„Ég á bara ekki til orð, þetta var skelfilegt og við ættum að skammast okkar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. nóvember 2023 22:47 Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var afar ósáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Það var fokillur þjálfari sem kom til tals við blaðamann eftir 87-69 tap Hamars gegn Breiðabliks í Subway deild karla. Hamar er enn án sigurs í neðsta sæti deildarinnar eftir átta umferðir, þetta var fyrsti sigur Breiðabliks sem kom sér upp í 11. sætið. „Bara ömurlegar og ekkert annað“ sagði Halldór Karl aðspurður um almenna líðan sína og tilfinningar strax að leik loknum. „Við vorum bara með hausinn allt annars staðar, vorum að vorkenna sjálfum okkur afþví við vorum ekki að hitta rassgat og vorum ömurlegir. Þetta var skammarleg frammistaða“ hélt hann svo áfram. Hvað hefði þjálfarinn viljað sjá öðruvísi frá sínu liði í kvöld? „Setja boltann ofan í helvítis körfuna til að byrja með, ekki fara að grenja þegar þeir hitta ekki og hlaupa ekki til baka, það væri mjög gott. Þetta var bara lélegasta frammistaða sem ég hef upplifað á mínum þjálfaraferli. Ég á bara ekki til orð, þetta var skelfilegt og við ættum að skammast okkar.“ Hamar var án nokkurra lykilmanna í kvöld, Halldór taldi það þó ekki aðalatriðið. Nú verði liðið einfaldlega að taka sig saman í andlitinu og fara að sækja úrslit. „Við vorum fáliðaðir en það skiptir engu helvítis máli, erum með fimm leikmenn á gólfinu sem þurfa bara að gera betur. Við erum að skjóta kannski 10% úr þristum en samt höldum við áfram að tjakka þeim upp. Þetta var bara skelfilegt og við þurfum að drullast til að líta djúpt inn á við og pæla í því hvað við þurfum að gera“ sagði Halldór að lokum. Subway-deild karla Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Hamar 87-69 | Fyrsti sigur Blikanna í hús Breiðablik sótti sinn fyrsta sigur í Subway deild karla í kvöld. Lokatölur leiks þeirra gegn Hamri urðu 87-69. Breiðablik kemur sér með þessum sigri í 11. sætið og skilur Hamar þar af leiðandi eftir á botni deildarinnar. 24. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
„Bara ömurlegar og ekkert annað“ sagði Halldór Karl aðspurður um almenna líðan sína og tilfinningar strax að leik loknum. „Við vorum bara með hausinn allt annars staðar, vorum að vorkenna sjálfum okkur afþví við vorum ekki að hitta rassgat og vorum ömurlegir. Þetta var skammarleg frammistaða“ hélt hann svo áfram. Hvað hefði þjálfarinn viljað sjá öðruvísi frá sínu liði í kvöld? „Setja boltann ofan í helvítis körfuna til að byrja með, ekki fara að grenja þegar þeir hitta ekki og hlaupa ekki til baka, það væri mjög gott. Þetta var bara lélegasta frammistaða sem ég hef upplifað á mínum þjálfaraferli. Ég á bara ekki til orð, þetta var skelfilegt og við ættum að skammast okkar.“ Hamar var án nokkurra lykilmanna í kvöld, Halldór taldi það þó ekki aðalatriðið. Nú verði liðið einfaldlega að taka sig saman í andlitinu og fara að sækja úrslit. „Við vorum fáliðaðir en það skiptir engu helvítis máli, erum með fimm leikmenn á gólfinu sem þurfa bara að gera betur. Við erum að skjóta kannski 10% úr þristum en samt höldum við áfram að tjakka þeim upp. Þetta var bara skelfilegt og við þurfum að drullast til að líta djúpt inn á við og pæla í því hvað við þurfum að gera“ sagði Halldór að lokum.
Subway-deild karla Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Hamar 87-69 | Fyrsti sigur Blikanna í hús Breiðablik sótti sinn fyrsta sigur í Subway deild karla í kvöld. Lokatölur leiks þeirra gegn Hamri urðu 87-69. Breiðablik kemur sér með þessum sigri í 11. sætið og skilur Hamar þar af leiðandi eftir á botni deildarinnar. 24. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Valur | Rísa Grindvíkingar upp? Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Hamar 87-69 | Fyrsti sigur Blikanna í hús Breiðablik sótti sinn fyrsta sigur í Subway deild karla í kvöld. Lokatölur leiks þeirra gegn Hamri urðu 87-69. Breiðablik kemur sér með þessum sigri í 11. sætið og skilur Hamar þar af leiðandi eftir á botni deildarinnar. 24. nóvember 2023 22:00
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum