Gunnlaugur gerir tveggja ára samning við Fylki, en félagið greinir frá félagsskiptunum á samfélagsmiðlum sínum.
Gunnlaugur lék 22 leiki með Keflvíkingum í Bestu-deildinni á síðustu leiktíð er liðið féll niður í Lengjudeildina. Fylkismenn, sem voru nýliðar í deild þeirra á bestu á síðustu leiktíð, héldu hins vegar sæti sínu í efstu deild.
Alls á Gunnlaugur að baki 48 leiki í efstu deild á Íslandi með Keflavík og Víkingi og hefur hann skorað í þeim eitt mark. Þá hefur hann einnig leikið með Kórdrengju og Haukum í næst efstu deild.