Ekki næst í forystu HSÍ vegna samningsins við Arnarlax Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2023 15:04 Við undirritun samstarfssamningsins. Björn Hembre, forstjóri Arnarlax og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Öll spjót standa nú á honum en þolinmæði margra brast þegar hann skrifaði fyrir hönd HSÍ undir styrktarsaming við hið miður þokkaða fyrirtæki. Áður hafði hann skrifað undir samning við Rayd. hsí Forystumenn HSÍ svara engum símum en samkvæmt heimildum Vísis munu þeir nú vera önnum kafnir við það, í sínum herbúðum, að hnoða saman yfirlýsingu vegna styrkarsamnings við Arnarlax. Þegar spurðist að HSÍ hefði undirritað samkomulag við Arnarlax þess efnis að fyrirtækið, sem staðið hefur í ströngu vegna fregna af storkulöxum og lúsapestar sem herjar á sjókvíar fyrirtækisins, risu upp miklir úfar með mönnum. Í nýlegri könnun Maskínu kemur í ljós að mikill meirihluti landsmanna er andvígur sjókvíaeldi. Andstaða við sjókvíaeldi eykst og eykst en tíðindi af stroki kynþroska lax sem gekk upp allar ár á Norðvesturlandi og lúsafaraldri sem herjar á lax í sjókvíum er ekki til að auka vinsældir greinarinnar. Áður hafði HSÍ ritað undir samkomulag við Raypd sem komst í fréttirnar nýlega þegar eigandi þess og forstjór, Arik Shtilman, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum. Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi landsliðsþjálfari mótmælti og Bubbi Morthens tónlistarmaður sömuleiðis, auk fjölda annarra. Arnarlax stolt af því að vera með Samkomulagið felur það í sér að frá og með HM kvenna, sem hefst í næstu viku í Noregi, mun Arnarlax hafa sitt vörumerki á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. „Við vitum að handbolti er stór hluti af íslensku íþróttalífi og við gætum ekki verið stoltari en að fá að taka þátt í þeirri vegferð sem HSÍ er á. Áfram Ísland!“ segir Björn Hembre, forstjóri Arnarlax í tilkynningu á vefsíðu HSÍ og hrollur fór um margan manninn. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir HSÍ þegar við skrifum undir samstarfssamninga við nýja bakhjarla. Flestir bakhjarlar HSÍ í dag hafa verið í bakvarðasveit okkar í yfir áratugi, það er von okkar hjá HSÍ að samstarfið við Arnarlax verði farsælt og ánægjulegt“ er haft eftir Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ við sama tækifæri. Kvennaliðið í miðri á Árið 2018 kom upp svipað dæmi en þá hættu margir í íslenska kokkalandsliðinu þegar það tók upp samstarfssamning við Arnarlax. Víst er að nokkur hiti er á leikmönnum liðanna. Vísir ræddi meðal annars við Þórey Rósu Stefánsdóttur landsliðsfyrirliða sem er stödd úti í Noregi á æfingamóti. Hún vildi vísa öllum fyrirspurnum til Róberts Geirs Gíslasonar framkvæmdastjóra eða til Guðmundar formanns. Þórey Rósa segir tilkynninguna um styrktarsaminginn ekki hafa borist fyrr en þær voru komnar út í miðja á. Liðsmenn hafa tekið þá ákvörðun um að taka ekki afstöðu til hans fyrr en verkefninu lýkur.vísir/Daníel Þór „Þetta var tilkynnt eftir að við vorum komnar út og við höfum tekið þá ákvörðun að einbeita okkur hundrað prósent að því verkefni sem er fyrir höndum. Við erum að komast í fyrsta skipti á HM í 12 ár og ætlum ekki að láta nein fjárhagsmál hjá HSÍ spilla því fyrir okkur,“ sagði Þórey Rósa. Landslið kvenna tekur nú þátt í Posten Cup í Noregi en það er liður í undirbúningi liðsins fyrir þátttöku á HM. Stelpurnar halda til Stavanger á þriðjudaginn þar sem Ísland leikur sinn fyrsta leik á stórmóti frá 2012 30. nóvember gegn Slóveníu. Þórey Rósa sagði þetta aðstæður sem þær gætu ekki tekið afstöðu til úti í miðri á. Hvað segir Aron? Þegar grein Bubba Morthens, „Nú eru þetta strákarnir þeirra“ var nefnd í þessu sambandi, að það hlyti að vera hiti á leikmönnum, svaraði Þórey Rósa hlæjandi: „Já, geta þá ekki bara strákarnir tekið afstöðu til þessa, fyrst Bubbi nefnir bara þá. Hvað segir Aron?“ Snorri Steinn Guðjónsson skrifar undir samning við HSÍ, um að hann verði landsliðsþjálfari í handbolta. Með honum á myndinni er formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafssyni. Snorri segist vænta þess að yfirlýsing frá HSÍ hljóti að fara að birtast.vísir/vilhelm Aron sem Þórey Rósa vísar til er Aron Pálmarsson, fyrirliði karlalandsliðsins, og leikmaður FH. Aron svarar ekki síma. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla sagðist í samtali við Vísi ráðlegast að stjórn HSÍ svaraði fyrir þetta. Hann vissi ekki hvernig hann sjálfur yrði merktur, sem þjálfari en ef einhver hiti kæmi á leikmenn liðsins vegna þessa, þá muni hann rísa upp. „Það er ágætt að halda því til haga að þeir eru að spila frítt fyrir landsliðið og brenna fyrir það.“ Róbert Geir framkvæmdastjóri svarar engum símum, ekki frekar en Guðmundur. Áðurnefnd meint yfirlýsing frá HSÍ mun vera væntanleg, eins og áður segir. Greinlegt að talsvert uppnám ríkir á skrifstofunni vegna málsins en Heimildin greindi frá því fyrr í dag að Davíð Lúther Sigurðsson, stjórnarmaður í HSÍ, hafi sagt af sér stjórnarmennsku vegna téðs samings. Davíð Lúther var yfir markaðs- og kynningarmálum en fékk ekki að vita af samningum við Arnarlax fyrr en greint var frá honum í fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti HSÍ Sjókvíaeldi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ísland á kortið sem dýraníðingar og umhverfissóðar The Guardian hefur tekið til umfjöllunar það mál sem skekið hefur íslenska sjókvíaeldisiðnaðinn að undanförnu; lús hefur lagt undir sig sjókvíar og herjar á lax. 3. nóvember 2023 09:11 Íþróttaþvottur á landsliðstreyjum Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins. 23. nóvember 2023 08:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Þegar spurðist að HSÍ hefði undirritað samkomulag við Arnarlax þess efnis að fyrirtækið, sem staðið hefur í ströngu vegna fregna af storkulöxum og lúsapestar sem herjar á sjókvíar fyrirtækisins, risu upp miklir úfar með mönnum. Í nýlegri könnun Maskínu kemur í ljós að mikill meirihluti landsmanna er andvígur sjókvíaeldi. Andstaða við sjókvíaeldi eykst og eykst en tíðindi af stroki kynþroska lax sem gekk upp allar ár á Norðvesturlandi og lúsafaraldri sem herjar á lax í sjókvíum er ekki til að auka vinsældir greinarinnar. Áður hafði HSÍ ritað undir samkomulag við Raypd sem komst í fréttirnar nýlega þegar eigandi þess og forstjór, Arik Shtilman, lét þau ummæli falla að eyða ætti öllum Hamasliðum. Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi landsliðsþjálfari mótmælti og Bubbi Morthens tónlistarmaður sömuleiðis, auk fjölda annarra. Arnarlax stolt af því að vera með Samkomulagið felur það í sér að frá og með HM kvenna, sem hefst í næstu viku í Noregi, mun Arnarlax hafa sitt vörumerki á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta. „Við vitum að handbolti er stór hluti af íslensku íþróttalífi og við gætum ekki verið stoltari en að fá að taka þátt í þeirri vegferð sem HSÍ er á. Áfram Ísland!“ segir Björn Hembre, forstjóri Arnarlax í tilkynningu á vefsíðu HSÍ og hrollur fór um margan manninn. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir HSÍ þegar við skrifum undir samstarfssamninga við nýja bakhjarla. Flestir bakhjarlar HSÍ í dag hafa verið í bakvarðasveit okkar í yfir áratugi, það er von okkar hjá HSÍ að samstarfið við Arnarlax verði farsælt og ánægjulegt“ er haft eftir Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ við sama tækifæri. Kvennaliðið í miðri á Árið 2018 kom upp svipað dæmi en þá hættu margir í íslenska kokkalandsliðinu þegar það tók upp samstarfssamning við Arnarlax. Víst er að nokkur hiti er á leikmönnum liðanna. Vísir ræddi meðal annars við Þórey Rósu Stefánsdóttur landsliðsfyrirliða sem er stödd úti í Noregi á æfingamóti. Hún vildi vísa öllum fyrirspurnum til Róberts Geirs Gíslasonar framkvæmdastjóra eða til Guðmundar formanns. Þórey Rósa segir tilkynninguna um styrktarsaminginn ekki hafa borist fyrr en þær voru komnar út í miðja á. Liðsmenn hafa tekið þá ákvörðun um að taka ekki afstöðu til hans fyrr en verkefninu lýkur.vísir/Daníel Þór „Þetta var tilkynnt eftir að við vorum komnar út og við höfum tekið þá ákvörðun að einbeita okkur hundrað prósent að því verkefni sem er fyrir höndum. Við erum að komast í fyrsta skipti á HM í 12 ár og ætlum ekki að láta nein fjárhagsmál hjá HSÍ spilla því fyrir okkur,“ sagði Þórey Rósa. Landslið kvenna tekur nú þátt í Posten Cup í Noregi en það er liður í undirbúningi liðsins fyrir þátttöku á HM. Stelpurnar halda til Stavanger á þriðjudaginn þar sem Ísland leikur sinn fyrsta leik á stórmóti frá 2012 30. nóvember gegn Slóveníu. Þórey Rósa sagði þetta aðstæður sem þær gætu ekki tekið afstöðu til úti í miðri á. Hvað segir Aron? Þegar grein Bubba Morthens, „Nú eru þetta strákarnir þeirra“ var nefnd í þessu sambandi, að það hlyti að vera hiti á leikmönnum, svaraði Þórey Rósa hlæjandi: „Já, geta þá ekki bara strákarnir tekið afstöðu til þessa, fyrst Bubbi nefnir bara þá. Hvað segir Aron?“ Snorri Steinn Guðjónsson skrifar undir samning við HSÍ, um að hann verði landsliðsþjálfari í handbolta. Með honum á myndinni er formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafssyni. Snorri segist vænta þess að yfirlýsing frá HSÍ hljóti að fara að birtast.vísir/vilhelm Aron sem Þórey Rósa vísar til er Aron Pálmarsson, fyrirliði karlalandsliðsins, og leikmaður FH. Aron svarar ekki síma. Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla sagðist í samtali við Vísi ráðlegast að stjórn HSÍ svaraði fyrir þetta. Hann vissi ekki hvernig hann sjálfur yrði merktur, sem þjálfari en ef einhver hiti kæmi á leikmenn liðsins vegna þessa, þá muni hann rísa upp. „Það er ágætt að halda því til haga að þeir eru að spila frítt fyrir landsliðið og brenna fyrir það.“ Róbert Geir framkvæmdastjóri svarar engum símum, ekki frekar en Guðmundur. Áðurnefnd meint yfirlýsing frá HSÍ mun vera væntanleg, eins og áður segir. Greinlegt að talsvert uppnám ríkir á skrifstofunni vegna málsins en Heimildin greindi frá því fyrr í dag að Davíð Lúther Sigurðsson, stjórnarmaður í HSÍ, hafi sagt af sér stjórnarmennsku vegna téðs samings. Davíð Lúther var yfir markaðs- og kynningarmálum en fékk ekki að vita af samningum við Arnarlax fyrr en greint var frá honum í fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti HSÍ Sjókvíaeldi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ísland á kortið sem dýraníðingar og umhverfissóðar The Guardian hefur tekið til umfjöllunar það mál sem skekið hefur íslenska sjókvíaeldisiðnaðinn að undanförnu; lús hefur lagt undir sig sjókvíar og herjar á lax. 3. nóvember 2023 09:11 Íþróttaþvottur á landsliðstreyjum Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins. 23. nóvember 2023 08:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Ísland á kortið sem dýraníðingar og umhverfissóðar The Guardian hefur tekið til umfjöllunar það mál sem skekið hefur íslenska sjókvíaeldisiðnaðinn að undanförnu; lús hefur lagt undir sig sjókvíar og herjar á lax. 3. nóvember 2023 09:11
Íþróttaþvottur á landsliðstreyjum Í gær birtust fréttir af því að HSÍ væri komið með nýjan bakhjarl. Þar er um að ræða Arnarlax, stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki landsins. 23. nóvember 2023 08:01