„Körfuboltaleikur í kvöld en ekki tilfinningalegur rússíbani“ Aron Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 14:49 Grannaslagur Grindavíkur og Keflavíkur er á dagskrá Subway deildar karla í körfubolta í dag Vísir/Samsett mynd Pétur Ingvarsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta segir það vissulega sérstaka tilfinningu að vera halda inn í útileik gegn nágrönnunum frá Grindavík þar sem að leikurinn verður spilaður í Smáranum í Kópavogi. Grindavík tekur á móti Keflavík í fyrri leik kvöldsins í Subway deild karla af tveimur klukkan hálf sex en sökum rýmingar sem staðið var að í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga verður leikurinn leikinn í Kópavogi. „Leikur kvöldsins er með sérstakara formerki þar sem að við erum að fara í Kópavoginn að keppa við granna okkar frá Grindavík. Þetta verður því öðruvísi en vanalega,“ sagði Pétur í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttatíma Bylgjunnar. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Það væntanlega gefur þessu enn sérstakari blæ. Að vera í Smáranum? „Já akkúrat. Ég er svo sem vanur því að vera þarna í Smáranum en ekki leikmennirnir mínir. Þetta er í sjálfu sér ekki hreinræktaður heimavöllur fyrir Grindvíkinga og því ekki kjöraðstæður fyrir þá. Við reynum að nýta okkur það.“ Pétur á von á því að Grindvíkingar muni styðja vel við bakið á sínum mönnum í Smáranum í kvöld en á sama tíma vonar hann að stuðningsmenn Keflavíkur láti sitt ekki eftir liggja. „Vonandi mæta einhverjir Keflvíkingar líka og styðja okkur. Þessi deild er bara svo jöfn. Ef þú tapar einum leik þá ertu kominn við botn deildarinnar. Að sama skapi ef þú vinnur einn leik, þá ertu kominn við topp deildarinnar. Bæði er mikið undir fyrir bæði lið og út frá því hversu jöfn deildin er þá er þetta gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þá er Grindavík er á fljúgandi siglingu um þessar mundir, búið að vinna fjóra leiki í röð.“ Frá því að Grindvíkingum var gert að yfirgefa heimabæ sinn á dögunum vegna óvissuástands sökum jarðhræringa á Reykjanesskaganum hefur liðið leikið einn leik í Smáranum. Sá leikur hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir marga en nú á Pétur von á meiri körfuboltaleik. Aðstæður utan vallar muni ekki hafa eins mikið að segja í kvöld. „Ég á síður von á því. Þeirra tilfinninga leikur var síðasti leikur. Nú eru þeir kannski komnir aðeins meira niður á jörðina. Þetta eru fimm leikmenn að reyna skora á hitt liðið og passa að þeir skori ekki á móti. Þetta verður körfuboltaleikur í kvöld en ekki svona tilfinningalegur rússíbani fyrir liðin, þá aðallega Grindvíkinga.“ Ótrúleg spenna Þá man Pétur ekki eftir eins jafnri deildarkeppni líkt og við erum að sjá núna þar sem að eftir leiki kvöldsins munu aðeins tvö stig skilja á milli liðsins í fyrsta sæti og liðsins í áttunda sæti. „Það væri náttúrulega miklu skemmtilegra ef við værum að vinna alla okkar leiki en deildin er bara jöfn og þó farin að skiptast svolítið. Það eru þarna þrjú lið sem eru klárlega komin í botnbaráttuna. Svo eru hin níu liðin bara að berjast í toppbaráttunni og um það hverjir enda í miðjumoðinu. Ég man allavegana ekki eftir svona spennandi deildarkeppni og fylgist ég með mörgum íþróttum. Ég man bara ekki eftir því að þetta hafi verið svona ótrúlega jafnt. Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira
Grindavík tekur á móti Keflavík í fyrri leik kvöldsins í Subway deild karla af tveimur klukkan hálf sex en sökum rýmingar sem staðið var að í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga verður leikurinn leikinn í Kópavogi. „Leikur kvöldsins er með sérstakara formerki þar sem að við erum að fara í Kópavoginn að keppa við granna okkar frá Grindavík. Þetta verður því öðruvísi en vanalega,“ sagði Pétur í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttatíma Bylgjunnar. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Það væntanlega gefur þessu enn sérstakari blæ. Að vera í Smáranum? „Já akkúrat. Ég er svo sem vanur því að vera þarna í Smáranum en ekki leikmennirnir mínir. Þetta er í sjálfu sér ekki hreinræktaður heimavöllur fyrir Grindvíkinga og því ekki kjöraðstæður fyrir þá. Við reynum að nýta okkur það.“ Pétur á von á því að Grindvíkingar muni styðja vel við bakið á sínum mönnum í Smáranum í kvöld en á sama tíma vonar hann að stuðningsmenn Keflavíkur láti sitt ekki eftir liggja. „Vonandi mæta einhverjir Keflvíkingar líka og styðja okkur. Þessi deild er bara svo jöfn. Ef þú tapar einum leik þá ertu kominn við botn deildarinnar. Að sama skapi ef þú vinnur einn leik, þá ertu kominn við topp deildarinnar. Bæði er mikið undir fyrir bæði lið og út frá því hversu jöfn deildin er þá er þetta gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þá er Grindavík er á fljúgandi siglingu um þessar mundir, búið að vinna fjóra leiki í röð.“ Frá því að Grindvíkingum var gert að yfirgefa heimabæ sinn á dögunum vegna óvissuástands sökum jarðhræringa á Reykjanesskaganum hefur liðið leikið einn leik í Smáranum. Sá leikur hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir marga en nú á Pétur von á meiri körfuboltaleik. Aðstæður utan vallar muni ekki hafa eins mikið að segja í kvöld. „Ég á síður von á því. Þeirra tilfinninga leikur var síðasti leikur. Nú eru þeir kannski komnir aðeins meira niður á jörðina. Þetta eru fimm leikmenn að reyna skora á hitt liðið og passa að þeir skori ekki á móti. Þetta verður körfuboltaleikur í kvöld en ekki svona tilfinningalegur rússíbani fyrir liðin, þá aðallega Grindvíkinga.“ Ótrúleg spenna Þá man Pétur ekki eftir eins jafnri deildarkeppni líkt og við erum að sjá núna þar sem að eftir leiki kvöldsins munu aðeins tvö stig skilja á milli liðsins í fyrsta sæti og liðsins í áttunda sæti. „Það væri náttúrulega miklu skemmtilegra ef við værum að vinna alla okkar leiki en deildin er bara jöfn og þó farin að skiptast svolítið. Það eru þarna þrjú lið sem eru klárlega komin í botnbaráttuna. Svo eru hin níu liðin bara að berjast í toppbaráttunni og um það hverjir enda í miðjumoðinu. Ég man allavegana ekki eftir svona spennandi deildarkeppni og fylgist ég með mörgum íþróttum. Ég man bara ekki eftir því að þetta hafi verið svona ótrúlega jafnt.
Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjá meira