Fundu bróður sinn fyrir hreina tilviljun eftir áratuga leit Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 08:30 Axel hitti Ingibjörgu systur sína (t.v) fyrst á Íslandi og Möggu systur sína (t.h) á Spáni og skiljanlega urðu miklir fagnaðarfundir. Samsett Snemma á níunda áratugnum fengu hálfsysturnar Ingibjörg Gréta og Magga Gísladætur að vita að faðir þeirra hefði eignast son áður en þær tvær fæddust. Drengurinn hafði verið gefinn til ættleiðingar og ekkert var vitað um afdrif hans. Þrátt fyrir langa og ítarlega leit, sem spannaði hartnær fjóra áratugi, tókst systrunum ekki að hafa uppi bróður sínum. Árið 2019 var Magga á Spáni og rakst þar á mann sem reyndist sláandi líkur föður hennar í útliti. Þarna var „týndi“ bróðirinn kominn. Engar upplýsingar Ingibjörg og Magga ólust báðar upp í Reykjavík. Magga er fædd árið 1963 og Ingibjörg árið 1966. Lengst af höfðu þær ekki hugmynd um að á sínum tíma hafði faðir þeirra, Gísli Þorvaldsson, sáð fræi í frjóan svörð einhvers staðar á Vestfjörðum og það hefði fæðst drengur. Á þessum árum var tíðarandinn í þjóðfélaginu öðruvísi. „Pabbi talaði aldrei um þetta,“ segir Magga. „Hann hafði verið að leggja símalínur þarna fyrir vestan, fór þangað í sumarvinnu árið 1961 og út úr því kom Axel.“ Ári síðar kom Magga í heiminn og þremur árum síðar eignaðist Gísli Ingibjörgu með seinni konu sinni. Ingibjörg ólst upp hjá ömmu sinni og afa. „Við kynntumst pínulitlar, ég og Ingibjörg og við hittumst alltaf um jólin og páskana og á sumrin,“ segir Magga. Magga var tvítug þegar móðir hennar missti það út úr sér fyrir hálfgerða tilviljun að faðir hennar hefði á sínum tíma eignast son sem síðan var gefinn til ættleiðingar. Hún var ekki lengi að deila fréttunum með Ingibjörgu og í kjölfarið tók við löng og erfið leit. Ingibjörg segir að þrátt fyrir að leitin að hafi ekki skilað árangri á sínum tíma hafi hún alltaf vitað að rétti tíminn ætti eftir að koma.Aðsend Alltaf að spá og spökulera Einu upplýsingar sem systurnar höfðu í höndunum voru þær að drengurinn hefði fæðst „fyrir vestan“ árið 1962 og verið gefinn til ættleiðingar. Engar upplýsingar var að fá innan fjölskyldunnar. Gísli, faðir systkinanna átti níu systkini og seinna meir kom í ljós að ekkert þeirra vissi að hann hefði á sínum tíma eignast son. „Akkúrat á þessum tíma, í kringum 1983, var ég að vinna hjá Hagstofunni,“ segir Magga og bætir við að á þessum árum hafi upplýsingakerfið verið töluvert frumstæðara en í dag. „Það voru engar tölvur þarna og það var ekkert hlaupið að því að leita í skránum að fæðingarvottorði drengs Gíslasonar. Ég blaðaði endalaust í gömlum, rykföllnum fæðingarvottorðum, fór yfir öll sveinbörn sem voru fædd á þessum tíma. En það gekk ekkert.“ „Við fórum svo kerfisbundið aftur af stað mörgum árum seinna. Ég þekkti þá aðila innan Hagstofunnar og bað hann um að hjálpa mér. En það kom ekkert út úr því heldur,“ segir Ingibjörg. „En ég man að ég hugsaði með mér: „Ókei, tíminn er ekki núna, en það mun koma að þessu. Þetta mun gerast þegar þetta á að gerast.“ Systurnar segjast alltaf hafa verið meðvitaðar um tilvist bróður síns. En þær ræddu ekki um hann við föður sinn á meðan hann var á lífi. „Maður var alltaf að spá og spekulera. Ég var einu sinni stödd í húsgagnaverslun og þá kom sölumaður til mín og spurði mig hvort ég ætti bróður, af því að ég var víst svo rosalega lík einhverjum manni sem hann þekkti. Ég spenntist auðvitað öll upp og spurði hann endalausra spurninga. En svo kom í ljós að þetta gat ekki staðist. Þetta var alltaf í huganum á manni,“ segir Magga. „Ég man líka að þegar pabbi dó árið 2003, þá voru það bara við tvær dætur sem presturinn taldi upp í jarðarförinni. Og ég hugsaði með mér að það vantaði þriðja nafnið. Ég var næstum búin að missa það út úr mér þarna í kirkjunni!“ bætir Ingibjörg við. Magga átti allra síst von á því að finna bróður sinn fyrir tilviljun í öðru landi.Aðsend Lítið um svör Þegar Axel var ungur var það aldrei neitt launungamál að hann væri ættleiddur. Hann á sex önnur systkini og eina uppeldissystur til viðbótar við systurnar tvær sem hann „græddi“ seinna á ævinni. Hann hitti blóðmóður sína reglulega sem barn, en blóðfaðir hans kom aldrei til tals. „Maður spurði jú vissulega. En það voru bara engin svör,“ segir hann. „Ég var auðvitað oft búinn að velta því fyrir mér hvort ég ætti systkini þarna úti, og hvort maður ætti að reyna að leita að þeim en það var einhvern veginn ekkert úr því. Það var síðan árið 2004 að ég ætlaði að fara af stað, en þá kom í ljós að faðir minn var fallinn frá. Seinna fékk ég síðan ættleiðingarskjölin frá mömmu,“ segir Axel og bætir við að skjölin hafi ratað ofan í skúffu og verið geymd þar næstu árin. „Ég held að hann sé bróðir minn“ Árið 2019 var Magga stödd á Torrevieja á Spáni. Dag einn hafði Birgir, gamall vinur föður hennar samband við hana. „Hann segir: „Heyrðu Magga, vinur minn að vestan og konan hans eru að koma, ertu til í að sækja þau á flugvöllinn?“ Og ég gerði það og Birgir kemur síðan með mér að sækja þau,“ rifjar Magga upp. Umræddur vinur reyndist vera Axel Baldvinsson, sjómaður frá Súðavík. „Svo komum við inn á flugstöðina og ég sé Axel og við heilsum hvort öðru. Ég hugsaði strax með mér: „Mikið rosalega kannast ég við þennan mann! Ég þekki þennan mann!“ En ég kom honum ómögulega fyrir mig. Ég fór í huganum í gegnum alla skóla og vinnustaði sem ég hef verið á í gegnum tíðina. En ég mundi ekki eftir neinum Axel.“ „Ég man að þú hrökkst við þegar þú sást mig þarna,“ bætir Axel við. Axel segist oft hafa velt því fyrir sér þegar hann var yngri hvort hann ætti systkini þarna úti.Aðsend Tveimur dögum seinna var Möggu boðið í grillveislu hjá Axel og konu hans Dóru. „Axel sat á móti mér við matarborðið og ég veit nú ekki hvað hann hefur haldið um þessa konu sem sat á móti honum og gat ekki hætt að glápa á hann allt kvöldið! Þegar við erum að kyngja seinasta bitanum lítum við í augun á hvort öðru og ég gleymi aldrei þessu augnabliki; ég sá bara pabba gamla þarna. Ég hafði aldrei áður upplifað það að finna kalt vatn renna á milli skinns og hörunds. Það gerðist þarna. Ég bauð svo Dóru að hjálpa henni að ganga frá eftir matinn. Og ég notaði tækifærið og spurði hana hvort Axel væri ættleiddur. Hún sagði já. „Er hann fæddur á Ísafirði?“ spurði ég. „Já, hvernig veistu það?“ spurði hún. Og þarna kviknaði eitthvað ljós. Á einhverjum tímapunkti spurði ég Dóru hvort Axel hefði verið með krullur þegar hann var barn. Af því að pabbi var með krullur. „Krullur?“ sagði hún. „Hann var með afró hár!“ Þarna var þetta bara komið. Ég fer að skæla og styn upp: „Ég held að hann sé bróðir minn!“ Og Dóra kallaði strax fram: „Axel! Komdu!“ Ég kom auðvitað ekki upp orði og Dóra útskýrði málið fyrir honum.“ Næstu dagar einkenndust af mörgum og löngum samtölum hjá þeim systkinum þar sem ófáum púslum var púslað saman. „Ég var bara í einhverju rugli þarna, ég mátti varla líta á Axel án þess að fara að grenja,“ segir Magga. „Ég var með ættleiðingarskjalið heima og um leið og ég var kominn til Íslands gróf ég það upp. Og það stemmdi allt, nafnið hans pabba,“ segir Axel. „Ég beið við símann. Ég var alveg viss, en ég var samt hrædd,“ rifjar Magga upp. „Svo hringir síminn, Axel er á hinni línunni og segir: „Halló systir.“ Og ég fer auðvitað að hágrenja eina ferðina enn!“ Seinasta púslið Ingibjörg rifjar upp stundina þegar hún fékk að vita að týndi bróðirinn væri kominn í leitirnar. Þau áttu ánægjulegan fund ekki löngu seinna. „Ég hafði strax samband við Axel. Svo vildi það svo heppilega til að ég átti leið til Ísafjarðar, og akkúrat þá var Axel í landi. Það var að sjálfsögðu mitt fyrsta verk að fara að hitta hann. Og ég sá auðvitað strax hvað hann var sláandi líkur honum pabba. Þetta var allt svo notalegt. Og ég fann fyrir svo miklu þakklæti. Ég var og er fyrst og fremst þakklát, og glöð.“ Það var kátt á hjalla þegar Ingibjörg og Axel hittust í fyrsta skipti.Aðsend „Þessar fréttir fóru auðvitað eins og eldur í sinu um alla fjölskylduna,“ segir Magga. Í október á seinasta ári var haldinn fjölskylduhittingur, þar sem Axel hitti systkini föður síns. „Systir hans pabba kom til mín þarna um kvöldið og sagði mér að hún hefði hreinlega þurft að setjast niður og ná áttum. „Guð minn góður, hann Gísli var bara kominn þarna inn í eldhús til mín!“ sagði hún.“ Systkinin þrjú eru í reglulegum samskiptum með hjálp nútímatækni. Samtölin hafa verið ófá. Það eru margar eyður sem hefur verið fyllt upp í. „Það er svo margt, margir litlir hlutir sem smella einkennilega saman,“ segir Magga. „Til að nefna dæmi þá á yngri systir pabba okkar tvö börn sem heita Dagný og Aðalsteinn. Þau voru skírð út í loftið, þau voru fyrirburar og það var skyndiskírn. Axel og Dóra eiga tvö börn. Þau heita Dagný og Aðalsteinn. Við Axel deilum líka alvarlegri reynslu. Við höfum bæði misst barn úr vöggudauða.“ Systkinin upplifa það öll að þau hafi í raun þekkst mun lengur en í einungis nokkur ár. „En það er auðvitað leiðinlegt að við höfum ekki hist fyrr,“ segir Magga. „Maður var auðvitað búinn að velta hverjum einasta steini áður en við hittum Axel. Ég var alltaf að hugsa og pæla: „Er þetta góður maður, er þetta vondur maður, er hann kannski dópisti eða er hann á lífi?“ Svo fundum við Axel, kynntumst honum og sáum hver hann er. Og þess vegna er þakklætið svo mikið. Það er eiginlega mesta sorgin fólgin í því að við hefðum ekki hist á meðan pabbi var ennþá á lífi.“ Ingibjörg tekur undir. „Ég hugsa oft til Axels og stundum kemur þá þessi leiði; hvað það hefði verið gaman að þekkja hann frá byrjun.“ „Mér finnst eins og að ég hafi fengið einhvern hluta af pabba til baka þegar við fundum Axel,“ segir Magga en upplifun Ingibjargar er aðeins öðruvísi. „Fyrir mér var þetta meira þannig að núna væri þetta „komið“, það er að segja heildarmyndin og öll fræin hans pabba. Allar þessar endalausu pælingar og vangaveltur eru horfnar. Púslið sem vantaði var komið. Mér finnst það svo dásamlegt.“ Helgarviðtal Ástin og lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Árið 2019 var Magga á Spáni og rakst þar á mann sem reyndist sláandi líkur föður hennar í útliti. Þarna var „týndi“ bróðirinn kominn. Engar upplýsingar Ingibjörg og Magga ólust báðar upp í Reykjavík. Magga er fædd árið 1963 og Ingibjörg árið 1966. Lengst af höfðu þær ekki hugmynd um að á sínum tíma hafði faðir þeirra, Gísli Þorvaldsson, sáð fræi í frjóan svörð einhvers staðar á Vestfjörðum og það hefði fæðst drengur. Á þessum árum var tíðarandinn í þjóðfélaginu öðruvísi. „Pabbi talaði aldrei um þetta,“ segir Magga. „Hann hafði verið að leggja símalínur þarna fyrir vestan, fór þangað í sumarvinnu árið 1961 og út úr því kom Axel.“ Ári síðar kom Magga í heiminn og þremur árum síðar eignaðist Gísli Ingibjörgu með seinni konu sinni. Ingibjörg ólst upp hjá ömmu sinni og afa. „Við kynntumst pínulitlar, ég og Ingibjörg og við hittumst alltaf um jólin og páskana og á sumrin,“ segir Magga. Magga var tvítug þegar móðir hennar missti það út úr sér fyrir hálfgerða tilviljun að faðir hennar hefði á sínum tíma eignast son sem síðan var gefinn til ættleiðingar. Hún var ekki lengi að deila fréttunum með Ingibjörgu og í kjölfarið tók við löng og erfið leit. Ingibjörg segir að þrátt fyrir að leitin að hafi ekki skilað árangri á sínum tíma hafi hún alltaf vitað að rétti tíminn ætti eftir að koma.Aðsend Alltaf að spá og spökulera Einu upplýsingar sem systurnar höfðu í höndunum voru þær að drengurinn hefði fæðst „fyrir vestan“ árið 1962 og verið gefinn til ættleiðingar. Engar upplýsingar var að fá innan fjölskyldunnar. Gísli, faðir systkinanna átti níu systkini og seinna meir kom í ljós að ekkert þeirra vissi að hann hefði á sínum tíma eignast son. „Akkúrat á þessum tíma, í kringum 1983, var ég að vinna hjá Hagstofunni,“ segir Magga og bætir við að á þessum árum hafi upplýsingakerfið verið töluvert frumstæðara en í dag. „Það voru engar tölvur þarna og það var ekkert hlaupið að því að leita í skránum að fæðingarvottorði drengs Gíslasonar. Ég blaðaði endalaust í gömlum, rykföllnum fæðingarvottorðum, fór yfir öll sveinbörn sem voru fædd á þessum tíma. En það gekk ekkert.“ „Við fórum svo kerfisbundið aftur af stað mörgum árum seinna. Ég þekkti þá aðila innan Hagstofunnar og bað hann um að hjálpa mér. En það kom ekkert út úr því heldur,“ segir Ingibjörg. „En ég man að ég hugsaði með mér: „Ókei, tíminn er ekki núna, en það mun koma að þessu. Þetta mun gerast þegar þetta á að gerast.“ Systurnar segjast alltaf hafa verið meðvitaðar um tilvist bróður síns. En þær ræddu ekki um hann við föður sinn á meðan hann var á lífi. „Maður var alltaf að spá og spekulera. Ég var einu sinni stödd í húsgagnaverslun og þá kom sölumaður til mín og spurði mig hvort ég ætti bróður, af því að ég var víst svo rosalega lík einhverjum manni sem hann þekkti. Ég spenntist auðvitað öll upp og spurði hann endalausra spurninga. En svo kom í ljós að þetta gat ekki staðist. Þetta var alltaf í huganum á manni,“ segir Magga. „Ég man líka að þegar pabbi dó árið 2003, þá voru það bara við tvær dætur sem presturinn taldi upp í jarðarförinni. Og ég hugsaði með mér að það vantaði þriðja nafnið. Ég var næstum búin að missa það út úr mér þarna í kirkjunni!“ bætir Ingibjörg við. Magga átti allra síst von á því að finna bróður sinn fyrir tilviljun í öðru landi.Aðsend Lítið um svör Þegar Axel var ungur var það aldrei neitt launungamál að hann væri ættleiddur. Hann á sex önnur systkini og eina uppeldissystur til viðbótar við systurnar tvær sem hann „græddi“ seinna á ævinni. Hann hitti blóðmóður sína reglulega sem barn, en blóðfaðir hans kom aldrei til tals. „Maður spurði jú vissulega. En það voru bara engin svör,“ segir hann. „Ég var auðvitað oft búinn að velta því fyrir mér hvort ég ætti systkini þarna úti, og hvort maður ætti að reyna að leita að þeim en það var einhvern veginn ekkert úr því. Það var síðan árið 2004 að ég ætlaði að fara af stað, en þá kom í ljós að faðir minn var fallinn frá. Seinna fékk ég síðan ættleiðingarskjölin frá mömmu,“ segir Axel og bætir við að skjölin hafi ratað ofan í skúffu og verið geymd þar næstu árin. „Ég held að hann sé bróðir minn“ Árið 2019 var Magga stödd á Torrevieja á Spáni. Dag einn hafði Birgir, gamall vinur föður hennar samband við hana. „Hann segir: „Heyrðu Magga, vinur minn að vestan og konan hans eru að koma, ertu til í að sækja þau á flugvöllinn?“ Og ég gerði það og Birgir kemur síðan með mér að sækja þau,“ rifjar Magga upp. Umræddur vinur reyndist vera Axel Baldvinsson, sjómaður frá Súðavík. „Svo komum við inn á flugstöðina og ég sé Axel og við heilsum hvort öðru. Ég hugsaði strax með mér: „Mikið rosalega kannast ég við þennan mann! Ég þekki þennan mann!“ En ég kom honum ómögulega fyrir mig. Ég fór í huganum í gegnum alla skóla og vinnustaði sem ég hef verið á í gegnum tíðina. En ég mundi ekki eftir neinum Axel.“ „Ég man að þú hrökkst við þegar þú sást mig þarna,“ bætir Axel við. Axel segist oft hafa velt því fyrir sér þegar hann var yngri hvort hann ætti systkini þarna úti.Aðsend Tveimur dögum seinna var Möggu boðið í grillveislu hjá Axel og konu hans Dóru. „Axel sat á móti mér við matarborðið og ég veit nú ekki hvað hann hefur haldið um þessa konu sem sat á móti honum og gat ekki hætt að glápa á hann allt kvöldið! Þegar við erum að kyngja seinasta bitanum lítum við í augun á hvort öðru og ég gleymi aldrei þessu augnabliki; ég sá bara pabba gamla þarna. Ég hafði aldrei áður upplifað það að finna kalt vatn renna á milli skinns og hörunds. Það gerðist þarna. Ég bauð svo Dóru að hjálpa henni að ganga frá eftir matinn. Og ég notaði tækifærið og spurði hana hvort Axel væri ættleiddur. Hún sagði já. „Er hann fæddur á Ísafirði?“ spurði ég. „Já, hvernig veistu það?“ spurði hún. Og þarna kviknaði eitthvað ljós. Á einhverjum tímapunkti spurði ég Dóru hvort Axel hefði verið með krullur þegar hann var barn. Af því að pabbi var með krullur. „Krullur?“ sagði hún. „Hann var með afró hár!“ Þarna var þetta bara komið. Ég fer að skæla og styn upp: „Ég held að hann sé bróðir minn!“ Og Dóra kallaði strax fram: „Axel! Komdu!“ Ég kom auðvitað ekki upp orði og Dóra útskýrði málið fyrir honum.“ Næstu dagar einkenndust af mörgum og löngum samtölum hjá þeim systkinum þar sem ófáum púslum var púslað saman. „Ég var bara í einhverju rugli þarna, ég mátti varla líta á Axel án þess að fara að grenja,“ segir Magga. „Ég var með ættleiðingarskjalið heima og um leið og ég var kominn til Íslands gróf ég það upp. Og það stemmdi allt, nafnið hans pabba,“ segir Axel. „Ég beið við símann. Ég var alveg viss, en ég var samt hrædd,“ rifjar Magga upp. „Svo hringir síminn, Axel er á hinni línunni og segir: „Halló systir.“ Og ég fer auðvitað að hágrenja eina ferðina enn!“ Seinasta púslið Ingibjörg rifjar upp stundina þegar hún fékk að vita að týndi bróðirinn væri kominn í leitirnar. Þau áttu ánægjulegan fund ekki löngu seinna. „Ég hafði strax samband við Axel. Svo vildi það svo heppilega til að ég átti leið til Ísafjarðar, og akkúrat þá var Axel í landi. Það var að sjálfsögðu mitt fyrsta verk að fara að hitta hann. Og ég sá auðvitað strax hvað hann var sláandi líkur honum pabba. Þetta var allt svo notalegt. Og ég fann fyrir svo miklu þakklæti. Ég var og er fyrst og fremst þakklát, og glöð.“ Það var kátt á hjalla þegar Ingibjörg og Axel hittust í fyrsta skipti.Aðsend „Þessar fréttir fóru auðvitað eins og eldur í sinu um alla fjölskylduna,“ segir Magga. Í október á seinasta ári var haldinn fjölskylduhittingur, þar sem Axel hitti systkini föður síns. „Systir hans pabba kom til mín þarna um kvöldið og sagði mér að hún hefði hreinlega þurft að setjast niður og ná áttum. „Guð minn góður, hann Gísli var bara kominn þarna inn í eldhús til mín!“ sagði hún.“ Systkinin þrjú eru í reglulegum samskiptum með hjálp nútímatækni. Samtölin hafa verið ófá. Það eru margar eyður sem hefur verið fyllt upp í. „Það er svo margt, margir litlir hlutir sem smella einkennilega saman,“ segir Magga. „Til að nefna dæmi þá á yngri systir pabba okkar tvö börn sem heita Dagný og Aðalsteinn. Þau voru skírð út í loftið, þau voru fyrirburar og það var skyndiskírn. Axel og Dóra eiga tvö börn. Þau heita Dagný og Aðalsteinn. Við Axel deilum líka alvarlegri reynslu. Við höfum bæði misst barn úr vöggudauða.“ Systkinin upplifa það öll að þau hafi í raun þekkst mun lengur en í einungis nokkur ár. „En það er auðvitað leiðinlegt að við höfum ekki hist fyrr,“ segir Magga. „Maður var auðvitað búinn að velta hverjum einasta steini áður en við hittum Axel. Ég var alltaf að hugsa og pæla: „Er þetta góður maður, er þetta vondur maður, er hann kannski dópisti eða er hann á lífi?“ Svo fundum við Axel, kynntumst honum og sáum hver hann er. Og þess vegna er þakklætið svo mikið. Það er eiginlega mesta sorgin fólgin í því að við hefðum ekki hist á meðan pabbi var ennþá á lífi.“ Ingibjörg tekur undir. „Ég hugsa oft til Axels og stundum kemur þá þessi leiði; hvað það hefði verið gaman að þekkja hann frá byrjun.“ „Mér finnst eins og að ég hafi fengið einhvern hluta af pabba til baka þegar við fundum Axel,“ segir Magga en upplifun Ingibjargar er aðeins öðruvísi. „Fyrir mér var þetta meira þannig að núna væri þetta „komið“, það er að segja heildarmyndin og öll fræin hans pabba. Allar þessar endalausu pælingar og vangaveltur eru horfnar. Púslið sem vantaði var komið. Mér finnst það svo dásamlegt.“
Helgarviðtal Ástin og lífið Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira