta ferlíki. Síðan er innstreymi undir Svartsengi, eða á þeim slóðum, þar sem þessi svokallaða sylla varð til. Það var tenging milli þessa atburða. Nú er syllan að jafna sig og engin teljandi skjálftavirkni en innstreymi samt sem áður. Hættan er til staðar á báðum stöðunum.“ Álitsgjafar með vangaveltur og vísindamenn sem beri ábyrgð Víðir var spurður um misvísandi upplýsingagjöf og þá sérstaklega yfirlýsingar sérfræðinga sem túlka hlutina á ólíkan hátt. Sagðist hann hafa hugsað mikið um einmitt þetta. „Við erum með marga öfluga fræðimenn. Það er eðlilegt að þeir tjái sig og séu með sínar vangaveltur,“ segir Víðir. Við erum með álitsgjafa sem eru með vangaveltur og síðan vísindamenn sem bera ábyrgðina. „Það er Veðurstofan sem gefur okkur leiðeiningar sem við þurfum að fara eftir.“ Það sé fullkomlega eðlilegt að almenningur sem sæki upplýsingar hjá fjölmiðlum átti sig ekki á þessum mun, á vísindamönnum með nauðsynlegar vangaveltur og lagalegum leiðbeiningum frá Veðustofunni. „Svo er það þannig að við erum að fylgjast með atburðarrás sem er ofan í jörðinni. Við sjáum einhver ummerki á yfirborði og reynum að túlka og skilja þau. Það er ekki hægt að segja að þetta sé nákvæmlega svona,“ segir Víðir. Ari segist telja spár vísindamanna stundum ganga svolítið langt. Sjálfur sé hann íhaldssamari. Talið barst að þeirri gríðarlegu sveiflu sem hefur átt sér stað frá því að kvika var komin grunnt undur yfirborð og búist var við eldgosi á hverri stundu, yfir í það að kvikan virðist vera að miklu leiti storknuð. „Þetta er efni sem breytir sér,“ sagði Víðir. „Vegna hita bráðnar kvikan og þegar hitagjafinn minnkar þá storknar hún bara, eins og hvert annað efni sem við vinnum með daglega. Ef þú bræðir súkkulaði þá er það fljótandi en ef þú hættir að hita það þá storknar það.“ Þetta sé væntanlega það sem hafi gerst undir Grindavík og undir hluta af kvikuganginum. Samt sem áður sé enn innstreymi undir kvikugangi þar sem breytingar sjást á yfirborði. Atburðarrásinni ekki lokið Víðir segir Almannavarnir hafa unnið með þá möntru að um leið og upplýsingar berast sé almenningur upplýstur. „Sú breyting sem varð núna í vikunni snýst fyrst og fremst að því að menn töldu ekki lengur bráða hættu á eldgosi inni í Grindavík. Þar af leiðandi gátum við verið með fleiri inni og í lengri tíma, við töldum okkur hafa lengri tíma ef það þyrfti að rýma bæinn. Það hefur ekkert breyst varðandi að við teljum að hugsanlega muni þurfa að grípa til slíkra aðgerða þó við séum búin að létta á yfir daginn. Við erum ennþá með sérstaka vöktun í gangi þegar svæðið er opið en minni á nóttunni.“ Það hefur heilmikið breyst en samt ekkert sérstaklega mikið. „Stóra málið er að við lítum á þetta ástand sem einhver skonar glugga, logn, en við sjáum öll merki þess að þessari atburðarrás er ekki lokið. Við erum ekkert að fara pakka saman og fara heim. Víðir segir mikilvægt að velta fyrir sér hvernig við nálgumst umræðuna. „Það er auðveldasta lausnin að loka öllu og banna, en það er ekki þannig sem við viljum lifa. Það er okkar lausn að meta raunverulega áhættu, grípa til þess sem við köllum áhættuminnkandi aðgerðir. Þær geta verið af ýmsum toga. Allt frá því að skipuleggja byggð þar sem eru minni líkur á að einhverjir atburðir gerist upp í það að vera með öflugt vöktunarkerfi og vera tilbúin að forða fólki frá tjóni.“ Stóra málið hjá okkur er sú óvissa sem Grindvíkingar sitja við. Stærsta spurningin er auðvitað „hvenær komumst við heim?“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum og Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Spurður um álit sitt á stöðunni á Reykjanesskaga sagði Ari okkur enn vera stödd í miðri atburðarrás. „Það streymir upp kvika á tvo staði, sem er áhyggjuefni. Það voru 250 skjálftar frá miðnætti uppi í Sundhnjúk. Rúmlega 500 í gær og aflögunin er enn til staðar. Þar er kvika á leiðinni upp í þetta ferlíki. Síðan er innstreymi undir Svartsengi, eða á þeim slóðum, þar sem þessi svokallaða sylla varð til. Það var tenging milli þessa atburða. Nú er syllan að jafna sig og engin teljandi skjálftavirkni en innstreymi samt sem áður. Hættan er til staðar á báðum stöðunum.“ Álitsgjafar með vangaveltur og vísindamenn sem beri ábyrgð Víðir var spurður um misvísandi upplýsingagjöf og þá sérstaklega yfirlýsingar sérfræðinga sem túlka hlutina á ólíkan hátt. Sagðist hann hafa hugsað mikið um einmitt þetta. „Við erum með marga öfluga fræðimenn. Það er eðlilegt að þeir tjái sig og séu með sínar vangaveltur,“ segir Víðir. Við erum með álitsgjafa sem eru með vangaveltur og síðan vísindamenn sem bera ábyrgðina. „Það er Veðurstofan sem gefur okkur leiðeiningar sem við þurfum að fara eftir.“ Það sé fullkomlega eðlilegt að almenningur sem sæki upplýsingar hjá fjölmiðlum átti sig ekki á þessum mun, á vísindamönnum með nauðsynlegar vangaveltur og lagalegum leiðbeiningum frá Veðustofunni. „Svo er það þannig að við erum að fylgjast með atburðarrás sem er ofan í jörðinni. Við sjáum einhver ummerki á yfirborði og reynum að túlka og skilja þau. Það er ekki hægt að segja að þetta sé nákvæmlega svona,“ segir Víðir. Ari segist telja spár vísindamanna stundum ganga svolítið langt. Sjálfur sé hann íhaldssamari. Talið barst að þeirri gríðarlegu sveiflu sem hefur átt sér stað frá því að kvika var komin grunnt undur yfirborð og búist var við eldgosi á hverri stundu, yfir í það að kvikan virðist vera að miklu leiti storknuð. „Þetta er efni sem breytir sér,“ sagði Víðir. „Vegna hita bráðnar kvikan og þegar hitagjafinn minnkar þá storknar hún bara, eins og hvert annað efni sem við vinnum með daglega. Ef þú bræðir súkkulaði þá er það fljótandi en ef þú hættir að hita það þá storknar það.“ Þetta sé væntanlega það sem hafi gerst undir Grindavík og undir hluta af kvikuganginum. Samt sem áður sé enn innstreymi undir kvikugangi þar sem breytingar sjást á yfirborði. Atburðarrásinni ekki lokið Víðir segir Almannavarnir hafa unnið með þá möntru að um leið og upplýsingar berast sé almenningur upplýstur. „Sú breyting sem varð núna í vikunni snýst fyrst og fremst að því að menn töldu ekki lengur bráða hættu á eldgosi inni í Grindavík. Þar af leiðandi gátum við verið með fleiri inni og í lengri tíma, við töldum okkur hafa lengri tíma ef það þyrfti að rýma bæinn. Það hefur ekkert breyst varðandi að við teljum að hugsanlega muni þurfa að grípa til slíkra aðgerða þó við séum búin að létta á yfir daginn. Við erum ennþá með sérstaka vöktun í gangi þegar svæðið er opið en minni á nóttunni.“ Það hefur heilmikið breyst en samt ekkert sérstaklega mikið. „Stóra málið er að við lítum á þetta ástand sem einhver skonar glugga, logn, en við sjáum öll merki þess að þessari atburðarrás er ekki lokið. Við erum ekkert að fara pakka saman og fara heim. Víðir segir mikilvægt að velta fyrir sér hvernig við nálgumst umræðuna. „Það er auðveldasta lausnin að loka öllu og banna, en það er ekki þannig sem við viljum lifa. Það er okkar lausn að meta raunverulega áhættu, grípa til þess sem við köllum áhættuminnkandi aðgerðir. Þær geta verið af ýmsum toga. Allt frá því að skipuleggja byggð þar sem eru minni líkur á að einhverjir atburðir gerist upp í það að vera með öflugt vöktunarkerfi og vera tilbúin að forða fólki frá tjóni.“ Stóra málið hjá okkur er sú óvissa sem Grindvíkingar sitja við. Stærsta spurningin er auðvitað „hvenær komumst við heim?“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sprengisandur Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent